„Er alltaf vondi kallinn“ Stefán Árni Pálsson skrifar 24. febrúar 2020 11:30 Darri ásamt Michelle og börnunum tveimur. Leikarinn Darri Ingólfsson hefur farið í yfir tvö hundruð áheyrnarprufur, fengið hlutverk í Castle, Rizzoli and Isle, NCIS, Stalker og Dexter en draumurinn er að landa hlutverki í kvikmynd. Hræðslan er hins vegar að enda í sápuóperu. Sindri Sindrason fékk að kynnast Darra, lífi hans, fjölskyldu og starfi í Los Angeles í Íslandi í dag á dögunum og var þátturinn sýndur á föstudagskvöldið á Stöð 2. „Ég er búinn að vera hérna úti í sex ár og var þar á undan í London í um níu ár,“ segir Darri sem lærði leiklistina í Bretlandi en það hefur alltaf verið draumurinn að verða Hollywood leikari. „Það eru bíómyndirnar sem er ástæðan fyrir því að mig langaði að verða leikari. Ég trúði því alveg statt og stöðugt að ég væri alveg allavega jafn góður og flest af þessu fólki sem ég var að sjá á skjánum og er búinn að vera reyna halda í þá trú síðan.“ Hann segir að eftir þessar tvö hundruð prufur fær egóið heldur betur að finna fyrir því. Darri er giftur Michelle sem fæddist í Filipseyjum en hefur alla tíð búið í Bandaríkjunum. Vill ekki enda í sápuóperum „Ég kynntist henni svona sex mánuðum eftir að ég flutti hingað. Ég hitti hana á Match.com og við fórum á eitt stefnumót og það hefur haldið síðan,“ segir Darri en saman eiga þau tvö börn.“ Darri segir að best sé að landa hlutverki í þáttum og koma þar reglulega fram. „Þá færðu alvöru peninga sem þú getur farið að leggja fyrir. Stærsta hlutverkið mitt hingað til er Dexter og það er að verða komið nokkuð langt síðan. Síðan þá hef ég landað hlutverkum í kannski fjórum þáttum, þremur þáttum eða bara einum þætti. Ég veit ekki hvort það sé út af Dexter eða útlitið en ég er alltaf vondi kallinn.“ Darri segist vera hræddur við það að enda í sápuóperum. „Það er mikil vinna og litið frekar niður á þau hlutverk. Fínn peningur en ég held að ég myndi bara nota þann pening í áfengi og fíkniefni til að lifa þetta af,“ segir Darri og hlær. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Bíó og sjónvarp Ísland í dag Íslendingar erlendis Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Fleiri fréttir Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Sjá meira
Leikarinn Darri Ingólfsson hefur farið í yfir tvö hundruð áheyrnarprufur, fengið hlutverk í Castle, Rizzoli and Isle, NCIS, Stalker og Dexter en draumurinn er að landa hlutverki í kvikmynd. Hræðslan er hins vegar að enda í sápuóperu. Sindri Sindrason fékk að kynnast Darra, lífi hans, fjölskyldu og starfi í Los Angeles í Íslandi í dag á dögunum og var þátturinn sýndur á föstudagskvöldið á Stöð 2. „Ég er búinn að vera hérna úti í sex ár og var þar á undan í London í um níu ár,“ segir Darri sem lærði leiklistina í Bretlandi en það hefur alltaf verið draumurinn að verða Hollywood leikari. „Það eru bíómyndirnar sem er ástæðan fyrir því að mig langaði að verða leikari. Ég trúði því alveg statt og stöðugt að ég væri alveg allavega jafn góður og flest af þessu fólki sem ég var að sjá á skjánum og er búinn að vera reyna halda í þá trú síðan.“ Hann segir að eftir þessar tvö hundruð prufur fær egóið heldur betur að finna fyrir því. Darri er giftur Michelle sem fæddist í Filipseyjum en hefur alla tíð búið í Bandaríkjunum. Vill ekki enda í sápuóperum „Ég kynntist henni svona sex mánuðum eftir að ég flutti hingað. Ég hitti hana á Match.com og við fórum á eitt stefnumót og það hefur haldið síðan,“ segir Darri en saman eiga þau tvö börn.“ Darri segir að best sé að landa hlutverki í þáttum og koma þar reglulega fram. „Þá færðu alvöru peninga sem þú getur farið að leggja fyrir. Stærsta hlutverkið mitt hingað til er Dexter og það er að verða komið nokkuð langt síðan. Síðan þá hef ég landað hlutverkum í kannski fjórum þáttum, þremur þáttum eða bara einum þætti. Ég veit ekki hvort það sé út af Dexter eða útlitið en ég er alltaf vondi kallinn.“ Darri segist vera hræddur við það að enda í sápuóperum. „Það er mikil vinna og litið frekar niður á þau hlutverk. Fínn peningur en ég held að ég myndi bara nota þann pening í áfengi og fíkniefni til að lifa þetta af,“ segir Darri og hlær. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Bíó og sjónvarp Ísland í dag Íslendingar erlendis Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Fleiri fréttir Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Sjá meira