Valdís Steinarsdóttir hlýtur Formex Nova verðlaunin 2020 Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. ágúst 2020 14:49 Til hægri má sjá hluta af sýningunni Just bones, sem Valdís Steinarsdóttir sýndi á HönnunarMars í ár. Valdís Steinarsdóttir vöruhönnuður hlýtur sænsku hönnunarverðlaunin Formex Nova í ár. Þetta var tilkynnt í dag en Valdís tekur rafrænt formlega við verðlaununum í kvöld. Verðlaunin hlýtur hún fyrir verkefni sín Bioplastic Skin og Just Bones. „Það er erfitt að koma því í orð hvað þetta er mikill heiður og hvatning. Ómetanlegt að fá svona viðurkenningu,“ segir Valdís í samtali við Vísi. „Það verður athöfn í kvöld í Svíþjóð sem ég mun vera viðstödd í gegnum netið. Verður spennandi að sjá hvernig hún fer fram.“ Valdís var með tvær sýningar á HönnunarMars í sumar. Hún sýndi Just Bones á sýningunni ASRM U ready? í Hafnarhúsinu á HönnunarMars, sem vakti verðskuldaða athygli. Auk þess hannaði hún verkið Torg í speglun ásamt Arnari Inga Viðarssyni en verkið er staðsett á Lækjartorgi og hefur verið áberandi á Instagram myndum Íslendinga í sumar. Hönnuðurnir Arnar Ingi Viðarsson og Steinunn Valdísardóttir við verkið sitt í dag.Vísir/Vilhelm „Covid hefur sett stórt strik í reikninginn með flest öll mín plön sem ég hafði. En ég mun gera það besta úr stöðunni og finna lausnir til að láta þær tafir og breytingar vinna með mér,“ svarar hönnuðurinn aðspurð um það sem fram undan er. Formex Nova verðlaunin voru fyrst afhent fyrir fimm árum síðan í tengslum við Formex hönnunarsýninguna í Stokkhólmi og hefur það að markmiði að kynna og efla norræna hönnun. Í tilkynningu frá Miðstöð hönnunar- og arkitektúr kemur fram að dómnefndin hrósar Valdísi sérstaklega fyrir metnað til að hanna einstakar lausnir á samfélags- og umhverfislegum vandamálum í opnu samtali við áhorfendur. Í umsögn dómnefndar Formex Nova segir „Hönnun sem einblínir á tilraunakennd efni og að finna einstakar lausnir að samfélagslegum og umhverfislegum vandamálum. Gegnum verkefni sín leitar Valdís að opnu samtali við áhorfendur um samfélagslegar breytingar í gegnum hönnun.“ Valdís vakti athygli á Hönnunarmars 2019 fyrir Bioplastic Skin, umbúðarplast fyrir kjötvörur gert úr dýrahúðum.Valdís Steinarsdóttir Hægt er að kynna sér verk Valdísar betur á vefsíðu vöruhönnuðarins. Tíska og hönnun HönnunarMars Tengdar fréttir Fjölskylduvænn HönnunarMars: Búningar, tónlistarhringur og ilmsturta Í dag er síðasti dagur HönnunarMars og margir borgarbúar munu flakka á milli sýningarstaða. Sýningar hönnuðanna eru fjölbreyttar og allir ættu að geta fundið sér eitthvað við hæfi. Það eru samt nokkrar sýningar sem henta einstaklega vel fyrir alla fjölskylduna. 28. júní 2020 11:40 Afhjúpa sex metra speglahlið á milli Bankastrætis og Austurstrætis Í dag verður hönnunarverkið Torg í spegli afhjúpað á Lækjartorgi. Hönnuðir verksins eru Arnar Ingi Viðarsson og Valdís Steinarsdóttir og er það hluti af HönnunarMars 2020. Torg í Speglun er hönnunarverk sem þjónar hlutverki almenns áningarstaðar og sem innsetningarverk sem brýtur upp sjónlínur áhorfendans. 24. júní 2020 14:00 Valdís Steinarsdóttir tilnefnd til Formex Nova verðlaunanna Vöruhönnuðurinn Valdís Steinarsdóttir hefur hlotið tilnefningu til sænsku hönnunarverðlaunanna Formex Nova 2020. 17. janúar 2020 10:12 Mest lesið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið D'Angelo er látinn Lífið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Lífið Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Lífið Fleiri fréttir Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Sjá meira
Valdís Steinarsdóttir vöruhönnuður hlýtur sænsku hönnunarverðlaunin Formex Nova í ár. Þetta var tilkynnt í dag en Valdís tekur rafrænt formlega við verðlaununum í kvöld. Verðlaunin hlýtur hún fyrir verkefni sín Bioplastic Skin og Just Bones. „Það er erfitt að koma því í orð hvað þetta er mikill heiður og hvatning. Ómetanlegt að fá svona viðurkenningu,“ segir Valdís í samtali við Vísi. „Það verður athöfn í kvöld í Svíþjóð sem ég mun vera viðstödd í gegnum netið. Verður spennandi að sjá hvernig hún fer fram.“ Valdís var með tvær sýningar á HönnunarMars í sumar. Hún sýndi Just Bones á sýningunni ASRM U ready? í Hafnarhúsinu á HönnunarMars, sem vakti verðskuldaða athygli. Auk þess hannaði hún verkið Torg í speglun ásamt Arnari Inga Viðarssyni en verkið er staðsett á Lækjartorgi og hefur verið áberandi á Instagram myndum Íslendinga í sumar. Hönnuðurnir Arnar Ingi Viðarsson og Steinunn Valdísardóttir við verkið sitt í dag.Vísir/Vilhelm „Covid hefur sett stórt strik í reikninginn með flest öll mín plön sem ég hafði. En ég mun gera það besta úr stöðunni og finna lausnir til að láta þær tafir og breytingar vinna með mér,“ svarar hönnuðurinn aðspurð um það sem fram undan er. Formex Nova verðlaunin voru fyrst afhent fyrir fimm árum síðan í tengslum við Formex hönnunarsýninguna í Stokkhólmi og hefur það að markmiði að kynna og efla norræna hönnun. Í tilkynningu frá Miðstöð hönnunar- og arkitektúr kemur fram að dómnefndin hrósar Valdísi sérstaklega fyrir metnað til að hanna einstakar lausnir á samfélags- og umhverfislegum vandamálum í opnu samtali við áhorfendur. Í umsögn dómnefndar Formex Nova segir „Hönnun sem einblínir á tilraunakennd efni og að finna einstakar lausnir að samfélagslegum og umhverfislegum vandamálum. Gegnum verkefni sín leitar Valdís að opnu samtali við áhorfendur um samfélagslegar breytingar í gegnum hönnun.“ Valdís vakti athygli á Hönnunarmars 2019 fyrir Bioplastic Skin, umbúðarplast fyrir kjötvörur gert úr dýrahúðum.Valdís Steinarsdóttir Hægt er að kynna sér verk Valdísar betur á vefsíðu vöruhönnuðarins.
Tíska og hönnun HönnunarMars Tengdar fréttir Fjölskylduvænn HönnunarMars: Búningar, tónlistarhringur og ilmsturta Í dag er síðasti dagur HönnunarMars og margir borgarbúar munu flakka á milli sýningarstaða. Sýningar hönnuðanna eru fjölbreyttar og allir ættu að geta fundið sér eitthvað við hæfi. Það eru samt nokkrar sýningar sem henta einstaklega vel fyrir alla fjölskylduna. 28. júní 2020 11:40 Afhjúpa sex metra speglahlið á milli Bankastrætis og Austurstrætis Í dag verður hönnunarverkið Torg í spegli afhjúpað á Lækjartorgi. Hönnuðir verksins eru Arnar Ingi Viðarsson og Valdís Steinarsdóttir og er það hluti af HönnunarMars 2020. Torg í Speglun er hönnunarverk sem þjónar hlutverki almenns áningarstaðar og sem innsetningarverk sem brýtur upp sjónlínur áhorfendans. 24. júní 2020 14:00 Valdís Steinarsdóttir tilnefnd til Formex Nova verðlaunanna Vöruhönnuðurinn Valdís Steinarsdóttir hefur hlotið tilnefningu til sænsku hönnunarverðlaunanna Formex Nova 2020. 17. janúar 2020 10:12 Mest lesið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið D'Angelo er látinn Lífið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Lífið Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Lífið Fleiri fréttir Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Sjá meira
Fjölskylduvænn HönnunarMars: Búningar, tónlistarhringur og ilmsturta Í dag er síðasti dagur HönnunarMars og margir borgarbúar munu flakka á milli sýningarstaða. Sýningar hönnuðanna eru fjölbreyttar og allir ættu að geta fundið sér eitthvað við hæfi. Það eru samt nokkrar sýningar sem henta einstaklega vel fyrir alla fjölskylduna. 28. júní 2020 11:40
Afhjúpa sex metra speglahlið á milli Bankastrætis og Austurstrætis Í dag verður hönnunarverkið Torg í spegli afhjúpað á Lækjartorgi. Hönnuðir verksins eru Arnar Ingi Viðarsson og Valdís Steinarsdóttir og er það hluti af HönnunarMars 2020. Torg í Speglun er hönnunarverk sem þjónar hlutverki almenns áningarstaðar og sem innsetningarverk sem brýtur upp sjónlínur áhorfendans. 24. júní 2020 14:00
Valdís Steinarsdóttir tilnefnd til Formex Nova verðlaunanna Vöruhönnuðurinn Valdís Steinarsdóttir hefur hlotið tilnefningu til sænsku hönnunarverðlaunanna Formex Nova 2020. 17. janúar 2020 10:12