HSÍ og KKÍ fá samtals 18 milljónum minna úr Afrekssjóði í ár Sindri Sverrisson skrifar 10. febrúar 2020 18:00 HSÍ sendi lið á stórmót í janúar þegar EM í handbolta fór fram. vísir/EPA Handknattleikssambandið og Körfuknattleikssambandið fá umtalsvert lægri styrki úr Afrekssjóði ÍSÍ á þessu ári en í fyrra. Líkt og síðustu tvö ár fær Knattspyrnusambandið ekki krónu úr sjóðnum. Framkvæmdastjórn ÍSÍ hefur samþykkt tillögur stjórnar Afrekssjóðs um úthlutun fyrir árið og nema styrkir til íþróttasérsambandanna samtals 462 milljónum. Áætlað er að HSÍ fái mest líkt og í fyrra en þó fær sambandið tæplega tíu milljónum lægri styrk í ár, eða 58,3 milljónir króna. HSÍ hefur þegar tekið þátt í stórmóti á árinu, þegar karlalandsliðið fór á EM í handbolta í síðasta mánuði. Fimleikasambandið fær rúmlega sex milljónum hærri styrk en í fyrra eða samtals 52,8 milljónir og skera HSÍ og FSÍ sig nokkuð úr á úthlutunarlistanum. Samböndin eru tvö af átta í svokölluðum A-flokki sem fá styrk en í honum eru sambönd sem reka afeksstarf sem fullnægir ákveðnum kröfum Afrekssjóðs. Skíðasambandið bætist nú í A-flokk og fær 32,6 milljónir í stað 19 milljóna í fyrra og er það mesta hækkun á milli ára hjá einu sambandi að þessu sinni. Styrkur til HSÍ lækkar mest í samanburði við síðasta ár en KKÍ fær sömuleiðis öllu lægri styrk en áður eða 35,6 milljónir króna, sem er 8,3 milljónum minna en í fyrra. Heildarúthlutun úr Afrekssjóðnum er samt sem áður rúmlega 9 milljónum hærri en á síðasta ári, þegar hún nam 452,9 milljónum. Níu sambönd fá lægri styrk en í fyrra en samkvæmt fréttatilkynningu ÍSÍ skýrist það meðal annars bæði af innkomu nýrra sérsambanda á listann, sem og færslu Skíðasambandsins upp í A-flokk og Landssambands hestamannafélaga úr C-flokki í B-flokk. Þau sambönd sem nú fá styrk en fengu ekki í fyrra eru Bogfimisambandið, Mótorhjóla- og snjósleðaíþróttasambandið, og Hnefaleikasambandið. KSÍ hefur ekki fengið styrk úr Afrekssjóði síðustu ár vegna sinnar sérstöðu en sambandið fær meðal annars háa styrki í gegnum aðild að UEFA og FIFA.Úthlutanir úr Afrekssjóðnum í ár má sjá með því að smella hér. Fimleikar Íslenski handboltinn Körfubolti Skíðaíþróttir Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Sjá meira
Handknattleikssambandið og Körfuknattleikssambandið fá umtalsvert lægri styrki úr Afrekssjóði ÍSÍ á þessu ári en í fyrra. Líkt og síðustu tvö ár fær Knattspyrnusambandið ekki krónu úr sjóðnum. Framkvæmdastjórn ÍSÍ hefur samþykkt tillögur stjórnar Afrekssjóðs um úthlutun fyrir árið og nema styrkir til íþróttasérsambandanna samtals 462 milljónum. Áætlað er að HSÍ fái mest líkt og í fyrra en þó fær sambandið tæplega tíu milljónum lægri styrk í ár, eða 58,3 milljónir króna. HSÍ hefur þegar tekið þátt í stórmóti á árinu, þegar karlalandsliðið fór á EM í handbolta í síðasta mánuði. Fimleikasambandið fær rúmlega sex milljónum hærri styrk en í fyrra eða samtals 52,8 milljónir og skera HSÍ og FSÍ sig nokkuð úr á úthlutunarlistanum. Samböndin eru tvö af átta í svokölluðum A-flokki sem fá styrk en í honum eru sambönd sem reka afeksstarf sem fullnægir ákveðnum kröfum Afrekssjóðs. Skíðasambandið bætist nú í A-flokk og fær 32,6 milljónir í stað 19 milljóna í fyrra og er það mesta hækkun á milli ára hjá einu sambandi að þessu sinni. Styrkur til HSÍ lækkar mest í samanburði við síðasta ár en KKÍ fær sömuleiðis öllu lægri styrk en áður eða 35,6 milljónir króna, sem er 8,3 milljónum minna en í fyrra. Heildarúthlutun úr Afrekssjóðnum er samt sem áður rúmlega 9 milljónum hærri en á síðasta ári, þegar hún nam 452,9 milljónum. Níu sambönd fá lægri styrk en í fyrra en samkvæmt fréttatilkynningu ÍSÍ skýrist það meðal annars bæði af innkomu nýrra sérsambanda á listann, sem og færslu Skíðasambandsins upp í A-flokk og Landssambands hestamannafélaga úr C-flokki í B-flokk. Þau sambönd sem nú fá styrk en fengu ekki í fyrra eru Bogfimisambandið, Mótorhjóla- og snjósleðaíþróttasambandið, og Hnefaleikasambandið. KSÍ hefur ekki fengið styrk úr Afrekssjóði síðustu ár vegna sinnar sérstöðu en sambandið fær meðal annars háa styrki í gegnum aðild að UEFA og FIFA.Úthlutanir úr Afrekssjóðnum í ár má sjá með því að smella hér.
Fimleikar Íslenski handboltinn Körfubolti Skíðaíþróttir Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Sjá meira