Dauðsföllum vegna kórónuveirunnar fjölgar í Íran Kjartan Kjartansson skrifar 26. febrúar 2020 12:37 Almenningsvagnar voru sótthreinsaðir vegna kórónuveirunnar í Teheran í morgun. AP/Ebrahim Noroozi Nítján eru nú látnir af völdum nýs afbrigðis kórónuveirunnar í Íran af 139 staðfestum tilfellum. Hassan Rouhani, forseti, segist engu að síður engin áform hafa um að setja borgir í sóttkví til að hefta frekari útbreiðslu veirunnar. Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar telur veiruna ekki orðna að heimsfaraldri enn sem komið er. Fleiri en áttatíu þúsund manns hafa smitast af kórónuveirunnar í heiminum. Hún skaut fyrst upp kollinum í kínversku borginni Wuhan í desember. Langflestir þeirra rúmlega 2.700 sem hafa látist af völdum veirunnar hafa verið í Kína en næstflest dauðsföllin eru í Íran þar sem veiran hefur breiðst hratt út undanfarna daga. Rouhani segir að það gæti tekið allt að þrjár vikur að ná tökum á veirunni þar. Stjórnvöld hafa hvatt landsmenn til þess að hætta við ónauðsynleg ferðalög, sérstaklega til Gilan- og Qom-héraðs þar sem ástandið er verst. AP-fréttastofan segir að sérfræðingar óttist að stjórnvöld í Teheran reyni að fela raunverulega útbreiðslu veirunnar í ljósi þess hversu hratt hún hefur breiðst um Persaflóa að undanförnu. Þannig hafi opinberar tölur sagt að engin staðfest tilfelli hafi komið upp í borginni Mashhad þrátt fyrir að fjöldi tilfella í Kúvaít hafi verið rakinn þangað. Þingmaður frá Qom fullyrti að allt að fimmtíu hefðu látið lífi af völdum veirunnar en yfirvöld hafna því. Fleiri greindust utan Kína en innan í fyrsta skipti Smitum hefur einnig fjölgað mikið í Suður-Kóreu og á norðanverðri Ítalíu. Tilkynnt var um fleiri ný smit utan Kína en innan þess í gær í fyrsta skipti frá því að veiran greindist fyrst, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Tedros Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), segir fjölgunina mikið áhyggjuefni en að hann telji enn að hægt verði að hefta útbreiðslu veirunnar. Hún sé ekki orðin að heimsfaraldri sem sakir standa. WHO lýsti yfir alþjóðlegu lýðheilsuneyðarástandi vegna veirunnar í lok janúar. „Við ættum ekki að vera of áfjáð í að lýsa yfir heimsfaraldri án þess að gæta að okkur og greina staðreyndirnar með skýrum huga,“ segir Tedros. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íran Tengdar fréttir Fleiri Íslendingar gætu þurft að fara í sóttkví á næstunni Fleiri Íslendingar þurfa mögulega að fara í sóttkví vegna kórónuveirunnar á næstunni. Veiran hefur breiðst hratt út síðustu daga og telur sérfræðingur í smitsjúkdómum frekar líklegt að kórónuveiran komi til með að greinast hér á landi. 26. febrúar 2020 11:32 Yfir 1.100 smitaðir af kórónuveiru í Suður-Kóreu Alls eru tilfellin í landinu orðin rúmlega 1100. 26. febrúar 2020 06:45 Tveir til viðbótar smitaðir á hótelinu á Tenerife Tvö kórónuveirusmit til viðbótar hafa verið staðfest meðal gesta á Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife. 26. febrúar 2020 08:30 Smituðum fjölgar í Evrópu og víðar Verið er að grípa til umfangsmikilla aðgerða vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, víða um heim því á sama tíma og dregið hefur úr fjölgun smitaðra í Kína, fjölgar smituðum hratt annarsstaðar í heiminum. 25. febrúar 2020 21:30 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Sjá meira
Nítján eru nú látnir af völdum nýs afbrigðis kórónuveirunnar í Íran af 139 staðfestum tilfellum. Hassan Rouhani, forseti, segist engu að síður engin áform hafa um að setja borgir í sóttkví til að hefta frekari útbreiðslu veirunnar. Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar telur veiruna ekki orðna að heimsfaraldri enn sem komið er. Fleiri en áttatíu þúsund manns hafa smitast af kórónuveirunnar í heiminum. Hún skaut fyrst upp kollinum í kínversku borginni Wuhan í desember. Langflestir þeirra rúmlega 2.700 sem hafa látist af völdum veirunnar hafa verið í Kína en næstflest dauðsföllin eru í Íran þar sem veiran hefur breiðst hratt út undanfarna daga. Rouhani segir að það gæti tekið allt að þrjár vikur að ná tökum á veirunni þar. Stjórnvöld hafa hvatt landsmenn til þess að hætta við ónauðsynleg ferðalög, sérstaklega til Gilan- og Qom-héraðs þar sem ástandið er verst. AP-fréttastofan segir að sérfræðingar óttist að stjórnvöld í Teheran reyni að fela raunverulega útbreiðslu veirunnar í ljósi þess hversu hratt hún hefur breiðst um Persaflóa að undanförnu. Þannig hafi opinberar tölur sagt að engin staðfest tilfelli hafi komið upp í borginni Mashhad þrátt fyrir að fjöldi tilfella í Kúvaít hafi verið rakinn þangað. Þingmaður frá Qom fullyrti að allt að fimmtíu hefðu látið lífi af völdum veirunnar en yfirvöld hafna því. Fleiri greindust utan Kína en innan í fyrsta skipti Smitum hefur einnig fjölgað mikið í Suður-Kóreu og á norðanverðri Ítalíu. Tilkynnt var um fleiri ný smit utan Kína en innan þess í gær í fyrsta skipti frá því að veiran greindist fyrst, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Tedros Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), segir fjölgunina mikið áhyggjuefni en að hann telji enn að hægt verði að hefta útbreiðslu veirunnar. Hún sé ekki orðin að heimsfaraldri sem sakir standa. WHO lýsti yfir alþjóðlegu lýðheilsuneyðarástandi vegna veirunnar í lok janúar. „Við ættum ekki að vera of áfjáð í að lýsa yfir heimsfaraldri án þess að gæta að okkur og greina staðreyndirnar með skýrum huga,“ segir Tedros.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íran Tengdar fréttir Fleiri Íslendingar gætu þurft að fara í sóttkví á næstunni Fleiri Íslendingar þurfa mögulega að fara í sóttkví vegna kórónuveirunnar á næstunni. Veiran hefur breiðst hratt út síðustu daga og telur sérfræðingur í smitsjúkdómum frekar líklegt að kórónuveiran komi til með að greinast hér á landi. 26. febrúar 2020 11:32 Yfir 1.100 smitaðir af kórónuveiru í Suður-Kóreu Alls eru tilfellin í landinu orðin rúmlega 1100. 26. febrúar 2020 06:45 Tveir til viðbótar smitaðir á hótelinu á Tenerife Tvö kórónuveirusmit til viðbótar hafa verið staðfest meðal gesta á Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife. 26. febrúar 2020 08:30 Smituðum fjölgar í Evrópu og víðar Verið er að grípa til umfangsmikilla aðgerða vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, víða um heim því á sama tíma og dregið hefur úr fjölgun smitaðra í Kína, fjölgar smituðum hratt annarsstaðar í heiminum. 25. febrúar 2020 21:30 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Sjá meira
Fleiri Íslendingar gætu þurft að fara í sóttkví á næstunni Fleiri Íslendingar þurfa mögulega að fara í sóttkví vegna kórónuveirunnar á næstunni. Veiran hefur breiðst hratt út síðustu daga og telur sérfræðingur í smitsjúkdómum frekar líklegt að kórónuveiran komi til með að greinast hér á landi. 26. febrúar 2020 11:32
Yfir 1.100 smitaðir af kórónuveiru í Suður-Kóreu Alls eru tilfellin í landinu orðin rúmlega 1100. 26. febrúar 2020 06:45
Tveir til viðbótar smitaðir á hótelinu á Tenerife Tvö kórónuveirusmit til viðbótar hafa verið staðfest meðal gesta á Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife. 26. febrúar 2020 08:30
Smituðum fjölgar í Evrópu og víðar Verið er að grípa til umfangsmikilla aðgerða vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, víða um heim því á sama tíma og dregið hefur úr fjölgun smitaðra í Kína, fjölgar smituðum hratt annarsstaðar í heiminum. 25. febrúar 2020 21:30