Dauðsföllum vegna kórónuveirunnar fjölgar í Íran Kjartan Kjartansson skrifar 26. febrúar 2020 12:37 Almenningsvagnar voru sótthreinsaðir vegna kórónuveirunnar í Teheran í morgun. AP/Ebrahim Noroozi Nítján eru nú látnir af völdum nýs afbrigðis kórónuveirunnar í Íran af 139 staðfestum tilfellum. Hassan Rouhani, forseti, segist engu að síður engin áform hafa um að setja borgir í sóttkví til að hefta frekari útbreiðslu veirunnar. Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar telur veiruna ekki orðna að heimsfaraldri enn sem komið er. Fleiri en áttatíu þúsund manns hafa smitast af kórónuveirunnar í heiminum. Hún skaut fyrst upp kollinum í kínversku borginni Wuhan í desember. Langflestir þeirra rúmlega 2.700 sem hafa látist af völdum veirunnar hafa verið í Kína en næstflest dauðsföllin eru í Íran þar sem veiran hefur breiðst hratt út undanfarna daga. Rouhani segir að það gæti tekið allt að þrjár vikur að ná tökum á veirunni þar. Stjórnvöld hafa hvatt landsmenn til þess að hætta við ónauðsynleg ferðalög, sérstaklega til Gilan- og Qom-héraðs þar sem ástandið er verst. AP-fréttastofan segir að sérfræðingar óttist að stjórnvöld í Teheran reyni að fela raunverulega útbreiðslu veirunnar í ljósi þess hversu hratt hún hefur breiðst um Persaflóa að undanförnu. Þannig hafi opinberar tölur sagt að engin staðfest tilfelli hafi komið upp í borginni Mashhad þrátt fyrir að fjöldi tilfella í Kúvaít hafi verið rakinn þangað. Þingmaður frá Qom fullyrti að allt að fimmtíu hefðu látið lífi af völdum veirunnar en yfirvöld hafna því. Fleiri greindust utan Kína en innan í fyrsta skipti Smitum hefur einnig fjölgað mikið í Suður-Kóreu og á norðanverðri Ítalíu. Tilkynnt var um fleiri ný smit utan Kína en innan þess í gær í fyrsta skipti frá því að veiran greindist fyrst, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Tedros Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), segir fjölgunina mikið áhyggjuefni en að hann telji enn að hægt verði að hefta útbreiðslu veirunnar. Hún sé ekki orðin að heimsfaraldri sem sakir standa. WHO lýsti yfir alþjóðlegu lýðheilsuneyðarástandi vegna veirunnar í lok janúar. „Við ættum ekki að vera of áfjáð í að lýsa yfir heimsfaraldri án þess að gæta að okkur og greina staðreyndirnar með skýrum huga,“ segir Tedros. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íran Tengdar fréttir Fleiri Íslendingar gætu þurft að fara í sóttkví á næstunni Fleiri Íslendingar þurfa mögulega að fara í sóttkví vegna kórónuveirunnar á næstunni. Veiran hefur breiðst hratt út síðustu daga og telur sérfræðingur í smitsjúkdómum frekar líklegt að kórónuveiran komi til með að greinast hér á landi. 26. febrúar 2020 11:32 Yfir 1.100 smitaðir af kórónuveiru í Suður-Kóreu Alls eru tilfellin í landinu orðin rúmlega 1100. 26. febrúar 2020 06:45 Tveir til viðbótar smitaðir á hótelinu á Tenerife Tvö kórónuveirusmit til viðbótar hafa verið staðfest meðal gesta á Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife. 26. febrúar 2020 08:30 Smituðum fjölgar í Evrópu og víðar Verið er að grípa til umfangsmikilla aðgerða vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, víða um heim því á sama tíma og dregið hefur úr fjölgun smitaðra í Kína, fjölgar smituðum hratt annarsstaðar í heiminum. 25. febrúar 2020 21:30 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Nítján eru nú látnir af völdum nýs afbrigðis kórónuveirunnar í Íran af 139 staðfestum tilfellum. Hassan Rouhani, forseti, segist engu að síður engin áform hafa um að setja borgir í sóttkví til að hefta frekari útbreiðslu veirunnar. Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar telur veiruna ekki orðna að heimsfaraldri enn sem komið er. Fleiri en áttatíu þúsund manns hafa smitast af kórónuveirunnar í heiminum. Hún skaut fyrst upp kollinum í kínversku borginni Wuhan í desember. Langflestir þeirra rúmlega 2.700 sem hafa látist af völdum veirunnar hafa verið í Kína en næstflest dauðsföllin eru í Íran þar sem veiran hefur breiðst hratt út undanfarna daga. Rouhani segir að það gæti tekið allt að þrjár vikur að ná tökum á veirunni þar. Stjórnvöld hafa hvatt landsmenn til þess að hætta við ónauðsynleg ferðalög, sérstaklega til Gilan- og Qom-héraðs þar sem ástandið er verst. AP-fréttastofan segir að sérfræðingar óttist að stjórnvöld í Teheran reyni að fela raunverulega útbreiðslu veirunnar í ljósi þess hversu hratt hún hefur breiðst um Persaflóa að undanförnu. Þannig hafi opinberar tölur sagt að engin staðfest tilfelli hafi komið upp í borginni Mashhad þrátt fyrir að fjöldi tilfella í Kúvaít hafi verið rakinn þangað. Þingmaður frá Qom fullyrti að allt að fimmtíu hefðu látið lífi af völdum veirunnar en yfirvöld hafna því. Fleiri greindust utan Kína en innan í fyrsta skipti Smitum hefur einnig fjölgað mikið í Suður-Kóreu og á norðanverðri Ítalíu. Tilkynnt var um fleiri ný smit utan Kína en innan þess í gær í fyrsta skipti frá því að veiran greindist fyrst, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Tedros Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), segir fjölgunina mikið áhyggjuefni en að hann telji enn að hægt verði að hefta útbreiðslu veirunnar. Hún sé ekki orðin að heimsfaraldri sem sakir standa. WHO lýsti yfir alþjóðlegu lýðheilsuneyðarástandi vegna veirunnar í lok janúar. „Við ættum ekki að vera of áfjáð í að lýsa yfir heimsfaraldri án þess að gæta að okkur og greina staðreyndirnar með skýrum huga,“ segir Tedros.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íran Tengdar fréttir Fleiri Íslendingar gætu þurft að fara í sóttkví á næstunni Fleiri Íslendingar þurfa mögulega að fara í sóttkví vegna kórónuveirunnar á næstunni. Veiran hefur breiðst hratt út síðustu daga og telur sérfræðingur í smitsjúkdómum frekar líklegt að kórónuveiran komi til með að greinast hér á landi. 26. febrúar 2020 11:32 Yfir 1.100 smitaðir af kórónuveiru í Suður-Kóreu Alls eru tilfellin í landinu orðin rúmlega 1100. 26. febrúar 2020 06:45 Tveir til viðbótar smitaðir á hótelinu á Tenerife Tvö kórónuveirusmit til viðbótar hafa verið staðfest meðal gesta á Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife. 26. febrúar 2020 08:30 Smituðum fjölgar í Evrópu og víðar Verið er að grípa til umfangsmikilla aðgerða vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, víða um heim því á sama tíma og dregið hefur úr fjölgun smitaðra í Kína, fjölgar smituðum hratt annarsstaðar í heiminum. 25. febrúar 2020 21:30 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Fleiri Íslendingar gætu þurft að fara í sóttkví á næstunni Fleiri Íslendingar þurfa mögulega að fara í sóttkví vegna kórónuveirunnar á næstunni. Veiran hefur breiðst hratt út síðustu daga og telur sérfræðingur í smitsjúkdómum frekar líklegt að kórónuveiran komi til með að greinast hér á landi. 26. febrúar 2020 11:32
Yfir 1.100 smitaðir af kórónuveiru í Suður-Kóreu Alls eru tilfellin í landinu orðin rúmlega 1100. 26. febrúar 2020 06:45
Tveir til viðbótar smitaðir á hótelinu á Tenerife Tvö kórónuveirusmit til viðbótar hafa verið staðfest meðal gesta á Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife. 26. febrúar 2020 08:30
Smituðum fjölgar í Evrópu og víðar Verið er að grípa til umfangsmikilla aðgerða vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, víða um heim því á sama tíma og dregið hefur úr fjölgun smitaðra í Kína, fjölgar smituðum hratt annarsstaðar í heiminum. 25. febrúar 2020 21:30