Sportpakkinn: Reed nýtti sér skelfingardag Thomas Sindri Sverrisson skrifar 24. febrúar 2020 20:30 Patrick Reed slær upp úr glompu á mótinu í Mexíkó um helgina þar sem hann stóð uppi sem sigurvegari. vísir/getty „Þetta er frábær tilfinning og ég get ekki beðið eftir að komast heim og fagna titlinum með börnunum og eiginkonu minni,“ sagði Bandaríkjamaðurinn Patrick Reed eftir að hafa unnið sigur á mexíkóska meistaramótinu á PGA-mótaröðinni í golfi. Myndir frá mótinu má sjá í innslaginu hér að neðan úr Sportpakkanum á Stöð 2. Justin Thomas var með forystuna eftir þrjá hringi en á lokahringnum náði hann sér engan veginn á strik og lék á +2 höggum, og hringina fjóra því samtals á -13 höggum. Þetta nýtti Reed sér en hann lék á -4 höggum á lokahringnum og samtals á -18 höggum. Hann var einu höggi á undan Bryson DeChambeau sem varð í 2. sæti. Reed náði í þrjá fugla á síðustu fjórum holunum en fékk skolla á lokaholunni. Það kom þó ekki að sök og hann er nú 1,82 milljónum Bandaríkjadala ríkari, eða 235 milljónum króna. Jon Rahm og Erik van Rooyen voru jafnir í 3. sæti á -15 höggum. Rahm lék stórkostlega á 3. hring sem hann fór á 61 höggi, eða tíu höggum undir pari vallarins, en hann fór þá holu í höggi á 17. braut eins og sjá má í innslaginu hér að neðan. Næstu mót á PGA-mótaröðinni fara fram í Flórída en það eru The Honda Classic sem hefst 1. mars, og Arnold Palmer boðsmótið sem hefst 8. mars. Þann 15. mars hefst svo The Players þar sem verðlaunféð nemur samtals 15 milljónum Bandaríkjadala. Klippa: Reed fagnaði sigri í Mexíkó Golf Sportpakkinn Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
„Þetta er frábær tilfinning og ég get ekki beðið eftir að komast heim og fagna titlinum með börnunum og eiginkonu minni,“ sagði Bandaríkjamaðurinn Patrick Reed eftir að hafa unnið sigur á mexíkóska meistaramótinu á PGA-mótaröðinni í golfi. Myndir frá mótinu má sjá í innslaginu hér að neðan úr Sportpakkanum á Stöð 2. Justin Thomas var með forystuna eftir þrjá hringi en á lokahringnum náði hann sér engan veginn á strik og lék á +2 höggum, og hringina fjóra því samtals á -13 höggum. Þetta nýtti Reed sér en hann lék á -4 höggum á lokahringnum og samtals á -18 höggum. Hann var einu höggi á undan Bryson DeChambeau sem varð í 2. sæti. Reed náði í þrjá fugla á síðustu fjórum holunum en fékk skolla á lokaholunni. Það kom þó ekki að sök og hann er nú 1,82 milljónum Bandaríkjadala ríkari, eða 235 milljónum króna. Jon Rahm og Erik van Rooyen voru jafnir í 3. sæti á -15 höggum. Rahm lék stórkostlega á 3. hring sem hann fór á 61 höggi, eða tíu höggum undir pari vallarins, en hann fór þá holu í höggi á 17. braut eins og sjá má í innslaginu hér að neðan. Næstu mót á PGA-mótaröðinni fara fram í Flórída en það eru The Honda Classic sem hefst 1. mars, og Arnold Palmer boðsmótið sem hefst 8. mars. Þann 15. mars hefst svo The Players þar sem verðlaunféð nemur samtals 15 milljónum Bandaríkjadala. Klippa: Reed fagnaði sigri í Mexíkó
Golf Sportpakkinn Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira