Áður óbirtar myndir frá eldgosinu á Heimaey sýndar á Stöð 2 í kvöld Kristján Már Unnarsson skrifar 9. mars 2020 16:00 Frá Heimaey á fjórða degi eldgossins. Mynd/Ingvar Friðleifsson. Sextán mínútna löng kvikmynd ásamt fjölda ljósmynda, sem Ingvar Friðleifsson jarðfræðingur tók á fyrstu dögum eldgossins á Heimaey árið 1973, verða sýndar í fyrsta sinn opinberlega í þættinum Um land allt á Stöð 2 kl. 19.10 í kvöld. Jafnframt verður rætt við hóp Vestmannaeyinga sem flúðu eldgosið en settust að í Grindavík. Ingvar lýsir gosstróknum á myndinni í viðtalinu á Stöð 2Stöð 2/Einar Árnason. Ingvar var 26 ára gamall í doktorsnámi við Oxford-háskóla þegar eldgosið hófst þann 23. janúar 1973. Rektor jarðvísindadeildar bauð Ingvari þá að fara til Íslands og Vestmannaeyja á kostnað skólans gegn því að hann flytti síðan fyrirlestra um gosið. Tveimur dögum síðar var Ingvar kominn til Eyja með kvikmyndatökuvél og ljósmyndavél. Hraunið byrjað að brjóta niður Kirkjubæina, austustu íbúðarhúsin á Heimaey. Myndina tók Ingvar 25. janúar, á þriðja degi eldgossins. Hann dvaldi á eynni í tvo sólarhringa, á þriðja og fjórða degi gossins. Hann myndaði meðal annars fyrstu húsin fara undir hraun sem voru Kirkjubæirnir austast á eynni. Hamagangur í bíla- og búslóðarflutningum við höfnina. Til vinstri sést maður stökkva af vörubílspalli. Takið eftir hvernig nafn Heklu ber í eldgíginn.Mynd/Ingvar Friðleifsson. Eyjamennirnir í Grindavík rifja í þættinum upp gosnóttina og flóttann frá Heimaey og hvernig líf þeirra umturnaðist. Þeir ræða einnig um þá óvissu sem þeir hafa búið við undanfarnar vikur vegna hugsanlegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn. Strandlengjan og bærinn eru mikið breytt frá því þessi mynd var tekin. Öll húsin á myndinni hurfu undir hraun en vitinn stendur enn.Mynd/Ingvar Friðleifsson Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um myndirnar: Eldgos og jarðhræringar Um land allt Vestmannaeyjar Heimaeyjargosið 1973 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Sextán mínútna löng kvikmynd ásamt fjölda ljósmynda, sem Ingvar Friðleifsson jarðfræðingur tók á fyrstu dögum eldgossins á Heimaey árið 1973, verða sýndar í fyrsta sinn opinberlega í þættinum Um land allt á Stöð 2 kl. 19.10 í kvöld. Jafnframt verður rætt við hóp Vestmannaeyinga sem flúðu eldgosið en settust að í Grindavík. Ingvar lýsir gosstróknum á myndinni í viðtalinu á Stöð 2Stöð 2/Einar Árnason. Ingvar var 26 ára gamall í doktorsnámi við Oxford-háskóla þegar eldgosið hófst þann 23. janúar 1973. Rektor jarðvísindadeildar bauð Ingvari þá að fara til Íslands og Vestmannaeyja á kostnað skólans gegn því að hann flytti síðan fyrirlestra um gosið. Tveimur dögum síðar var Ingvar kominn til Eyja með kvikmyndatökuvél og ljósmyndavél. Hraunið byrjað að brjóta niður Kirkjubæina, austustu íbúðarhúsin á Heimaey. Myndina tók Ingvar 25. janúar, á þriðja degi eldgossins. Hann dvaldi á eynni í tvo sólarhringa, á þriðja og fjórða degi gossins. Hann myndaði meðal annars fyrstu húsin fara undir hraun sem voru Kirkjubæirnir austast á eynni. Hamagangur í bíla- og búslóðarflutningum við höfnina. Til vinstri sést maður stökkva af vörubílspalli. Takið eftir hvernig nafn Heklu ber í eldgíginn.Mynd/Ingvar Friðleifsson. Eyjamennirnir í Grindavík rifja í þættinum upp gosnóttina og flóttann frá Heimaey og hvernig líf þeirra umturnaðist. Þeir ræða einnig um þá óvissu sem þeir hafa búið við undanfarnar vikur vegna hugsanlegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn. Strandlengjan og bærinn eru mikið breytt frá því þessi mynd var tekin. Öll húsin á myndinni hurfu undir hraun en vitinn stendur enn.Mynd/Ingvar Friðleifsson Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um myndirnar:
Eldgos og jarðhræringar Um land allt Vestmannaeyjar Heimaeyjargosið 1973 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira