Höfuðborgin slapp þokkalega við snjókomu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. febrúar 2020 06:30 Frá snjómokstri á höfuðborgarsvæðinu fyrr í vetur. vísir/vilhelm Það snjóaði á sunnan- og vestanverðu landinu í nótt en að sögn Daníels Þorlákssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands, virðist höfuðborgin hafa sloppið þokkalega við snjókomu þar sem það snjóaði meira sunnan og norðan megin við hana. Segir Daníel að hann telji ólíklegt að það séu meira en tíu sentimetrar af jafnföllum snjó einhvers staðar á höfuðborgarsvæðinu. Í gær var varað við því að ófærð gæti valdið vandræðum í morgunumferðinni og þótt ekki hafi snjóað eins mikið og búist var við ætti að vera í góðu lagi að taka sér ef til vill eilítið meira tíma á leið til vinnu eða skóla en venjulega. Snjómokstur er hafinn á höfuðborgarsvæðinu en á vef Reykjavíkurborgar segir að stofnbrautir, strætóleiðir og fjölfarnar safngötur njóti forgangs þegar kemur að mokstri. Miðað sé við að stofnbrautir og strætóleiðir séu færar fyrir klukkan sjö að morgni og að hreinsun annarra umferðargatna sé lokið fyrir klukkan átta. Stofnstígar svo sem göngu- og hjólastígar milli borgarhluta fá forgang í hreinsun og síðan helstu gönguleiðir að strætóbiðstöðvum og skólum sem eiga að vera greiðfærar fyrir klukkan átta virka daga. Það er þó rétt að taka fram að vegna ótímabundins verkfalls hjá starfsmönnum Reykjavíkurborgar sem eru í Eflingu er snjóhreinsun og hálkuvörnum á aðskildum hjólaleiðum og stofnanalóðum, til dæmis við leik og grunnskóla ekki sinnt. Veðurhorfur á landinu: Suðlæg átt 5-13 og lægir í kvöld. Gengur á með éljum en lengst af bjartviðri á norðaustan til. Gengur í norðaustan 13-18 m/s á morgun en hægari syðst á landinu fram á kvöld. Snjókoma með köflum, en léttir til um sunnanvert landið. Frost 0 til 8 stig, kaldast inn til landsins, en frostlaust við suðurströndina í dag. Á þriðjudag: Norðaustan 13-18 m/s og snjókoma á Vestfjörðum og með norðurströndinni, annars hæg norðlæg eða breytileg átt, skýjað að mestu og þurrt. Frost 1 til 8 stig, kaldast inn til landsins. Á miðvikudag: Norðan- og norðaustan 8-15 m/s átt og dálítil él, en úrkomulítið um sunnanvert landið. Herðir á frosti. Á fimmtudag: Stíf austlæg átt og él eða snjókoma í flestum landshlutum. Frost um land allt. Á föstudag: Austlæg eða breytileg átt og snjókoma austantil á landinu, annars þurrt. Vægt frost en frostlaust syðst á landinu. Á laugardag: Suðlæg átt og dálítil snjókoma eða él, en þurrt norðvestantil. Hiti breytist lítið. Reykjavík Samgöngur Veður Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Það snjóaði á sunnan- og vestanverðu landinu í nótt en að sögn Daníels Þorlákssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands, virðist höfuðborgin hafa sloppið þokkalega við snjókomu þar sem það snjóaði meira sunnan og norðan megin við hana. Segir Daníel að hann telji ólíklegt að það séu meira en tíu sentimetrar af jafnföllum snjó einhvers staðar á höfuðborgarsvæðinu. Í gær var varað við því að ófærð gæti valdið vandræðum í morgunumferðinni og þótt ekki hafi snjóað eins mikið og búist var við ætti að vera í góðu lagi að taka sér ef til vill eilítið meira tíma á leið til vinnu eða skóla en venjulega. Snjómokstur er hafinn á höfuðborgarsvæðinu en á vef Reykjavíkurborgar segir að stofnbrautir, strætóleiðir og fjölfarnar safngötur njóti forgangs þegar kemur að mokstri. Miðað sé við að stofnbrautir og strætóleiðir séu færar fyrir klukkan sjö að morgni og að hreinsun annarra umferðargatna sé lokið fyrir klukkan átta. Stofnstígar svo sem göngu- og hjólastígar milli borgarhluta fá forgang í hreinsun og síðan helstu gönguleiðir að strætóbiðstöðvum og skólum sem eiga að vera greiðfærar fyrir klukkan átta virka daga. Það er þó rétt að taka fram að vegna ótímabundins verkfalls hjá starfsmönnum Reykjavíkurborgar sem eru í Eflingu er snjóhreinsun og hálkuvörnum á aðskildum hjólaleiðum og stofnanalóðum, til dæmis við leik og grunnskóla ekki sinnt. Veðurhorfur á landinu: Suðlæg átt 5-13 og lægir í kvöld. Gengur á með éljum en lengst af bjartviðri á norðaustan til. Gengur í norðaustan 13-18 m/s á morgun en hægari syðst á landinu fram á kvöld. Snjókoma með köflum, en léttir til um sunnanvert landið. Frost 0 til 8 stig, kaldast inn til landsins, en frostlaust við suðurströndina í dag. Á þriðjudag: Norðaustan 13-18 m/s og snjókoma á Vestfjörðum og með norðurströndinni, annars hæg norðlæg eða breytileg átt, skýjað að mestu og þurrt. Frost 1 til 8 stig, kaldast inn til landsins. Á miðvikudag: Norðan- og norðaustan 8-15 m/s átt og dálítil él, en úrkomulítið um sunnanvert landið. Herðir á frosti. Á fimmtudag: Stíf austlæg átt og él eða snjókoma í flestum landshlutum. Frost um land allt. Á föstudag: Austlæg eða breytileg átt og snjókoma austantil á landinu, annars þurrt. Vægt frost en frostlaust syðst á landinu. Á laugardag: Suðlæg átt og dálítil snjókoma eða él, en þurrt norðvestantil. Hiti breytist lítið.
Reykjavík Samgöngur Veður Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira