Segir mál Elínar snúast um grundvallarréttindi Heimir Már Pétursson skrifar 25. febrúar 2020 19:15 Málflutningur fer fram eftir hálfan mánuð í Hæstarétti um kröfu fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Landsbankanum um að mál hennar verðið endurupptekið vegna óhæfi dómara. Mannréttindadómstóllinn dæmdi henni í vil í dag. Sigurjón Þ. Árnason, Elín Sigfúsdóttir og Steinþór Gunnarsson, allt yfirmenn hjá Landsbankanum, voru dæmd í níu mánaða til þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir umboðssvik í svo kölluðu Ímon máli í Hæstarétti í október 2015. Nú hefur Mannréttindadómstóll Evrópu komist að þeirri niðurstöðu að einn dómaranna í Hæstarétti hafi verið vanhæfur. Elín taldi þrjá dómara Hæstaréttar vanhæfa vegna hlutafjáreignar þeirra í viðskiptabönkunum fyrir hrun, en Mannréttindadómstóllinn taldi aðeins einn þeirra hafa verið það í máli hennar vegna 8,5 milljón króna hlutar í Landsbankanum. Helga Melkorka Óttarsdóttir lögmaður Elínar segir bæði stjórnarskrá og réttarfarslög taka á hæfi dómara hér á landi. En hinn 11. mars er málflutningur fyrir Hæstarétti í kröfu Elínar um endurupptöku málsins. „Og það eru ekki ósvipuð sjónarmið, eða eiginlega mjög svipuð sjónarmið, lögð til grundvallar í mannréttindasáttmálanum. Þannig að maður skyldi ætla að þetta yrði eitthvað svipuð niðurstaða í Hæstarétti,“ segir Helga Melkorka. Sigurjón og Elín voru sýknuð í Héraðsdómi en öll þrjú voru fundin sek um umboðssvik í Hæstarétti fyrir sölu á hlutabréfum í Landsbankanum til Ímon sem bankinn fjármagnaði að fullu. Mannréttindadómstóllinn dæmdi Elínu 1,7 milljónir í skaðabætur og tæpar 700 þúsund krónur vegna kostnað af málsókninni. Helga Melkorka segir málið fyrst og fremst snúast um réttlætissjónarmið. „Og ákveðin grundvallarréttindi sem hver sá sem sakaður er um eitthvert brot og þarf að sæta meðferð fyrir dómi á að njóta. Þannig að þetta er ákveðin staðfesting á því að þessara réttinda var ekki gætt gagnvart henni,“ segir lögmaður Elínar Sigfúsdóttur. Dómsmál Íslenskir bankar Tengdar fréttir Segir dóm MDE í máli Elínar ekki hafa komið á óvart Helga Melkorka Óttarsdóttir, lögmaður Elínar Sigfúsdóttur, segir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Elínar gegn íslenska ríkinu ekki hafa komið á óvart. 25. febrúar 2020 11:45 Elín hlaut ekki réttláta málsmeðferð vegna hlutafjáreignar hæstaréttardómara Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) dæmdi í morgun íslenska ríkið brotlegt við 1. málsgrein 6. greinar Mannréttindasáttmála Evrópu í máli Elínar Sigfúsdóttur. Hún var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans á árunum fyrir hrun. 25. febrúar 2020 09:45 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Erlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Málflutningur fer fram eftir hálfan mánuð í Hæstarétti um kröfu fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Landsbankanum um að mál hennar verðið endurupptekið vegna óhæfi dómara. Mannréttindadómstóllinn dæmdi henni í vil í dag. Sigurjón Þ. Árnason, Elín Sigfúsdóttir og Steinþór Gunnarsson, allt yfirmenn hjá Landsbankanum, voru dæmd í níu mánaða til þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir umboðssvik í svo kölluðu Ímon máli í Hæstarétti í október 2015. Nú hefur Mannréttindadómstóll Evrópu komist að þeirri niðurstöðu að einn dómaranna í Hæstarétti hafi verið vanhæfur. Elín taldi þrjá dómara Hæstaréttar vanhæfa vegna hlutafjáreignar þeirra í viðskiptabönkunum fyrir hrun, en Mannréttindadómstóllinn taldi aðeins einn þeirra hafa verið það í máli hennar vegna 8,5 milljón króna hlutar í Landsbankanum. Helga Melkorka Óttarsdóttir lögmaður Elínar segir bæði stjórnarskrá og réttarfarslög taka á hæfi dómara hér á landi. En hinn 11. mars er málflutningur fyrir Hæstarétti í kröfu Elínar um endurupptöku málsins. „Og það eru ekki ósvipuð sjónarmið, eða eiginlega mjög svipuð sjónarmið, lögð til grundvallar í mannréttindasáttmálanum. Þannig að maður skyldi ætla að þetta yrði eitthvað svipuð niðurstaða í Hæstarétti,“ segir Helga Melkorka. Sigurjón og Elín voru sýknuð í Héraðsdómi en öll þrjú voru fundin sek um umboðssvik í Hæstarétti fyrir sölu á hlutabréfum í Landsbankanum til Ímon sem bankinn fjármagnaði að fullu. Mannréttindadómstóllinn dæmdi Elínu 1,7 milljónir í skaðabætur og tæpar 700 þúsund krónur vegna kostnað af málsókninni. Helga Melkorka segir málið fyrst og fremst snúast um réttlætissjónarmið. „Og ákveðin grundvallarréttindi sem hver sá sem sakaður er um eitthvert brot og þarf að sæta meðferð fyrir dómi á að njóta. Þannig að þetta er ákveðin staðfesting á því að þessara réttinda var ekki gætt gagnvart henni,“ segir lögmaður Elínar Sigfúsdóttur.
Dómsmál Íslenskir bankar Tengdar fréttir Segir dóm MDE í máli Elínar ekki hafa komið á óvart Helga Melkorka Óttarsdóttir, lögmaður Elínar Sigfúsdóttur, segir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Elínar gegn íslenska ríkinu ekki hafa komið á óvart. 25. febrúar 2020 11:45 Elín hlaut ekki réttláta málsmeðferð vegna hlutafjáreignar hæstaréttardómara Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) dæmdi í morgun íslenska ríkið brotlegt við 1. málsgrein 6. greinar Mannréttindasáttmála Evrópu í máli Elínar Sigfúsdóttur. Hún var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans á árunum fyrir hrun. 25. febrúar 2020 09:45 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Erlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Segir dóm MDE í máli Elínar ekki hafa komið á óvart Helga Melkorka Óttarsdóttir, lögmaður Elínar Sigfúsdóttur, segir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Elínar gegn íslenska ríkinu ekki hafa komið á óvart. 25. febrúar 2020 11:45
Elín hlaut ekki réttláta málsmeðferð vegna hlutafjáreignar hæstaréttardómara Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) dæmdi í morgun íslenska ríkið brotlegt við 1. málsgrein 6. greinar Mannréttindasáttmála Evrópu í máli Elínar Sigfúsdóttur. Hún var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans á árunum fyrir hrun. 25. febrúar 2020 09:45