Lífið

Íslendingar kveðja Ragga Bjarna

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stórsöngvarinn Raggi Bjarna byrjaði söngferil sinn fyrir sjötíu árum þegar hann var fimmtán ára gamall.
Stórsöngvarinn Raggi Bjarna byrjaði söngferil sinn fyrir sjötíu árum þegar hann var fimmtán ára gamall. Skjáskot/Stöð 2

Ragnar Bjarnason söngvari er látinn 85 ára að aldri. Ragnar var einn dáðasti söngvari okkar Íslendinga og snertu tíðindin Íslendinga í hjartastað.

Raggi Bjarna lætur eftir sig eiginkonu sína Helle Birthe Bjarnason. Börn Ragnars eru Bjarni Ómar Ragnarsson, Kristjana Ragnarsdóttir og Henry Lárus Ragnarsson.

Íslendingar minnast Ragnars á samfélagsmiðlum í dag og votta fjölskyldu og vinum hans samúð sína.

„Goðsögn hefur kvatt. Hvíl í friði elsku Raggi Bjarna, frumkvöðull og fyrirmynd.  Takk fyrir samveruna, leiðsögnina, húmorinn, sönglögin og faðmlögin. Þinn, Palli,“ skrifar Páll Óskar Hjálmtýsson á Facebook.

 

Katrín Halldóra Sigurðardóttir, söngkona og leikkona sem fór með titilhlutverk í söngleiknum Ellý, minnist sömuleiðis Ragga á Facebook-síðu sinni. „Takk fyrir allt, sönginn, sögurnar og hláturinn og góða ferð áfram,“ segir Katrín Halldóra, en Raggi var fastagestur á sýningunum sem töldu á þriðja hundrað í Borgarleikhúsinu.

„Þannig týnist tíminn, sungu Raggi Bjarna og Lay Low fyrir okkur og minntu okkur á að leyfa okkur að elska. Senda ástarbréfin sem við skrifum og leyfa þeim ekki að gulna. Það eiga nefnilega allar kynslóðir sína útgáfu af Ragga Bjarna, hvort sem hann söng um vorkvöld í Reykjavík eða tímann sem getur týnst. Ragnar er nú látinn og hans verður sárt saknað, bæði úr íslensku tónlistarlífi og íslensku samfélagi, þó að tónlistin og röddin muni lifa. Fyrir það erum við þakklát,“ skrifar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á Facebook og heldur áfram.

„Við spjölluðum alltaf saman þegar við rákumst hvort á annað á förnum vegi. Sérstaklega er mér minnisstætt þegar við hittumst fyrir mörgum árum í bókabúðinni Úlfarsfelli sem þá var við Hagamel. Einn sona minna var með í för, þá á leikskólaaldri, og lét rækilega í sér heyra, og Ragnar tók þá utan um mig, einstaklega hlýlega, og gaf mér góð ráð um barnauppeldi og pólitík (sem stundum eiga sitthvað sameiginlegt). Blessuð sé minning Ragga Bjarna.“

Logi Pedro er þakklátur fyrir Ragga. 

Sjónvarpsmaðurinn Gísli Marteinn Baldursson kynntist Ragga fyrir tuttugu árum. 

Sá svalasti. 

Ungur í sextíu ár. 

Guðmundur Jörundsson kveður goðsögn. 

Salka Sól segir fallega sögu af því þegar vinátta þeirra tveggja hófst. 

Tónlistarmaðurinn Guðmundur Óskar hefur starfað mikið með Ragga síðustu tvö ár. 

Söngkonan Þórunn Erna Clausen þakkar Ragga fyrir tónlist hans. 

Útvarpsmaðurinn Ólafur Páll minnist Ragga sem brosandi og hlæjandi. 

Annar útvarpsmaður skrifar falleg orð um Ragnar. 

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra skrifar fallegan texta til minningar um Ragga Bjarna. 

„Blessuð sé minning Ragnars Bjarnasonar. Það var mér sannur heiður að fá að kynnast honum. Það var einstakt að fá tækifæri til að sitja í sófanum hjá honum fyrir nokkrum vikum og hlusta á sögur frá því í gamla daga.

Saga Ragnars er stór hluti af íslenskri menningarsögu. Hann var einn ástsælasti dægurlagasöngvari þjóðarinnar og skilur eftir sig óteljandi perlur sem munu fylgja þjóðinni um ókomin ár. Ég votta eiginkonu Ragnars, Helle Birthe Bjarnason, og fjölskyldu mína dýpstu samúð. Minning um fallegan dreng lifir.“

Hér að neðan má síðan sjá fleiri Íslendinga tjá sig um fráfall Ragnars. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.