Djúp lægð spillir færð og veldur snjóflóðahættu á norðurhelmingi landsins Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. febrúar 2020 13:33 Lægðinni fylgir mikil snjókoma á Vestfjörðum og á Norðurlandi og hætta getur skapast á snjóflóðum í veðrinu. Töluverð hætta er á snjóflóðum á norðanverðum Vestfjörðum og utanverðum Tröllaskaga. Vísir/Vilhelm Djúp lægð gengur yfir landið í dag sem spillir færð og veldur snjóflóðahættu. Gul veðurviðvörun hefur verið virkjuð fyrir Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra og Norðurland eystra. Á Vestfjörðum er víða ýmist þæfingsfærð eða þungfært og stórhríð. Ófært er á Þröskuldum, Steingrímsfjarðarheiði og Klettshálsi og á Norðurlandi hefur veginum um Þverárfjall verið lokað fyrir umferð og það sama á við um Víkurskarð. Á Vestfjörðum og Breiðafirði er spáð norðan hvassviðri eða stormi 15-23 m/s á Ströndum og Norðurlandi vestra og eystra þrettán til tuttugu metrum á sekúndu. Á Norðurlandi eystra er útlit fyrir norðan strekking 13-18 m/s með snjókomu eða skafrenningi og slæmu skyggni, einkum á Eyjafjarðarsvæðinu. Að neðan má sjá myndband sem Guðmundur Gauti Sveinsson tók á Siglufirði í dag. „Það er lægð sem er að koma inn á landið með norðanstreng og snjókomu. Hríðarveður víða norðan til á landinu og snjóar nú talsvert með þessu. Færð orðin ábyggilega víða erfið á Norðurlandi og á Vestfjörðum. Það er frekar að hvessa á Norðvesturlandi, sérstaklega, og má reikna með hvassviðri og stormi staðbundnum og að verði mjög blind og slæmt skyggni. Þetta gengur ekkert almennilega niður fyrr en í nótt,“ segir Hrafn Guðmundsson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Lægðinni fylgir mikil snjókoma á Vestfjörðum og á Norðurlandi og hætta getur skapast á snjóflóðum í veðrinu. Töluverð hætta er á snjóflóðum á norðanverðum Vestfjörðum og utanverðum Tröllaskaga. Búið er að loka Sigulfjarðarvegi, veginum um Ólafsfjarðarmúla og Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu. Mikill Sjór gengur yfir eyrina og höfnina á Sauðárkróki en Strandvegi hefur verið lokað fyrir umferð þar til aðstæður breytast. Sjá nánar: Strandvegi á Sauðárkróki lokað vegna sjógangs Samgöngur Veður Tengdar fréttir Gular viðvaranir fram undan og varað við hríðarveðri Útlit er fyrir hríðarveður á Norðurlandi og á Vestfjörðum í nótt og líkur eru á ófærð á vegum í fyrramálið, einkum í Skagafirði, Eyjafirði og austur með ströndinni. 9. febrúar 2020 18:45 Norðan hríð á Norðurlandi og Vestfjörðum og gular viðvaranir í gildi Gular viðvaranir eru í gildi í Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra. 10. febrúar 2020 07:23 Strandvegi á Sauðárkróki lokað vegna sjógangs: „Þetta er bara eins og stórfljót“ Mikill sjór gengur nú yfir Strandveginn á Sauðárkróki og hefur veginum verið lokað þangað til aðstæður breytast. Vegfarendur eru því beðnir um að vera ekki á ferðinni á Strandveginum frá Hegrabraut og að hringtorginu á Eyrinni, hjá Kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga. 10. febrúar 2020 12:15 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Djúp lægð gengur yfir landið í dag sem spillir færð og veldur snjóflóðahættu. Gul veðurviðvörun hefur verið virkjuð fyrir Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra og Norðurland eystra. Á Vestfjörðum er víða ýmist þæfingsfærð eða þungfært og stórhríð. Ófært er á Þröskuldum, Steingrímsfjarðarheiði og Klettshálsi og á Norðurlandi hefur veginum um Þverárfjall verið lokað fyrir umferð og það sama á við um Víkurskarð. Á Vestfjörðum og Breiðafirði er spáð norðan hvassviðri eða stormi 15-23 m/s á Ströndum og Norðurlandi vestra og eystra þrettán til tuttugu metrum á sekúndu. Á Norðurlandi eystra er útlit fyrir norðan strekking 13-18 m/s með snjókomu eða skafrenningi og slæmu skyggni, einkum á Eyjafjarðarsvæðinu. Að neðan má sjá myndband sem Guðmundur Gauti Sveinsson tók á Siglufirði í dag. „Það er lægð sem er að koma inn á landið með norðanstreng og snjókomu. Hríðarveður víða norðan til á landinu og snjóar nú talsvert með þessu. Færð orðin ábyggilega víða erfið á Norðurlandi og á Vestfjörðum. Það er frekar að hvessa á Norðvesturlandi, sérstaklega, og má reikna með hvassviðri og stormi staðbundnum og að verði mjög blind og slæmt skyggni. Þetta gengur ekkert almennilega niður fyrr en í nótt,“ segir Hrafn Guðmundsson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Lægðinni fylgir mikil snjókoma á Vestfjörðum og á Norðurlandi og hætta getur skapast á snjóflóðum í veðrinu. Töluverð hætta er á snjóflóðum á norðanverðum Vestfjörðum og utanverðum Tröllaskaga. Búið er að loka Sigulfjarðarvegi, veginum um Ólafsfjarðarmúla og Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu. Mikill Sjór gengur yfir eyrina og höfnina á Sauðárkróki en Strandvegi hefur verið lokað fyrir umferð þar til aðstæður breytast. Sjá nánar: Strandvegi á Sauðárkróki lokað vegna sjógangs
Samgöngur Veður Tengdar fréttir Gular viðvaranir fram undan og varað við hríðarveðri Útlit er fyrir hríðarveður á Norðurlandi og á Vestfjörðum í nótt og líkur eru á ófærð á vegum í fyrramálið, einkum í Skagafirði, Eyjafirði og austur með ströndinni. 9. febrúar 2020 18:45 Norðan hríð á Norðurlandi og Vestfjörðum og gular viðvaranir í gildi Gular viðvaranir eru í gildi í Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra. 10. febrúar 2020 07:23 Strandvegi á Sauðárkróki lokað vegna sjógangs: „Þetta er bara eins og stórfljót“ Mikill sjór gengur nú yfir Strandveginn á Sauðárkróki og hefur veginum verið lokað þangað til aðstæður breytast. Vegfarendur eru því beðnir um að vera ekki á ferðinni á Strandveginum frá Hegrabraut og að hringtorginu á Eyrinni, hjá Kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga. 10. febrúar 2020 12:15 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Gular viðvaranir fram undan og varað við hríðarveðri Útlit er fyrir hríðarveður á Norðurlandi og á Vestfjörðum í nótt og líkur eru á ófærð á vegum í fyrramálið, einkum í Skagafirði, Eyjafirði og austur með ströndinni. 9. febrúar 2020 18:45
Norðan hríð á Norðurlandi og Vestfjörðum og gular viðvaranir í gildi Gular viðvaranir eru í gildi í Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra. 10. febrúar 2020 07:23
Strandvegi á Sauðárkróki lokað vegna sjógangs: „Þetta er bara eins og stórfljót“ Mikill sjór gengur nú yfir Strandveginn á Sauðárkróki og hefur veginum verið lokað þangað til aðstæður breytast. Vegfarendur eru því beðnir um að vera ekki á ferðinni á Strandveginum frá Hegrabraut og að hringtorginu á Eyrinni, hjá Kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga. 10. febrúar 2020 12:15