Síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni lauk nú rétt í þessu þar sem Burnley fékk Tottenham í heimsókn á Turf Moor leikvanginn.
Það blés ekki byrlega fyrir lærisveina Jose Mourinho því Chris Wood kom heimamönnum yfir af harðfylgi strax á 13.mínútu. Heimamenn höfðu forystu í leikhléi og greip Mourinho til þess að gera tvær breytingar á liði sínu í hálfleik.
Það skilaði sér strax því Tottenham jafnaði metin á 51.mínútu. Markið kom af vítapunktinum þar sem Dele Alli var öryggið uppmálað.
Fleiri urðu mörkin ekki og 1-1 jafntefli niðurstaðan.
Burnley og Tottenham skildu jöfn á Turf Moor
