„Erfiðast í þessu ferli er þegar maður missir það“ Stefán Árni Pálsson skrifar 5. mars 2020 10:30 Linda Haukdal er 45 ára en gefst ekki upp á þeim draumi að eignast barn. Linda Rós Haukdal Rúnarsdóttir er 45 ára, einhleyp og hefur reynt að eignast barn í nokkur ár. Hún hefur bæði varið miklum tíma og fjármunum í meðferðir en samtals hefur hún farið í 12 glasameðferðir hér á landi með engum árangri. Linda hefur orðið ólétt en misst fóstrið vegna mikilla samgróninga sem hún telur að hægt hefði verið að laga mikið fyrr og er hún svekkt eftir allar mislukkuðu meðferðirnar sem hafa tekið mikið á hana. „Erfiðast í þessu ferli er þegar maður missir það, þegar maður fær neikvætt próf, þegar það byrjar að blæða áður en maður á að taka próf og það er svona það andlega erfiðast,“ segir Linda í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Biðin frá uppsetningu og þar til að ég má taka próf, sem er örugglega svona tvær vikur, er erfiðasta tímabilið í öllu ferlinu. Þú átt bara að slaka á, ert ólétt en samt ekki ólétt og maður á víst ekkert að hugsa um þetta. Það er bara ekki hægt.“ Linda varð einu sinni ólétt og náði eitt skipti níu vikna fóstri. „Ég missti fóstrið þar sem ég er með samgróning í leginu og ég svosem vissi af því en læknirinn minn í Livio sagði að samgróningurinn væri farin og ég trúi því. Ég missi níu vikna fóstur í október og þá er ég inni á Landspítala og það eru þrír læknar þarna sem þurftu að leita að fóstrinu mínu því það kramdist bara.“ Svekkt og reið Eins og fyrr segir fór Linda í fjölmargar meðferðir hér á landi og ákvað síðan, eftir að hafa heyrt af góðum árangri af meðferðum í Grikklandi, að skoða það betur. Hún fór í meðferð til Grikklands í desember 2019, fór í skoðun og í ljós kom að hún var enn með mjög mikla samgróninga. „Þeir gerðu mjög einfalt próf þarna úti þar sem þeir setja vatn upp í legið og sjá hvort að legið gefur eftir vatninu. Ef legið gefur eftir vatninu þá mun það gera það líka með fóstrinu. Það sem var að mér var að legið var bara grófið saman og þess vegna náði fóstrið mitt ekkert að stækka.“ Þetta próf var ekki framkvæmt hér á Íslandi sem Lindu þykur mjög einkennilegt. „Ég er svekkt og reið,“ segir Linda en læknarnir í Grikklandi byrjuðu á því að laga samgróningana og var næsta skref sjálf eggheimtan sem gekk mjög vel og var fósturvísirinn geymdur þar sem ekki var hægt að leggja á Lindu aðra aðgerð. Þegar Ísland í dag hitti Lindu á dögunum var hún á leiðinni til Grikklands í uppsetningu og var hún nokkuð bjartsýn. „Eftir að maður byrjaði í þessu tekur maður eftir því hvað ofboðslega margir þurfa á hjálp að halda. Hvort sem það eru einhleypingar eða hjón sem geta ekki búið til barn heima. Ég hef alltaf ákveðið að taka bara eitt skref í einu.“ Hún segir að ferlið hafi tekið mikið á hana andlega. „Ég er rosalega mikil pollýanna en það eina sem er erfitt er þegar þetta mistekst.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira
Linda Rós Haukdal Rúnarsdóttir er 45 ára, einhleyp og hefur reynt að eignast barn í nokkur ár. Hún hefur bæði varið miklum tíma og fjármunum í meðferðir en samtals hefur hún farið í 12 glasameðferðir hér á landi með engum árangri. Linda hefur orðið ólétt en misst fóstrið vegna mikilla samgróninga sem hún telur að hægt hefði verið að laga mikið fyrr og er hún svekkt eftir allar mislukkuðu meðferðirnar sem hafa tekið mikið á hana. „Erfiðast í þessu ferli er þegar maður missir það, þegar maður fær neikvætt próf, þegar það byrjar að blæða áður en maður á að taka próf og það er svona það andlega erfiðast,“ segir Linda í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Biðin frá uppsetningu og þar til að ég má taka próf, sem er örugglega svona tvær vikur, er erfiðasta tímabilið í öllu ferlinu. Þú átt bara að slaka á, ert ólétt en samt ekki ólétt og maður á víst ekkert að hugsa um þetta. Það er bara ekki hægt.“ Linda varð einu sinni ólétt og náði eitt skipti níu vikna fóstri. „Ég missti fóstrið þar sem ég er með samgróning í leginu og ég svosem vissi af því en læknirinn minn í Livio sagði að samgróningurinn væri farin og ég trúi því. Ég missi níu vikna fóstur í október og þá er ég inni á Landspítala og það eru þrír læknar þarna sem þurftu að leita að fóstrinu mínu því það kramdist bara.“ Svekkt og reið Eins og fyrr segir fór Linda í fjölmargar meðferðir hér á landi og ákvað síðan, eftir að hafa heyrt af góðum árangri af meðferðum í Grikklandi, að skoða það betur. Hún fór í meðferð til Grikklands í desember 2019, fór í skoðun og í ljós kom að hún var enn með mjög mikla samgróninga. „Þeir gerðu mjög einfalt próf þarna úti þar sem þeir setja vatn upp í legið og sjá hvort að legið gefur eftir vatninu. Ef legið gefur eftir vatninu þá mun það gera það líka með fóstrinu. Það sem var að mér var að legið var bara grófið saman og þess vegna náði fóstrið mitt ekkert að stækka.“ Þetta próf var ekki framkvæmt hér á Íslandi sem Lindu þykur mjög einkennilegt. „Ég er svekkt og reið,“ segir Linda en læknarnir í Grikklandi byrjuðu á því að laga samgróningana og var næsta skref sjálf eggheimtan sem gekk mjög vel og var fósturvísirinn geymdur þar sem ekki var hægt að leggja á Lindu aðra aðgerð. Þegar Ísland í dag hitti Lindu á dögunum var hún á leiðinni til Grikklands í uppsetningu og var hún nokkuð bjartsýn. „Eftir að maður byrjaði í þessu tekur maður eftir því hvað ofboðslega margir þurfa á hjálp að halda. Hvort sem það eru einhleypingar eða hjón sem geta ekki búið til barn heima. Ég hef alltaf ákveðið að taka bara eitt skref í einu.“ Hún segir að ferlið hafi tekið mikið á hana andlega. „Ég er rosalega mikil pollýanna en það eina sem er erfitt er þegar þetta mistekst.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira