Óhress með að vera kallaður „lítill einræðisherra“ og „blaðafulltrúi ríkisstjórnarinnar“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. mars 2020 15:06 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. Vísir/Vilhelm „Forseti bakkar ekki með það, að það að kalla forseta Alþingis „blaðafulltrúa ríkisstjórnar“ eða „lítinn einræðisherra“ er að tala af óvirðingu um forseta Alþingis. Þeir þingmenn sem vilja láta það standa geri það. En forseti endurtekur að svona mun hann ekki líða,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis við lok umræðu um fundarstjórn forseta á Alþingi í dag. Brást hann þar við ummælum Loga Einarssonar og Halldóru Mogensen sem þau höfðu látið falla í pontu. Fjölmargir þingmenn stjórnarandstöðunnar kvörtuðu undan því á Alþingi í dag að svör ráðherra við fyrirspurnum þingmanna berist hægt og illa. Ítrekað óski ráðherrar eftir frest til að svara fyrirspurnum, fæstar berist þær á réttum tíma og jafnvel skili svör sér ekki í tæka tíð þótt ekki sé óskað formlega eftir fresti. Steingrímur tók til varna og bað til að mynda Loga Einarsson um að draga ummæli sín um forseta til baka. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var fyrst til að kveða sér hljóðs undir liðnum um fundarstjórn forseta þar sem hún kvartaði yfir því hve langan tíma það hefur tekið að fá svör við fyrirspurnum. Fleiri þingmenn stigu þá í pontu og tóku undir með Þorgerði. Þingmönnum var afar heitt í hamsi og áttu þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu einnig í orðaskiptum í hliðarsölum þingsins. Steingrímur svaraði því í fyrstu til að vissulega væri ekki gott að svör bærust seint en þetta atriði hafi einmitt verið til umfjöllunar, meðal annars á vettvangi forsætisnefndar. Mikil vinna og umræða hafi farið fram um þetta atriði til að mynda á vettvangi nefndar um endurskoðun þingskaparlaga. Viðleitni sé til að bæta úr þessu auk þess sem Steingrímur benti á að það væri algengara en ekki að svör við fyrirspurnum bærust seinna en venjulegur frestur geri ráð fyrir. Þar af leiðandi sé ef til vill tilefni til að endurskoða þann tíma sem ráðherrum er veittur til að svara fyrirspurnum. Þingmenn verið að geta gagnrýnt forseta „Fyrst ég er kominn hingað upp þá verð ég bara að fá að segja það að mér finnst nefnilega herra forseti oft taka taum ríkisstjórnarinnar frekar en þingsins og á sínum verstu dögum jafnvel vera eins og blaðafulltrúi ríkisstjórnarinnar,“ sagði Logi meðal annars. Þessi ummæli hvatti Steingrímur Loga til að íhuga að draga til baka og hækkaði róminn. Meðal annarra þingmanna sem kvöddu sér hljóðs var Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata. „Ég verð að viðurkenna að það sauð dálítið í mér þegar að forseti svaraði háttvirtum þingmanni Loga Einarssyni áðan,“ sagði Halldóra. „Mér finnst þetta ekki í lagi. Mér finnst ekki í lagi að upplifa það sem þingmaður að geta ekki komið upp í pontu og gagnrýnt forseta án þess að hafa áhyggjur eða hreinlega vera hrædd við reiðiköstin í háttvirtum forseta sem ég hef því miður lent í áður,“ bætti hún við. „Við verðum að fá að koma hérna upp og gagnrýna forseta og fá að tala á þann máta sem við teljum vera skildu okkar án þess að þurfa að vera hrædd við litla einræðisherrann sem að forseti hefur innra með sér,“ sagði Halldóra. Steingrímur áréttaði að umræðunni lokinni að það væri réttur allra þingmanna að gagnrýna forseta en brýndi þá um leið til að gera það með málefnalegum hætti.Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Vinstri græn Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
„Forseti bakkar ekki með það, að það að kalla forseta Alþingis „blaðafulltrúa ríkisstjórnar“ eða „lítinn einræðisherra“ er að tala af óvirðingu um forseta Alþingis. Þeir þingmenn sem vilja láta það standa geri það. En forseti endurtekur að svona mun hann ekki líða,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis við lok umræðu um fundarstjórn forseta á Alþingi í dag. Brást hann þar við ummælum Loga Einarssonar og Halldóru Mogensen sem þau höfðu látið falla í pontu. Fjölmargir þingmenn stjórnarandstöðunnar kvörtuðu undan því á Alþingi í dag að svör ráðherra við fyrirspurnum þingmanna berist hægt og illa. Ítrekað óski ráðherrar eftir frest til að svara fyrirspurnum, fæstar berist þær á réttum tíma og jafnvel skili svör sér ekki í tæka tíð þótt ekki sé óskað formlega eftir fresti. Steingrímur tók til varna og bað til að mynda Loga Einarsson um að draga ummæli sín um forseta til baka. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var fyrst til að kveða sér hljóðs undir liðnum um fundarstjórn forseta þar sem hún kvartaði yfir því hve langan tíma það hefur tekið að fá svör við fyrirspurnum. Fleiri þingmenn stigu þá í pontu og tóku undir með Þorgerði. Þingmönnum var afar heitt í hamsi og áttu þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu einnig í orðaskiptum í hliðarsölum þingsins. Steingrímur svaraði því í fyrstu til að vissulega væri ekki gott að svör bærust seint en þetta atriði hafi einmitt verið til umfjöllunar, meðal annars á vettvangi forsætisnefndar. Mikil vinna og umræða hafi farið fram um þetta atriði til að mynda á vettvangi nefndar um endurskoðun þingskaparlaga. Viðleitni sé til að bæta úr þessu auk þess sem Steingrímur benti á að það væri algengara en ekki að svör við fyrirspurnum bærust seinna en venjulegur frestur geri ráð fyrir. Þar af leiðandi sé ef til vill tilefni til að endurskoða þann tíma sem ráðherrum er veittur til að svara fyrirspurnum. Þingmenn verið að geta gagnrýnt forseta „Fyrst ég er kominn hingað upp þá verð ég bara að fá að segja það að mér finnst nefnilega herra forseti oft taka taum ríkisstjórnarinnar frekar en þingsins og á sínum verstu dögum jafnvel vera eins og blaðafulltrúi ríkisstjórnarinnar,“ sagði Logi meðal annars. Þessi ummæli hvatti Steingrímur Loga til að íhuga að draga til baka og hækkaði róminn. Meðal annarra þingmanna sem kvöddu sér hljóðs var Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata. „Ég verð að viðurkenna að það sauð dálítið í mér þegar að forseti svaraði háttvirtum þingmanni Loga Einarssyni áðan,“ sagði Halldóra. „Mér finnst þetta ekki í lagi. Mér finnst ekki í lagi að upplifa það sem þingmaður að geta ekki komið upp í pontu og gagnrýnt forseta án þess að hafa áhyggjur eða hreinlega vera hrædd við reiðiköstin í háttvirtum forseta sem ég hef því miður lent í áður,“ bætti hún við. „Við verðum að fá að koma hérna upp og gagnrýna forseta og fá að tala á þann máta sem við teljum vera skildu okkar án þess að þurfa að vera hrædd við litla einræðisherrann sem að forseti hefur innra með sér,“ sagði Halldóra. Steingrímur áréttaði að umræðunni lokinni að það væri réttur allra þingmanna að gagnrýna forseta en brýndi þá um leið til að gera það með málefnalegum hætti.Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Vinstri græn Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira