Fimm fjölskyldur bíða þess að verða endursendar til Grikklands Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 22. febrúar 2020 14:00 Þetta eru systkinin Saja, sem er fjögurra ára, Kayan, sem er fimm ára, Ali, sem er níu ára og Jadin, sem er eins árs. Til stendur að vísa þeim til Grikklands á næstunni. Fimm fjölskyldur hafa fengið lokasynjun hjá kærunefnd útlendingamála og bíða þess að verða endursendar til Grikklands. Teymisstjóri hjá Rauða Krossinum segir að taka þurfi ákvörðun um að hætta að senda fólk til Grikklands vegna afar slæmra aðstæðna þar í landi.Í kvöldfréttum okkar í gær fjölluðum við um fjögur börn og unga foreldra þeirra en til stendur að senda fjölskylduna til Grikklands. Fjölskyldan flúði frá Írak til Grikklands árið 2017 en í Írak segjast þau hafa orðið fyrir pólitískum ofsóknum og ofbeldi. Rauði krossinn fordæmir alfarið endursendingar á fólki til Grikklands. Teymisstjóri hjá Rauða krossinum segir aðstæður flóttafólks og hælisleitenda í Grikklandi afar slæmar. „Þeir sem eru með viðurkennda vernd í Grikklandi hafa rétt á að dvelja í landinu en réttindi þeirra eru mjög takmöruð. Þau eru tryggð í lögum er í raun er fólki gert mjög erfitt að nýta sér þau réttindi sem þeim eru tryggð,“ sagði Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur og teymisstjóri í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossi Íslands. Hvað hugsar þú að verði um þessa fjölskyldu ef hún verður send til Grikklands? „Það er erfitt að ímynda sér það en það er því miður ekkert bjart fram undan hjá þessari fjölskyldu,“ sagði Guðríður. Er þetta eina fjölskyldan sem á von á að vera endursend til Grikklands? „Nei það eru því miður fjórar aðrar fjölskyldur sem eru búnar að fá loka synjun frá kærunefnd og bíða eftir að verða sendar til Grikklands,“ sagði Guðríður. Hún segir að taka þurfi ákvörðun um að hætta að endursenda fólk til Grikklands. „Það sem er auðvitað hægt að gera og hefur verið gert áður og þarf að gera er að taka ákvörðun um að hætta að senda fólk til Grikklands. Við höfum hætt að senda fólk til Grikklands og Ungverjalands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar, þannig það er eitthvað sem hægt er að gera,“ sagði Guðríður. Hælisleitendur Tengdar fréttir Til háborinnar skammar að svipta börnin öryggi og hamingju Til stendur að endursenda á næstunni fjögur flóttabörn og unga foreldra þeirra til Grikklands. Börnin eru öll yngri en níu ára og í Grikklandi bíða þeirra ömurlegar aðstæður í flóttamannabúðum. 21. febrúar 2020 19:00 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Sjá meira
Fimm fjölskyldur hafa fengið lokasynjun hjá kærunefnd útlendingamála og bíða þess að verða endursendar til Grikklands. Teymisstjóri hjá Rauða Krossinum segir að taka þurfi ákvörðun um að hætta að senda fólk til Grikklands vegna afar slæmra aðstæðna þar í landi.Í kvöldfréttum okkar í gær fjölluðum við um fjögur börn og unga foreldra þeirra en til stendur að senda fjölskylduna til Grikklands. Fjölskyldan flúði frá Írak til Grikklands árið 2017 en í Írak segjast þau hafa orðið fyrir pólitískum ofsóknum og ofbeldi. Rauði krossinn fordæmir alfarið endursendingar á fólki til Grikklands. Teymisstjóri hjá Rauða krossinum segir aðstæður flóttafólks og hælisleitenda í Grikklandi afar slæmar. „Þeir sem eru með viðurkennda vernd í Grikklandi hafa rétt á að dvelja í landinu en réttindi þeirra eru mjög takmöruð. Þau eru tryggð í lögum er í raun er fólki gert mjög erfitt að nýta sér þau réttindi sem þeim eru tryggð,“ sagði Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur og teymisstjóri í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossi Íslands. Hvað hugsar þú að verði um þessa fjölskyldu ef hún verður send til Grikklands? „Það er erfitt að ímynda sér það en það er því miður ekkert bjart fram undan hjá þessari fjölskyldu,“ sagði Guðríður. Er þetta eina fjölskyldan sem á von á að vera endursend til Grikklands? „Nei það eru því miður fjórar aðrar fjölskyldur sem eru búnar að fá loka synjun frá kærunefnd og bíða eftir að verða sendar til Grikklands,“ sagði Guðríður. Hún segir að taka þurfi ákvörðun um að hætta að endursenda fólk til Grikklands. „Það sem er auðvitað hægt að gera og hefur verið gert áður og þarf að gera er að taka ákvörðun um að hætta að senda fólk til Grikklands. Við höfum hætt að senda fólk til Grikklands og Ungverjalands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar, þannig það er eitthvað sem hægt er að gera,“ sagði Guðríður.
Hælisleitendur Tengdar fréttir Til háborinnar skammar að svipta börnin öryggi og hamingju Til stendur að endursenda á næstunni fjögur flóttabörn og unga foreldra þeirra til Grikklands. Börnin eru öll yngri en níu ára og í Grikklandi bíða þeirra ömurlegar aðstæður í flóttamannabúðum. 21. febrúar 2020 19:00 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Sjá meira
Til háborinnar skammar að svipta börnin öryggi og hamingju Til stendur að endursenda á næstunni fjögur flóttabörn og unga foreldra þeirra til Grikklands. Börnin eru öll yngri en níu ára og í Grikklandi bíða þeirra ömurlegar aðstæður í flóttamannabúðum. 21. febrúar 2020 19:00