Gengur á með éljum í alla nótt og varað við ófærð Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. febrúar 2020 23:00 Mælt hefur verið með því að fólk geri ráðstafanir í fyrramálið þegar það leggur af stað til vinnu. Vísir/Vilhelm Áfram mun snjóa á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar sunnan- og vestanlands í nótt. Varað hefur verið við ófærð í fyrramálið, einkum á höfuðborgarsvæðinu. „Já, það gengur á með éljum í alla nótt en enn sem komið er sé ég engan samfelldan snjókomubakka. Það má búast við því að safnist samt sem áður einhverjir sentímetrar af snjó,“ segir Daníel Þorláksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Úrkomunnar gætir aðallega frá Vestfjörðum og yfir á Suðausturland en snjóþyngst verður þó suðvestantil á landinu. Helst mun hanga þurrt um landið norðaustanvert, að sögn Daníels. Þá hefur þegar snjóað talsvert á höfuðborgarsvæðinu í dag. Líkt og komið hefur fram er hætt við ófærð á götum í nótt og á morgun. Mælt hefur verið með því að fólk geri ráðstafanir í fyrramálið þegar það leggur af stað til vinnu. „Já, það er nú bara oft svoleiðis að þegar er föl á götunum þá gengur umferðin hægar fyrir sig. Það þarf tíma til að ryðja þetta allt saman,“ segir Daníel. Snjó hefur kyngt niður á höfuðborgarsvæðinu í dag.Vísir/Vilhelm En hvernig má búast við því að veðrið verði á morgun? „Það gengur áfram með éljum vel fram yfir hádegi og svo dregur úr þeim og verður minni éljagangur um kvöldið og verður orðið þurrt nærri miðnætti.“ Þegar líða tekur á komandi viku mun svo birta til og stytta upp á höfuðborgarsvæðinu. „Á þriðjudegi er komin norðanátt yfir landið og það verður þá líklega hríð á Vestfjörðum og dálítil snjókoma með norðurströndinni og norðanáttin verður ríkjandi fram á fimmtudag, með þá snjókomu og éljum. Þá verður þurrt hjá okkur í höfuðborginni og jafnvel bjart. Og kalt í veðri, lengst af frost.“ Veðurhorfur á landinu næstu daga Á þriðjudag: Norðaustan 13-18 m/s og snjókoma á Vestfjörðum og með norðurströndinni, annars hæg norðlæg eða breytileg átt, skýjað að mestu og þurrt. Frost 1 til 8 stig, kaldast inn til landsins. Á miðvikudag: Norðan- og norðaustan 8-15 m/s átt og dálítil él, en úrkomulítið um sunnanvert landið. Herðir á frosti. Á fimmtudag: Stíf austlæg átt og él eða snjókoma í flestum landshlutum. Frost um land allt. Á föstudag: Austlæg eða breytileg átt og snjókoma austantil á landinu, annars þurrt. Vægt frost en frostlaust syðst á landinu. Á laugardag: Suðlæg átt og dálítil snjókoma eða él, en þurrt norðvestantil. Hiti breytist lítið. Á sunnudag: Útlit fyrir sunnan- og suðvestanátt með éljum, en að mestu þurrt norðanlands. Hiti nálægt frostmarki. Veður Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Sjá meira
Áfram mun snjóa á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar sunnan- og vestanlands í nótt. Varað hefur verið við ófærð í fyrramálið, einkum á höfuðborgarsvæðinu. „Já, það gengur á með éljum í alla nótt en enn sem komið er sé ég engan samfelldan snjókomubakka. Það má búast við því að safnist samt sem áður einhverjir sentímetrar af snjó,“ segir Daníel Þorláksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Úrkomunnar gætir aðallega frá Vestfjörðum og yfir á Suðausturland en snjóþyngst verður þó suðvestantil á landinu. Helst mun hanga þurrt um landið norðaustanvert, að sögn Daníels. Þá hefur þegar snjóað talsvert á höfuðborgarsvæðinu í dag. Líkt og komið hefur fram er hætt við ófærð á götum í nótt og á morgun. Mælt hefur verið með því að fólk geri ráðstafanir í fyrramálið þegar það leggur af stað til vinnu. „Já, það er nú bara oft svoleiðis að þegar er föl á götunum þá gengur umferðin hægar fyrir sig. Það þarf tíma til að ryðja þetta allt saman,“ segir Daníel. Snjó hefur kyngt niður á höfuðborgarsvæðinu í dag.Vísir/Vilhelm En hvernig má búast við því að veðrið verði á morgun? „Það gengur áfram með éljum vel fram yfir hádegi og svo dregur úr þeim og verður minni éljagangur um kvöldið og verður orðið þurrt nærri miðnætti.“ Þegar líða tekur á komandi viku mun svo birta til og stytta upp á höfuðborgarsvæðinu. „Á þriðjudegi er komin norðanátt yfir landið og það verður þá líklega hríð á Vestfjörðum og dálítil snjókoma með norðurströndinni og norðanáttin verður ríkjandi fram á fimmtudag, með þá snjókomu og éljum. Þá verður þurrt hjá okkur í höfuðborginni og jafnvel bjart. Og kalt í veðri, lengst af frost.“ Veðurhorfur á landinu næstu daga Á þriðjudag: Norðaustan 13-18 m/s og snjókoma á Vestfjörðum og með norðurströndinni, annars hæg norðlæg eða breytileg átt, skýjað að mestu og þurrt. Frost 1 til 8 stig, kaldast inn til landsins. Á miðvikudag: Norðan- og norðaustan 8-15 m/s átt og dálítil él, en úrkomulítið um sunnanvert landið. Herðir á frosti. Á fimmtudag: Stíf austlæg átt og él eða snjókoma í flestum landshlutum. Frost um land allt. Á föstudag: Austlæg eða breytileg átt og snjókoma austantil á landinu, annars þurrt. Vægt frost en frostlaust syðst á landinu. Á laugardag: Suðlæg átt og dálítil snjókoma eða él, en þurrt norðvestantil. Hiti breytist lítið. Á sunnudag: Útlit fyrir sunnan- og suðvestanátt með éljum, en að mestu þurrt norðanlands. Hiti nálægt frostmarki.
Veður Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Sjá meira