David Roback, annar stofnenda bandarísku rokksveitarinnar Mazzy Star, er látinn, 61 árs að aldri.
Roback samdi og útsetti öll lög sveitarinnar í félagi við Hope Sandoval, þar á meðal vinsælustu lög sveitarinnar Fade Into You, Flowers In December og Into Dust.
Áður en Roback og Sandoval stofnuðu sveitina var hann mjög virkur í tónlistarsenu Los Angeles borgar þar sem hann spilaði með sveitunum Rain Parade og Opal.
Mazzy Star gaf út þrjár plötur á tíunda áratugnum og átti sér tryggan aðdáendahóp, þó að sveitin hafi ekki mikið komið fram á tónleikum í samanburði við margar aðrar sveitir.
Lagið Fade Into You af plötunni So Tonight That I Might See naut mestra vinsælda af lögum Mazzy Star, en lagið var sérstaklega til umræðu eftir útgáfu nýjustu plötu söngkonunnar Taylor Swift, en titillag hennar, Lover, þykir svipa mjög til lagsins.