Fimm myrtir í höfuðstöðvum Molson Coors Samúel Karl Ólason skrifar 26. febrúar 2020 23:22 Árásin er ein þeirra verstu í Wisconsin. AP/Morry Gash Fimm eru látnir eftir að maður hóf skothríð í höfuðstöðvum bruggfyrirtækisins Molson Coors í Milwaukee í Bandaríkjunum í kvöld. Auk þeirra fimm sem voru skotnir til bana mun árásarmaðurinn hafa svipt sig lífi. Lögreglan í Milwaukee hefur þó ekki staðfest fjölda látinna. Milwaukee Journal Sentinel segir árásina eina þá verstu í sögu Wisconsin. Árásin hófst rúmlega tvö, að staðartíma, en lögreglan fékk tilkynningu um skotárás klukkan 14:11. Nokkrum mínútum síðar fengu starfsmenn fyrirtækisins tölvupóst um að árásarmaður væri á kreiki. Það var ekki fyrr en 16:45 að lögreglan tilkynnti að hættan væri yfirstaðin. Blaðamenn MJS virðast hafa hlustað á samskipti viðbragðsaðila á meðan árásin átti sér stað. Þar heyrðu þeir hver margir væru látnir og að árásarmaðurinn væri dáinn. Síðastliðin tuttugu ár munu minnst sex fjöldamorð hafa átt sér stað í Wisconsin. Það versta átti sér stað árið 2005 þegar sjö dóu og fjórir voru særðir í skotárás í kirkju. Árásarmaðurinn svipti sig svo lífi. Árið 2007 áttu tvær árásir sér stað með nokkurra mánaða millibili. Sex dóu þegar maður skaut tvo syni sína, eiginkonu, mágkonu, vin sinn og sig. Þá dóu einnig sex þegar lögregluþjónn gekk berserksgang í íbúð fyrrverandi kærustu sinnar og skaut fólk. Þá skaut maður sex til bana í bænahúsi í ríkinu árið 2012. Samkvæmt fyrstu upplýsingum um árásina skaut árásarmaðurinn sex til bana. Síðar kom í ljós að það reyndist ekki rétt, fimm létust í árásinni auk árásarmannsins. Fréttin hefur verið uppfærð í samræmi við það. BREAKING: Milwaukee Mayor Tom Barrett on "horrific" shooting: "There are multiple fatalities." https://t.co/YViTeiYeSL pic.twitter.com/e8Tb7Jeoga— ABC News (@ABC) February 26, 2020 Update regarding the critical incident that occurred on the 4100 block of West State Street. There is no active threat; however, this scene is still an active.A press conference will be held at approximately 6pm at the south east corner of 35th and State St.— Milwaukee Police (@MilwaukeePolice) February 26, 2020 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira
Fimm eru látnir eftir að maður hóf skothríð í höfuðstöðvum bruggfyrirtækisins Molson Coors í Milwaukee í Bandaríkjunum í kvöld. Auk þeirra fimm sem voru skotnir til bana mun árásarmaðurinn hafa svipt sig lífi. Lögreglan í Milwaukee hefur þó ekki staðfest fjölda látinna. Milwaukee Journal Sentinel segir árásina eina þá verstu í sögu Wisconsin. Árásin hófst rúmlega tvö, að staðartíma, en lögreglan fékk tilkynningu um skotárás klukkan 14:11. Nokkrum mínútum síðar fengu starfsmenn fyrirtækisins tölvupóst um að árásarmaður væri á kreiki. Það var ekki fyrr en 16:45 að lögreglan tilkynnti að hættan væri yfirstaðin. Blaðamenn MJS virðast hafa hlustað á samskipti viðbragðsaðila á meðan árásin átti sér stað. Þar heyrðu þeir hver margir væru látnir og að árásarmaðurinn væri dáinn. Síðastliðin tuttugu ár munu minnst sex fjöldamorð hafa átt sér stað í Wisconsin. Það versta átti sér stað árið 2005 þegar sjö dóu og fjórir voru særðir í skotárás í kirkju. Árásarmaðurinn svipti sig svo lífi. Árið 2007 áttu tvær árásir sér stað með nokkurra mánaða millibili. Sex dóu þegar maður skaut tvo syni sína, eiginkonu, mágkonu, vin sinn og sig. Þá dóu einnig sex þegar lögregluþjónn gekk berserksgang í íbúð fyrrverandi kærustu sinnar og skaut fólk. Þá skaut maður sex til bana í bænahúsi í ríkinu árið 2012. Samkvæmt fyrstu upplýsingum um árásina skaut árásarmaðurinn sex til bana. Síðar kom í ljós að það reyndist ekki rétt, fimm létust í árásinni auk árásarmannsins. Fréttin hefur verið uppfærð í samræmi við það. BREAKING: Milwaukee Mayor Tom Barrett on "horrific" shooting: "There are multiple fatalities." https://t.co/YViTeiYeSL pic.twitter.com/e8Tb7Jeoga— ABC News (@ABC) February 26, 2020 Update regarding the critical incident that occurred on the 4100 block of West State Street. There is no active threat; however, this scene is still an active.A press conference will be held at approximately 6pm at the south east corner of 35th and State St.— Milwaukee Police (@MilwaukeePolice) February 26, 2020
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira