Um tvö þúsund rúður brotnuðu í gróðurhúsi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. febrúar 2020 18:45 Reynir Jónsson, segir að tjónið hjá Reykási sé á bilinu 80 til 100 milljónir króna. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Sérhæfðir gluggaísetningarmenn frá Hollandi eru komnir til landsins til að skipta um tvö þúsund rúður, sem brotnuðu í gróðurhúsi skammt frá Flúðum í óveðrinu 14. febrúar. Öll uppskera eyðilagðist vegna glerbrota, sem fóru yfir plönturnar. Tjónið á gróðurhúsunum er metið á 80 til 100 milljónir króna. Gróðurhúsin hjá gróðrarstöðinni Reykási í Hrunamannahreppi í Miðfellshverfinu skammt frá Flúðum eru eins og gatasigti því um tvö þúsund rúður brotnuðu í ofsaveðrinu sem gekk yfir svæðið 14. febrúar. Í gróðurhúsunum, sem eru um 5.500 fermetrar, hafa verið ræktaðar gúrkur, tómatar og salat en öll uppskeran eyðilagðist. Reynir Jónsson og Sólveig Sigfúsdóttir eru garðyrkjubændur staðarins með níu starfsmenn í vinnu. Reynir var á staðnum þegar veðrið gekk yfir. „Það var eiginlega allt snarvitlaust, glerbrot og óþverri fljúgandi út um allt. Ég var inni á skrifstofunni og beið þetta af mér því að það var ekkert hægt að fara inn í húsin út af glerhruni,“ segir Reynir. Gróðurhúsin eru eins og gatasigti enda rúður brotnar út um allt eftir óðverið 14. febrúar 2020.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Starfsfólk vinnur nú í því að hreinsa plönturnar út úr gróðurhúsunum og týna upp glerbrotin sem eru út um allt. Þá eru sérhæfðir gluggaísetningamenn fyrir gróðurhús mættir frá Hollandi til að setja nýjar rúður í húsin fyrir þær sem brotnuðu. „Þetta mun taka svolítinn tíma. Mér sýnist að þetta gæti farið upp í mánuð að klára allt, alla glerjun, þó það gangi vel þá er þetta bara það mikið sem eftir er, þeir eru kannski búnir með einn fimmta núna á fjórum dögum og ég held að það gæti farið fast í mánuð sem þetta tekur.“ Öll uppskera í húsunum eyðilagðist enda glerbrot út um allt. Nokkra mánuði tekur að ná henni upp aftur. Sólveig við hreinsunarstörf inn í gróðurhúsi, þar er margna vikna verk framundan að hreinsa öll glerbrotin og við að henda plöntunum út úr húsunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson. En hvað er tjónið mikið í peningum talið? „Ég er hræddur um að þetta geti verið einhverjar 80 til 100 milljónir króna. Mér sýnist það eins og staðan er í dag, það er mikið af ræktunarbúnaði ónýtur og glertjónið er miklu meira en ég gerði mér grein fyrir. Ég á að vera tryggður fyrir þessu að mestu leyti en það lendir alltaf eitthvað á manni sjálfum.“ segir Reynir. Garðyrkja Hrunamannahreppur Landbúnaður Óveður 14. febrúar 2020 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Sérhæfðir gluggaísetningarmenn frá Hollandi eru komnir til landsins til að skipta um tvö þúsund rúður, sem brotnuðu í gróðurhúsi skammt frá Flúðum í óveðrinu 14. febrúar. Öll uppskera eyðilagðist vegna glerbrota, sem fóru yfir plönturnar. Tjónið á gróðurhúsunum er metið á 80 til 100 milljónir króna. Gróðurhúsin hjá gróðrarstöðinni Reykási í Hrunamannahreppi í Miðfellshverfinu skammt frá Flúðum eru eins og gatasigti því um tvö þúsund rúður brotnuðu í ofsaveðrinu sem gekk yfir svæðið 14. febrúar. Í gróðurhúsunum, sem eru um 5.500 fermetrar, hafa verið ræktaðar gúrkur, tómatar og salat en öll uppskeran eyðilagðist. Reynir Jónsson og Sólveig Sigfúsdóttir eru garðyrkjubændur staðarins með níu starfsmenn í vinnu. Reynir var á staðnum þegar veðrið gekk yfir. „Það var eiginlega allt snarvitlaust, glerbrot og óþverri fljúgandi út um allt. Ég var inni á skrifstofunni og beið þetta af mér því að það var ekkert hægt að fara inn í húsin út af glerhruni,“ segir Reynir. Gróðurhúsin eru eins og gatasigti enda rúður brotnar út um allt eftir óðverið 14. febrúar 2020.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Starfsfólk vinnur nú í því að hreinsa plönturnar út úr gróðurhúsunum og týna upp glerbrotin sem eru út um allt. Þá eru sérhæfðir gluggaísetningamenn fyrir gróðurhús mættir frá Hollandi til að setja nýjar rúður í húsin fyrir þær sem brotnuðu. „Þetta mun taka svolítinn tíma. Mér sýnist að þetta gæti farið upp í mánuð að klára allt, alla glerjun, þó það gangi vel þá er þetta bara það mikið sem eftir er, þeir eru kannski búnir með einn fimmta núna á fjórum dögum og ég held að það gæti farið fast í mánuð sem þetta tekur.“ Öll uppskera í húsunum eyðilagðist enda glerbrot út um allt. Nokkra mánuði tekur að ná henni upp aftur. Sólveig við hreinsunarstörf inn í gróðurhúsi, þar er margna vikna verk framundan að hreinsa öll glerbrotin og við að henda plöntunum út úr húsunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson. En hvað er tjónið mikið í peningum talið? „Ég er hræddur um að þetta geti verið einhverjar 80 til 100 milljónir króna. Mér sýnist það eins og staðan er í dag, það er mikið af ræktunarbúnaði ónýtur og glertjónið er miklu meira en ég gerði mér grein fyrir. Ég á að vera tryggður fyrir þessu að mestu leyti en það lendir alltaf eitthvað á manni sjálfum.“ segir Reynir.
Garðyrkja Hrunamannahreppur Landbúnaður Óveður 14. febrúar 2020 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira