Daði og gagnamagnið talin sigurstranglegust Jakob Bjarnar skrifar 25. febrúar 2020 12:54 Daði Freyr hlýtur að teljast afar sigurstranglegur í Söngvakeppninni sem fram fer um næstu helgi. RÚV Daði og þau í Gagnamagninu teljast líklegust til að hafa sigur í Söngvakeppninni sem haldin verður um næstu helgi. Betsson hefur sett upp veðmálssíðu fyrir Söngvakeppnina þar sem framlag Íslands verður valið til næstu Eurovison – söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva og er stuðullinn aðeins 1,9 á að Think About Things hafi sigur. Það þýðir einfaldlega að sérfræðingar veðmálafyrirtæksins meta það svo að Daði og félagar séu líklegust til að standa uppi með pálmann í höndunum; sá sem leggur undir 1000 krónur mun fá 1,900 krónur til baka fari svo. Þannig leggst eitt og annað á árar með hinum hávaxna teknópoppara og hans fólki en eins og Vísir greindi frá fyrir skömmu segir finnski Eurovisionspekingurinn Thomas Lundin sjaldan hafa verið eins auðvelt að spá til um sigur í Söngvakeppninni. Hann telur að Daði verði sá sem fagnar og fer til Rotterdam í Hollandi. Áður hafði sjálfur Russel Crowe, leikarinn góðkunni, vakið athygli á framlagi Daða og gagnamagnsins og virðist því flest bera að sama brunni. Sú er staðan þegar þetta er skrifað en stuðlarnir eru breytilegir eftir því á hvað menn vilja leggja sinn pening. Eftir því sem fleiri veðja á Daða, þeim mun lækkar stuðullinn á sigur hans. Sú sem þykir líklegust til að veita Daða og gagnamagninu viðnám er Iva með lag sitt Oculis videre. Iva er með 3 í stuðul. Því næst koma þungarokkararnir í Dimmu með Almyrkva sinn, með stuðulinn 3,8. Ísold og Helga með Meet Me Halfway eru metnar af sérfræðingum Betsson með stuðulinn 7,55. Ólíklegust til að hafa sigur í keppninni telst Nína Dagbjört með Echo: Ef menn leggja þúsund krónur á að hún sigri ávaxta þeir ágætlega sitt pund og fara frá með 15 þúsund krónur – Nína Dagbjört er með stuðulinn 15. Eurovision Fjárhættuspil Fjölmiðlar Tónlist Tengdar fréttir Independent fjallar um óvæntar vinsældir Daða Freys Daði Freyr Pétursson tónlistarmaður, sem tekur þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins í ár með laginu Think About Things, ræðir óvæntar vinsældir framlagsins erlendis í viðtali við breska miðilinn Independent í dag. 22. febrúar 2020 21:21 Russell Crowe fylgist með Daða Frey Stórleikarinn Russell Crowe er greinilega mjög hrifinn af Daða Frey og Gagnamagninu en hann tísti í dag umfjöllun um lagið á Twitter-síðu sinni. 19. febrúar 2020 10:30 Thomas Lundin segir aldrei hafa verið eins auðvelt að giska á sigurvegara Síðustu ár hefur Vísir leitað til Thomas til að hann geti lagt mat á þau lög sem keppa til úrslita í Söngvakeppninni og hefur hann reynst afar sannspár. 23. febrúar 2020 14:00 Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fleiri fréttir Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Sjá meira
Daði og þau í Gagnamagninu teljast líklegust til að hafa sigur í Söngvakeppninni sem haldin verður um næstu helgi. Betsson hefur sett upp veðmálssíðu fyrir Söngvakeppnina þar sem framlag Íslands verður valið til næstu Eurovison – söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva og er stuðullinn aðeins 1,9 á að Think About Things hafi sigur. Það þýðir einfaldlega að sérfræðingar veðmálafyrirtæksins meta það svo að Daði og félagar séu líklegust til að standa uppi með pálmann í höndunum; sá sem leggur undir 1000 krónur mun fá 1,900 krónur til baka fari svo. Þannig leggst eitt og annað á árar með hinum hávaxna teknópoppara og hans fólki en eins og Vísir greindi frá fyrir skömmu segir finnski Eurovisionspekingurinn Thomas Lundin sjaldan hafa verið eins auðvelt að spá til um sigur í Söngvakeppninni. Hann telur að Daði verði sá sem fagnar og fer til Rotterdam í Hollandi. Áður hafði sjálfur Russel Crowe, leikarinn góðkunni, vakið athygli á framlagi Daða og gagnamagnsins og virðist því flest bera að sama brunni. Sú er staðan þegar þetta er skrifað en stuðlarnir eru breytilegir eftir því á hvað menn vilja leggja sinn pening. Eftir því sem fleiri veðja á Daða, þeim mun lækkar stuðullinn á sigur hans. Sú sem þykir líklegust til að veita Daða og gagnamagninu viðnám er Iva með lag sitt Oculis videre. Iva er með 3 í stuðul. Því næst koma þungarokkararnir í Dimmu með Almyrkva sinn, með stuðulinn 3,8. Ísold og Helga með Meet Me Halfway eru metnar af sérfræðingum Betsson með stuðulinn 7,55. Ólíklegust til að hafa sigur í keppninni telst Nína Dagbjört með Echo: Ef menn leggja þúsund krónur á að hún sigri ávaxta þeir ágætlega sitt pund og fara frá með 15 þúsund krónur – Nína Dagbjört er með stuðulinn 15.
Eurovision Fjárhættuspil Fjölmiðlar Tónlist Tengdar fréttir Independent fjallar um óvæntar vinsældir Daða Freys Daði Freyr Pétursson tónlistarmaður, sem tekur þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins í ár með laginu Think About Things, ræðir óvæntar vinsældir framlagsins erlendis í viðtali við breska miðilinn Independent í dag. 22. febrúar 2020 21:21 Russell Crowe fylgist með Daða Frey Stórleikarinn Russell Crowe er greinilega mjög hrifinn af Daða Frey og Gagnamagninu en hann tísti í dag umfjöllun um lagið á Twitter-síðu sinni. 19. febrúar 2020 10:30 Thomas Lundin segir aldrei hafa verið eins auðvelt að giska á sigurvegara Síðustu ár hefur Vísir leitað til Thomas til að hann geti lagt mat á þau lög sem keppa til úrslita í Söngvakeppninni og hefur hann reynst afar sannspár. 23. febrúar 2020 14:00 Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fleiri fréttir Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Sjá meira
Independent fjallar um óvæntar vinsældir Daða Freys Daði Freyr Pétursson tónlistarmaður, sem tekur þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins í ár með laginu Think About Things, ræðir óvæntar vinsældir framlagsins erlendis í viðtali við breska miðilinn Independent í dag. 22. febrúar 2020 21:21
Russell Crowe fylgist með Daða Frey Stórleikarinn Russell Crowe er greinilega mjög hrifinn af Daða Frey og Gagnamagninu en hann tísti í dag umfjöllun um lagið á Twitter-síðu sinni. 19. febrúar 2020 10:30
Thomas Lundin segir aldrei hafa verið eins auðvelt að giska á sigurvegara Síðustu ár hefur Vísir leitað til Thomas til að hann geti lagt mat á þau lög sem keppa til úrslita í Söngvakeppninni og hefur hann reynst afar sannspár. 23. febrúar 2020 14:00