„Við skiljum varla við hvern við erum að semja“ Lillý Valgerður Pétursdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 26. febrúar 2020 20:30 Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Vísir/Vilhelm Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, furðaði sig á því sem fram kom á fundi í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar í dag. Samninganefnd Eflingar hafi verið furðulostin þegar þau yfirgáfu fundinn. „Við skiljum ekki hver er í brúnni. Við skiljum varla við hvern við erum að semja. Við skiljum ekki vinnubrögðin. Við skiljum ekki skilaboðin. Við skiljum ekki hvers vegna verið er að afvegaleiða almenning, fjölmiðla, umræðuna, okkur félagsmenn í Eflingu með gylliboðum í fjölmiðlum sem að borgarstjóri stígur fram með þegar honum virðist henta,“ sagði Viðar. Hann sagði það sem kynnt var á fundinum ekki vera í nokkru samræmi við það sem Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri sagði í Kastljósi í síðustu viku. „Það sem verra er, hér fengum við ekki einu sinni efnisleg viðbrögð við yfirlýsingu sem hefur legið fyrir frá okkur síðan á mánudaginn síðastliðinn.“ Ekki er búið að boða til nýs fundar og ótímabundið verkfall Eflingar mun halda áfram. Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar borgarinnar, segir borgina alltaf hafa lagt áherslu á að hækka lægstu laun og útfærslan sem hafi verið kynnt fyrir alllöngu síðan sé áfram á borðinu. „Það er bara mikilvægt að við höfum verið að nýta þennan dag til að ræða ýmsar útfærslur og leitt að við náðum ekki að halda þeim viðræðum áfram,“ sagði Harpa. Hún sagði leitt að segja frá því en svo virðist sem enn beri mikið í milli ennþá. Í yfirlýsingu í kjölfar fundsins slær Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, á svipaða strengi og Viðar og segir saminganefnd borgarinnar og borgarstjóra tala í kross. „Okkur er einfaldlega ekki ljóst við hvern við erum að semja og hver hefur raunverulegt umboð til að leysa málið af hálfu borgarinnar. Borgarstjóri lofar öllu fögru í fjölmiðlum, en það sem gerist í samningaherberginu er í engu samræmi við það,“ sagði Sólveig í yfirlýsingunni. Þar gagnrýnir samninganefnd Eflingar „ringulreið, seinagang og ósamkvæmni í vinnubrögðum borgarinnar“ og segir þau í engu samræmi við alvarleika kjaradeilunnar. „Að mati samninganefndarinnar skynjar Reykjavíkurborg ekki hve mikið er í húfi að vinna hratt og örugglega að lausn deilunnar.“ Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Meirihlutastuðningur við verkföll Eflingar Skoðanakönnun sem stéttarfélagið Efling lét gera fyrir sig bendir til þess að almennur stuðningur sé við verkfallsaðgerðir þess. 26. febrúar 2020 14:14 Vilja vita hvort borginni sé alvara með „Kastljóstilboð Dags B. Eggertssonar“ Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að trúverðugleiki borgarinnar sé í húfi. 26. febrúar 2020 13:18 Félagsmenn Eflingar orðnir þreyttir á verkfalli Þreyta er á meðal félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Ótímabundið verkfall þeirra hefur nú staðið í tíu daga. Félagsmenn vilja að gengið verði til samninga svo þeir geti mætt til vinnu aftur, verkfallið sé farið að hafa áhrif á fjárhag heimilla þeirra. 26. febrúar 2020 18:30 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, furðaði sig á því sem fram kom á fundi í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar í dag. Samninganefnd Eflingar hafi verið furðulostin þegar þau yfirgáfu fundinn. „Við skiljum ekki hver er í brúnni. Við skiljum varla við hvern við erum að semja. Við skiljum ekki vinnubrögðin. Við skiljum ekki skilaboðin. Við skiljum ekki hvers vegna verið er að afvegaleiða almenning, fjölmiðla, umræðuna, okkur félagsmenn í Eflingu með gylliboðum í fjölmiðlum sem að borgarstjóri stígur fram með þegar honum virðist henta,“ sagði Viðar. Hann sagði það sem kynnt var á fundinum ekki vera í nokkru samræmi við það sem Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri sagði í Kastljósi í síðustu viku. „Það sem verra er, hér fengum við ekki einu sinni efnisleg viðbrögð við yfirlýsingu sem hefur legið fyrir frá okkur síðan á mánudaginn síðastliðinn.“ Ekki er búið að boða til nýs fundar og ótímabundið verkfall Eflingar mun halda áfram. Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar borgarinnar, segir borgina alltaf hafa lagt áherslu á að hækka lægstu laun og útfærslan sem hafi verið kynnt fyrir alllöngu síðan sé áfram á borðinu. „Það er bara mikilvægt að við höfum verið að nýta þennan dag til að ræða ýmsar útfærslur og leitt að við náðum ekki að halda þeim viðræðum áfram,“ sagði Harpa. Hún sagði leitt að segja frá því en svo virðist sem enn beri mikið í milli ennþá. Í yfirlýsingu í kjölfar fundsins slær Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, á svipaða strengi og Viðar og segir saminganefnd borgarinnar og borgarstjóra tala í kross. „Okkur er einfaldlega ekki ljóst við hvern við erum að semja og hver hefur raunverulegt umboð til að leysa málið af hálfu borgarinnar. Borgarstjóri lofar öllu fögru í fjölmiðlum, en það sem gerist í samningaherberginu er í engu samræmi við það,“ sagði Sólveig í yfirlýsingunni. Þar gagnrýnir samninganefnd Eflingar „ringulreið, seinagang og ósamkvæmni í vinnubrögðum borgarinnar“ og segir þau í engu samræmi við alvarleika kjaradeilunnar. „Að mati samninganefndarinnar skynjar Reykjavíkurborg ekki hve mikið er í húfi að vinna hratt og örugglega að lausn deilunnar.“
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Meirihlutastuðningur við verkföll Eflingar Skoðanakönnun sem stéttarfélagið Efling lét gera fyrir sig bendir til þess að almennur stuðningur sé við verkfallsaðgerðir þess. 26. febrúar 2020 14:14 Vilja vita hvort borginni sé alvara með „Kastljóstilboð Dags B. Eggertssonar“ Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að trúverðugleiki borgarinnar sé í húfi. 26. febrúar 2020 13:18 Félagsmenn Eflingar orðnir þreyttir á verkfalli Þreyta er á meðal félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Ótímabundið verkfall þeirra hefur nú staðið í tíu daga. Félagsmenn vilja að gengið verði til samninga svo þeir geti mætt til vinnu aftur, verkfallið sé farið að hafa áhrif á fjárhag heimilla þeirra. 26. febrúar 2020 18:30 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
Meirihlutastuðningur við verkföll Eflingar Skoðanakönnun sem stéttarfélagið Efling lét gera fyrir sig bendir til þess að almennur stuðningur sé við verkfallsaðgerðir þess. 26. febrúar 2020 14:14
Vilja vita hvort borginni sé alvara með „Kastljóstilboð Dags B. Eggertssonar“ Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að trúverðugleiki borgarinnar sé í húfi. 26. febrúar 2020 13:18
Félagsmenn Eflingar orðnir þreyttir á verkfalli Þreyta er á meðal félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Ótímabundið verkfall þeirra hefur nú staðið í tíu daga. Félagsmenn vilja að gengið verði til samninga svo þeir geti mætt til vinnu aftur, verkfallið sé farið að hafa áhrif á fjárhag heimilla þeirra. 26. febrúar 2020 18:30