Staðan langverst hjá yngsta aldurshópnum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. ágúst 2020 13:32 Atvinnuleysi hefur aukist gríðarlega hjá fólki á aldrinum 16-24 ára en það mældist 17,7% á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Ljósmyndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Á öðrum ársfjórðungi 2020 mældist atvinnuleysi í landinu um 6,9% en að meðaltali voru 14.300 manns atvinnulausir. Atvinnuleysi eykst um 2,5% á milli ára. Staðan er langverst hjá yngsta aldurshópnum en atvinnuleysi mældist 17,7% hjá hópnum samanborið við 10,5% á sama tímabili í fyrra. Eins og vænta mátti bar annar ársfjórðungur á íslenskum vinnumarkaði þess merki að heimsfaraldur geisar. Hagstofan hefur birt tölur yfir annan ársfjórðung vinnumarkaðarins á Íslandi. „Það má segja að það séu þrír þættir sem séu hvað áhugaverðastir. Það er þessi aukning á atvinnuleysi og sérstaklega staða mála hjá ungu fólki. Við sjáum bæði að atvinnuleysi var 17,7% á öðrum ársfjórðungi 2020 sem er aukning úr 10,5% í fyrra en líka að hlutfall starfandi hefur lækkað úr 78,3% í 66,6% á einu ári.“ Þetta sagði Anton Örn Karlsson, deildarstjóri atvinnu, lífskjara og mannfjölda hjá Hagstofunni í hádegisfréttum bylgjunnar. Hagstofa Íslands Á öðrum ársfjórðungi þessa árs voru 53.500 manns utan vinnumarkaðar eða 20,4%. Það er aukning um 9.500 manns eða 3,3 prósentustig, frá árinu áður. Flestir sem voru utan vinnumarkaðar á öðrum ársfjórðungi tilheyra yngsta aldurshópnum:16-24 ára. „Þeir sem eru utan vinnumarkaðar eru þeir sem teljast vera óvirkir. Þeir eru ekki að leita sér að vinnu eða eru ekki tilbúnir til þess að hefja vinnu strax. Þannig að þetta eru þeir sem af einhverjum ástæðum eru ekki í virkir í vinnuleit eða tiltækir í starf strax.“ Á öðrum ársfjórðungi unnu að jafnaði 42,5% launafólks á aldrinum 25-64 ára aðalstarf sitt venjulega eða stundum í fjarvinnu heima, sem er 12,5% aukning frá árinu áður. „Þarna held ég að sé alveg ljóst að við erum að horfa á áhrif Covid í þessu. Það verður áhugavert að sjá hvort þetta haldi áfram, hvort þetta veðri breyting á fyrirkomulagi vinnunnar eða hvort þetta verði eitthvað sem kemur og fer þegar faraldrinum slotar,“ sagði Anton. Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Aðeins 170 fyrirtæki sótt um lokunarstyrki en búist var við 2000 170 umsóknir um lokunarstyrk hafa borist en upphaflega var gert ráð fyrir að um 2000 fyrirtæki gætu fallið undir úrræðið. 18. ágúst 2020 19:29 Sex sveitarfélög fá styrk vegna hruns í ferðaþjónustu Framlagið mun fara í að styðja við atvinnulíf og samfélag sveitarfélaganna og styrkja stoðir þeirra. 18. ágúst 2020 14:48 Framhaldsskólanemar gefa stjórnvöldum falleinkunn Samband íslenskra framhaldsskólanema, SÍF, lýsir yfir vonbrigðum með að stjórnvöld hafi ekki birt skýra aðgerðaráætlun um hvernig kennslu í framhaldsskólum skuli háttað, nú þegar haustönn er um það bil að hefjast. 14. ágúst 2020 11:51 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
Á öðrum ársfjórðungi 2020 mældist atvinnuleysi í landinu um 6,9% en að meðaltali voru 14.300 manns atvinnulausir. Atvinnuleysi eykst um 2,5% á milli ára. Staðan er langverst hjá yngsta aldurshópnum en atvinnuleysi mældist 17,7% hjá hópnum samanborið við 10,5% á sama tímabili í fyrra. Eins og vænta mátti bar annar ársfjórðungur á íslenskum vinnumarkaði þess merki að heimsfaraldur geisar. Hagstofan hefur birt tölur yfir annan ársfjórðung vinnumarkaðarins á Íslandi. „Það má segja að það séu þrír þættir sem séu hvað áhugaverðastir. Það er þessi aukning á atvinnuleysi og sérstaklega staða mála hjá ungu fólki. Við sjáum bæði að atvinnuleysi var 17,7% á öðrum ársfjórðungi 2020 sem er aukning úr 10,5% í fyrra en líka að hlutfall starfandi hefur lækkað úr 78,3% í 66,6% á einu ári.“ Þetta sagði Anton Örn Karlsson, deildarstjóri atvinnu, lífskjara og mannfjölda hjá Hagstofunni í hádegisfréttum bylgjunnar. Hagstofa Íslands Á öðrum ársfjórðungi þessa árs voru 53.500 manns utan vinnumarkaðar eða 20,4%. Það er aukning um 9.500 manns eða 3,3 prósentustig, frá árinu áður. Flestir sem voru utan vinnumarkaðar á öðrum ársfjórðungi tilheyra yngsta aldurshópnum:16-24 ára. „Þeir sem eru utan vinnumarkaðar eru þeir sem teljast vera óvirkir. Þeir eru ekki að leita sér að vinnu eða eru ekki tilbúnir til þess að hefja vinnu strax. Þannig að þetta eru þeir sem af einhverjum ástæðum eru ekki í virkir í vinnuleit eða tiltækir í starf strax.“ Á öðrum ársfjórðungi unnu að jafnaði 42,5% launafólks á aldrinum 25-64 ára aðalstarf sitt venjulega eða stundum í fjarvinnu heima, sem er 12,5% aukning frá árinu áður. „Þarna held ég að sé alveg ljóst að við erum að horfa á áhrif Covid í þessu. Það verður áhugavert að sjá hvort þetta haldi áfram, hvort þetta veðri breyting á fyrirkomulagi vinnunnar eða hvort þetta verði eitthvað sem kemur og fer þegar faraldrinum slotar,“ sagði Anton.
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Aðeins 170 fyrirtæki sótt um lokunarstyrki en búist var við 2000 170 umsóknir um lokunarstyrk hafa borist en upphaflega var gert ráð fyrir að um 2000 fyrirtæki gætu fallið undir úrræðið. 18. ágúst 2020 19:29 Sex sveitarfélög fá styrk vegna hruns í ferðaþjónustu Framlagið mun fara í að styðja við atvinnulíf og samfélag sveitarfélaganna og styrkja stoðir þeirra. 18. ágúst 2020 14:48 Framhaldsskólanemar gefa stjórnvöldum falleinkunn Samband íslenskra framhaldsskólanema, SÍF, lýsir yfir vonbrigðum með að stjórnvöld hafi ekki birt skýra aðgerðaráætlun um hvernig kennslu í framhaldsskólum skuli háttað, nú þegar haustönn er um það bil að hefjast. 14. ágúst 2020 11:51 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
Aðeins 170 fyrirtæki sótt um lokunarstyrki en búist var við 2000 170 umsóknir um lokunarstyrk hafa borist en upphaflega var gert ráð fyrir að um 2000 fyrirtæki gætu fallið undir úrræðið. 18. ágúst 2020 19:29
Sex sveitarfélög fá styrk vegna hruns í ferðaþjónustu Framlagið mun fara í að styðja við atvinnulíf og samfélag sveitarfélaganna og styrkja stoðir þeirra. 18. ágúst 2020 14:48
Framhaldsskólanemar gefa stjórnvöldum falleinkunn Samband íslenskra framhaldsskólanema, SÍF, lýsir yfir vonbrigðum með að stjórnvöld hafi ekki birt skýra aðgerðaráætlun um hvernig kennslu í framhaldsskólum skuli háttað, nú þegar haustönn er um það bil að hefjast. 14. ágúst 2020 11:51