Sky Sport fékk Eið Smára og Jimmy Floyd til að fara saman yfir gömlu góðu tímana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2020 14:30 Fyrirsögnin og aðalmyndin með hlaðvarpsþætti Eiðs Smára og Jimmy Floyd Hasselbaink. Skjámynd/Sky Sports Íslendingur hefur líklega aldrei verið hluti af hættulegra sóknartvíeyki en Eiður Smári Guðjohnsen var á árunum 2000 til 2004. Sky Sport fannst kominn tími á að rifja upp þetta skemmtilega samstarf hans og Jimmy Floyd Hasselbaink sem hófst fyrir rétt tæpum tuttugu árum. Útkoman er mjög skemmtileg. Það má finna stórskemmtilegt spjall þeirra Eiðs Smára og Jimmy Floyd Hasselbaink í hlaðvarpsþættinum The Transfer Talk Podcast sem er á vegum Sky Sports. Þeir nota eld og ís til að lýsa Hollendingnum og Íslendingnum. Eiður Smári Guðjohnsen og Jimmy Floyd Hasselbaink skiluðu Chelsea liðinu 146 mörkum á þeim fjórum tímabilum sem þeir spiluðu saman á Brúnni, Eiður var með 59 mörk en Jimmy Floyd skoraði 87 mörk. Gianluca Vialli, þá knattspyrnustjóri Chelsea, bjó það til með því að kaupa Eið Smára frá Bolton og Jimmy Floyd Hasselbaink frá Atlético Madrid. Eiður Smári hélt ekki upp á 22 ára afmælið fyrr en seinna um haustið en Hasselbaink var sex árum eldri. Gianluca Vialli sá tíeykið ekki blómstra undir sinni stjórn því hann var rekinn eftir fimm leiki. Þeir blómstruðu saman undir stjórn Claudio Ranieri en það var síðan Jose Mourinho sem endaði það þegar hann tók við sumarið 2004. Hasselbaink fékk ekki annan samning og fór á frjálsri sölu til Middlesbrough. Eiður Smári átti hins vegar góða tíma undir stjórn Jose Mourinho og saman unnu þeir meðal annars ensku deildina tvisvar sinnum. Eiður Smári segir meðal annars frá því í þættinum hverju hann svaraði þegar Rainieri bauðst til að hjálpa honum að finna nýtt félag. Eiður Smári lofaði Ranieri að hann yrði lengur hjá Chelsea en hann og stóð síðan við það. Þessi orð Eiðs Smári fengu að launum mikinn viðbrögð úr salnum. Í hlaðvarpsþættinum ræða þeir Eiður og Jimmy hvernig þeir fóru næstum því til Liverpool og Barcelona áður en þeir komu til Chelsea og segja frá því þegar Roman Abramovich mætti á svæðið hjá Chelsea. Það hafði örugglega mikil áhrif á því hversu vel þeir náðu saman að Eiður Smári kunni hollensku frá tíma sínum hjá PSV Eindhoven og gat því talað við Hollendinginn á hans móðurmáli. „Þess vegna vissu varnarmennirnir oft ekki hvað við ætluðum að gera,“ rifja þeir upp hlæjandi en hér fyrir neðan má sjá þáttinn með Eiði Smára og Jimmy Floyd Hasselbaink. Enski boltinn Mest lesið Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Held að hann sé hundfúll með að vera ekki í liðinu“ Handbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Fleiri fréttir Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Sjá meira
Íslendingur hefur líklega aldrei verið hluti af hættulegra sóknartvíeyki en Eiður Smári Guðjohnsen var á árunum 2000 til 2004. Sky Sport fannst kominn tími á að rifja upp þetta skemmtilega samstarf hans og Jimmy Floyd Hasselbaink sem hófst fyrir rétt tæpum tuttugu árum. Útkoman er mjög skemmtileg. Það má finna stórskemmtilegt spjall þeirra Eiðs Smára og Jimmy Floyd Hasselbaink í hlaðvarpsþættinum The Transfer Talk Podcast sem er á vegum Sky Sports. Þeir nota eld og ís til að lýsa Hollendingnum og Íslendingnum. Eiður Smári Guðjohnsen og Jimmy Floyd Hasselbaink skiluðu Chelsea liðinu 146 mörkum á þeim fjórum tímabilum sem þeir spiluðu saman á Brúnni, Eiður var með 59 mörk en Jimmy Floyd skoraði 87 mörk. Gianluca Vialli, þá knattspyrnustjóri Chelsea, bjó það til með því að kaupa Eið Smára frá Bolton og Jimmy Floyd Hasselbaink frá Atlético Madrid. Eiður Smári hélt ekki upp á 22 ára afmælið fyrr en seinna um haustið en Hasselbaink var sex árum eldri. Gianluca Vialli sá tíeykið ekki blómstra undir sinni stjórn því hann var rekinn eftir fimm leiki. Þeir blómstruðu saman undir stjórn Claudio Ranieri en það var síðan Jose Mourinho sem endaði það þegar hann tók við sumarið 2004. Hasselbaink fékk ekki annan samning og fór á frjálsri sölu til Middlesbrough. Eiður Smári átti hins vegar góða tíma undir stjórn Jose Mourinho og saman unnu þeir meðal annars ensku deildina tvisvar sinnum. Eiður Smári segir meðal annars frá því í þættinum hverju hann svaraði þegar Rainieri bauðst til að hjálpa honum að finna nýtt félag. Eiður Smári lofaði Ranieri að hann yrði lengur hjá Chelsea en hann og stóð síðan við það. Þessi orð Eiðs Smári fengu að launum mikinn viðbrögð úr salnum. Í hlaðvarpsþættinum ræða þeir Eiður og Jimmy hvernig þeir fóru næstum því til Liverpool og Barcelona áður en þeir komu til Chelsea og segja frá því þegar Roman Abramovich mætti á svæðið hjá Chelsea. Það hafði örugglega mikil áhrif á því hversu vel þeir náðu saman að Eiður Smári kunni hollensku frá tíma sínum hjá PSV Eindhoven og gat því talað við Hollendinginn á hans móðurmáli. „Þess vegna vissu varnarmennirnir oft ekki hvað við ætluðum að gera,“ rifja þeir upp hlæjandi en hér fyrir neðan má sjá þáttinn með Eiði Smára og Jimmy Floyd Hasselbaink.
Enski boltinn Mest lesið Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Held að hann sé hundfúll með að vera ekki í liðinu“ Handbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Fleiri fréttir Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Sjá meira