Lúkasjenko fengið nóg og vill að mótmælin verði kveðin niður Andri Eysteinsson skrifar 19. ágúst 2020 20:55 Lúkasjenkó, sem hefur stýrt Hvíta-Rússlandi með harðri hendi í tvo áratugi, lofaði að standa vörð um fullveldi og sjálfstæði landsins gagnvart Rússlandi. AP/Nikolai Petrov/BeITA Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, hefur fyrirskipað að mótmælaalda sem staðið hefur yfir í landinu undanfarna tíu daga verði kveðin niður með snarhasti. Mótmælin hófust eftir að Lúkasjenkó var endurkjörinn í fimmta sinn í forsetakosningum. Harðlega hefur verið deilt um niðurstöður kosninganna og segja andstæðingar Lúkasjenkó að úrslit þeirra hafi verið ráðin fyrir fram. Samkvæmt opinberum niðurstöðum hlaut Lúkasjenkó yfirburðakosningu og er sagður studdur af yfir 80% kjósenda. Stjórnvöld Evrópuríkja hafa eftir kosningarnar neitað að viðurkenna sigur Lúkasjenkó og samþykkti leiðtogaráð Evrópusambandsins í dag að beita viðskiptaþvingunum gegn Hvíta-Rússlandi vegna forsetans. Forseti leiðtogaráðsins, Charles Michel, sagði að það væri ljóst að Evrópusambandið viðurkenni ekki niðurstöður kosninganna og kallaði eftir því að þeim mótmælendum sem hafa verið hnepptir í varðhald verði látnir lausir. Var ákvörðunin tekin eftir að Svetlana Tíkanovskaja, sem var helsti mótframbjóðandi Lúkasjenkó, hafði kallað eftir viðbrögðum ESB við upprisu Hvít-rússa Tíkanovskaja flúði land eftir kosningarnar og dvelur nú í Litháen. Mótframbjóðandi Lúkasjenkó, Svetlana Tikhanovskaja, er af landskjörstjórn sögð hafa fengið um 10 prósent atkvæða.Getty Lúkasjenkó forseti hefur þó ekki látið gagnrýni á sig fá og hefur skipað nýja ríkisstjórn. BBC hefur þá eftir forsetanum að hann hafi kallað eftir því að mótmælin verði kvödd niður. Er forsetinn sagður hafa sagt við öryggisráð sitt að ekki ættu að verða frekari mótmæli í höfuðborginni Mínsk. „Fólk er þreytt og vill frið og ró,“ sagði Lúkasjenkó sem hefur einnig hert landamæragæslu til þess að forðast komu óeirðarseggja til landsins. Hann hefur þá sakað stjórnarandstöðuna um að reyna að sölsa undir sig völd í Hvíta-Rússlandi. Hvíta-Rússland Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sjá meira
Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, hefur fyrirskipað að mótmælaalda sem staðið hefur yfir í landinu undanfarna tíu daga verði kveðin niður með snarhasti. Mótmælin hófust eftir að Lúkasjenkó var endurkjörinn í fimmta sinn í forsetakosningum. Harðlega hefur verið deilt um niðurstöður kosninganna og segja andstæðingar Lúkasjenkó að úrslit þeirra hafi verið ráðin fyrir fram. Samkvæmt opinberum niðurstöðum hlaut Lúkasjenkó yfirburðakosningu og er sagður studdur af yfir 80% kjósenda. Stjórnvöld Evrópuríkja hafa eftir kosningarnar neitað að viðurkenna sigur Lúkasjenkó og samþykkti leiðtogaráð Evrópusambandsins í dag að beita viðskiptaþvingunum gegn Hvíta-Rússlandi vegna forsetans. Forseti leiðtogaráðsins, Charles Michel, sagði að það væri ljóst að Evrópusambandið viðurkenni ekki niðurstöður kosninganna og kallaði eftir því að þeim mótmælendum sem hafa verið hnepptir í varðhald verði látnir lausir. Var ákvörðunin tekin eftir að Svetlana Tíkanovskaja, sem var helsti mótframbjóðandi Lúkasjenkó, hafði kallað eftir viðbrögðum ESB við upprisu Hvít-rússa Tíkanovskaja flúði land eftir kosningarnar og dvelur nú í Litháen. Mótframbjóðandi Lúkasjenkó, Svetlana Tikhanovskaja, er af landskjörstjórn sögð hafa fengið um 10 prósent atkvæða.Getty Lúkasjenkó forseti hefur þó ekki látið gagnrýni á sig fá og hefur skipað nýja ríkisstjórn. BBC hefur þá eftir forsetanum að hann hafi kallað eftir því að mótmælin verði kvödd niður. Er forsetinn sagður hafa sagt við öryggisráð sitt að ekki ættu að verða frekari mótmæli í höfuðborginni Mínsk. „Fólk er þreytt og vill frið og ró,“ sagði Lúkasjenkó sem hefur einnig hert landamæragæslu til þess að forðast komu óeirðarseggja til landsins. Hann hefur þá sakað stjórnarandstöðuna um að reyna að sölsa undir sig völd í Hvíta-Rússlandi.
Hvíta-Rússland Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sjá meira