Fer fram á að Britta Nielsen hljóti átta ára dóm Atli Ísleifsson skrifar 10. febrúar 2020 11:21 Britta Nielsen sagðist í vitnastúku hafa fallið í freistni og á sínum tíma reynt að lagfæra bága fjárhagsstöðu heimilisins þegar hún byrjaði að svíkja fé út úr Félagsmálastofnun Danmerkur. Getty Saksóknarar í Danmörku greindu frá því í morgun að farið verði fram á að fjársvikarinn Britta Nielsen verði dæmd til átta ára fangelsisvistar. Segir saksóknari að brot Nielsen séu einhver alvarlegustu efnahagsbrot sem framin hafa verið í Danmörku. Réttarhöld í máli Brittu Nielsen hófust í október en hún er ákærð fyrir að hafa dregið sér á annað hundrað milljónir danskra króna frá danska ríkinu þegar hún starfaði hjá félagsmálaráðuneytinu þar í landi. Nú styttist í annan endann á réttarhöldunum og flutti saksóknari lokaræðu sína í morgun þar sem hann greindi frá því að hann færi fram á átta ára dóm. Verjandi Nielsen heldur sína lokaræðu síðar í dag. Hefur játað sekt að stærstum hluta Nielsen hefur nú þegar játað sekt að stærstum hluta í málinu. Nielsen hefur þó neitað að hafa borið ábyrgð á einstaka millifærslum. Nielsen sagðist í vitnastúku hafa fallið í freistni og á sínum tíma reynt að lagfæra bága fjárhagsstöðu heimilisins þegar hún byrjaði að svíkja fé út úr Félagsmálastofnun Danmerkur. Í ákæru sagði að á árunum 1997 til 2018 hafi hún dregið sér fé 298 sinnum með ólöglegum hætti. Á hún að hafa dregið sér 115 milljónir danskra króna, um 2,1 milljarð íslenskra króna. Þá segir í ákæru að Nielsen hafi einnig dregið sér fé á árunum 1993 til 2002, þá með öðrum aðferðum. Að auki er hún ákærð fyrir skjalafals og embættisbrot. Handtekin í Suður-Afríku Nielsen, auk þriggja uppkominna barna sinna og tengdasonar eru ákærð í málinu. Hafi börnin og tengdabarn þegið háar fjárhæðir frá Nielsen, sem þau hefðu mátt vita að væru illa fengnar. Nielsen var handtekin í íbúð Jóhannesarborgar í Suður-Afríku fyrir hálfu öðru ári og voru fulltrúar dönsku efnahagsbrotalögreglunnar viðstaddir handtökuna. Hún var svo framseld til Danmerkur. Vitað er að Britta og börn hennar hafi meðal annars nýtt féð í að fjárfesta í dýrum hrossum, bílum og skartgripum. Danmörk Fjársvik Brittu Nielsen Tengdar fréttir Britta Nielsen mun ekki bera vitni Danski fjársvikarinn Britta Nielsen er ákærð fyrir að hafa dregið sér á annað hundrað milljónir danskra króna frá danska ríkinu þegar hún starfaði hjá Félagsmálastofnun Danmerkur. 5. nóvember 2019 12:22 Britta Nielsen segist hafa fallið í freistni Danski fjársvikarinn Britta Nielsen var í vitnastúkunni í dómsal í Kaupmannahöfn í morgun. 11. nóvember 2019 10:42 Britta Nielsen játar að stærstum hluta sök Réttarhöld hófust í máli fjársvikarans Brittu Nielsen í morgun. 24. október 2019 12:13 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira
Saksóknarar í Danmörku greindu frá því í morgun að farið verði fram á að fjársvikarinn Britta Nielsen verði dæmd til átta ára fangelsisvistar. Segir saksóknari að brot Nielsen séu einhver alvarlegustu efnahagsbrot sem framin hafa verið í Danmörku. Réttarhöld í máli Brittu Nielsen hófust í október en hún er ákærð fyrir að hafa dregið sér á annað hundrað milljónir danskra króna frá danska ríkinu þegar hún starfaði hjá félagsmálaráðuneytinu þar í landi. Nú styttist í annan endann á réttarhöldunum og flutti saksóknari lokaræðu sína í morgun þar sem hann greindi frá því að hann færi fram á átta ára dóm. Verjandi Nielsen heldur sína lokaræðu síðar í dag. Hefur játað sekt að stærstum hluta Nielsen hefur nú þegar játað sekt að stærstum hluta í málinu. Nielsen hefur þó neitað að hafa borið ábyrgð á einstaka millifærslum. Nielsen sagðist í vitnastúku hafa fallið í freistni og á sínum tíma reynt að lagfæra bága fjárhagsstöðu heimilisins þegar hún byrjaði að svíkja fé út úr Félagsmálastofnun Danmerkur. Í ákæru sagði að á árunum 1997 til 2018 hafi hún dregið sér fé 298 sinnum með ólöglegum hætti. Á hún að hafa dregið sér 115 milljónir danskra króna, um 2,1 milljarð íslenskra króna. Þá segir í ákæru að Nielsen hafi einnig dregið sér fé á árunum 1993 til 2002, þá með öðrum aðferðum. Að auki er hún ákærð fyrir skjalafals og embættisbrot. Handtekin í Suður-Afríku Nielsen, auk þriggja uppkominna barna sinna og tengdasonar eru ákærð í málinu. Hafi börnin og tengdabarn þegið háar fjárhæðir frá Nielsen, sem þau hefðu mátt vita að væru illa fengnar. Nielsen var handtekin í íbúð Jóhannesarborgar í Suður-Afríku fyrir hálfu öðru ári og voru fulltrúar dönsku efnahagsbrotalögreglunnar viðstaddir handtökuna. Hún var svo framseld til Danmerkur. Vitað er að Britta og börn hennar hafi meðal annars nýtt féð í að fjárfesta í dýrum hrossum, bílum og skartgripum.
Danmörk Fjársvik Brittu Nielsen Tengdar fréttir Britta Nielsen mun ekki bera vitni Danski fjársvikarinn Britta Nielsen er ákærð fyrir að hafa dregið sér á annað hundrað milljónir danskra króna frá danska ríkinu þegar hún starfaði hjá Félagsmálastofnun Danmerkur. 5. nóvember 2019 12:22 Britta Nielsen segist hafa fallið í freistni Danski fjársvikarinn Britta Nielsen var í vitnastúkunni í dómsal í Kaupmannahöfn í morgun. 11. nóvember 2019 10:42 Britta Nielsen játar að stærstum hluta sök Réttarhöld hófust í máli fjársvikarans Brittu Nielsen í morgun. 24. október 2019 12:13 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira
Britta Nielsen mun ekki bera vitni Danski fjársvikarinn Britta Nielsen er ákærð fyrir að hafa dregið sér á annað hundrað milljónir danskra króna frá danska ríkinu þegar hún starfaði hjá Félagsmálastofnun Danmerkur. 5. nóvember 2019 12:22
Britta Nielsen segist hafa fallið í freistni Danski fjársvikarinn Britta Nielsen var í vitnastúkunni í dómsal í Kaupmannahöfn í morgun. 11. nóvember 2019 10:42
Britta Nielsen játar að stærstum hluta sök Réttarhöld hófust í máli fjársvikarans Brittu Nielsen í morgun. 24. október 2019 12:13