Lampard um Liverpool: Þeir urðu mannlegir í einum leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. mars 2020 09:00 Frank Lampard og Jürgen Klopp léttir á því á hliðarlínunni fyrr á þessu tímabili. Getty/Matthew Ashton Frank Lampard, knattspyrnustjóri Chelsea, býst við svari hjá Liverpool í bikarleik liðanna í kvöld eftir að Liverpool tapaði óvænt fyrsta deildarleik tímabilsins um helgina. Frank Lampard er alls ekki á því að það verði auðveldara að mæta Liverpool í kvöld eftir að liðið fékk skellinn á móti Watford. „Af hverju? Af því að þeir töpuðu einum leik? Kannski, hver veit? Það getur farið í báðar áttir. Þeir urðu allavega mannlegir í einum leik. Það getur vel gerst í ensku úrvalsdeildinni sem er mjög samkeppnishæf,“ sagði Frank Lampard „Það sýnir líka hversu frábæra hluti þeir hafa gert síðasta árið og þá sérstaklega á þessu tímabili. Ég get því ekki sagt að þetta geri leikinn auðveldari fyrir okkur,“ sagði Frank Lampard 'The've become human for one game': Lampard expecting Liverpool reaction in FA Cup. By @tumcarayolhttps://t.co/LK6nkTGPBr— Guardian sport (@guardian_sport) March 3, 2020 „Liverpool hefur bara gengið í gegnum í röð úrslita eins og við hin liðin erum að lenda í. Þeir hafa hingað til verið í sérflokki á þessu tímabil. Það er ótrúlegt afrek hjá Jürgen Klopp og öllu liðinu. Núna eru þeir aftur orðnir örlítið venjulegir,“ sagði Lampard. Pressan er á Lampard. Chelsea náði aðeins jafntefli á móti Bournemouth eftir að hafa steinlegið 3-0 á heimavelli á móti Bayern í Meistaradeildinni í leiknum á undan. Chelsea liðið hefur nú ekki unnið í síðustu sex deildarleikjum sínum og hefur um leið hleypt öðrum liðum inn í baráttuna um síðasta Meistaradeildarsætið. Lampard veit hins vegar að Chelsea hefur stalið vel í Liverpool í tveimur leikjum liðanna á leiktíðinni. Liverpool þurfti vítaspyrnukeppni til að vinna Chelsea í Ofurbikar Evrópu og vann síðan nauman 2-1 sigur á Stamford Bridge í september. Leikur Chelsea og Liverpool í sextán liða úrslitum ensku bikarkeppninnar hefst klukkan 19.45 í kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Enski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Fleiri fréttir Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Sjá meira
Frank Lampard, knattspyrnustjóri Chelsea, býst við svari hjá Liverpool í bikarleik liðanna í kvöld eftir að Liverpool tapaði óvænt fyrsta deildarleik tímabilsins um helgina. Frank Lampard er alls ekki á því að það verði auðveldara að mæta Liverpool í kvöld eftir að liðið fékk skellinn á móti Watford. „Af hverju? Af því að þeir töpuðu einum leik? Kannski, hver veit? Það getur farið í báðar áttir. Þeir urðu allavega mannlegir í einum leik. Það getur vel gerst í ensku úrvalsdeildinni sem er mjög samkeppnishæf,“ sagði Frank Lampard „Það sýnir líka hversu frábæra hluti þeir hafa gert síðasta árið og þá sérstaklega á þessu tímabili. Ég get því ekki sagt að þetta geri leikinn auðveldari fyrir okkur,“ sagði Frank Lampard 'The've become human for one game': Lampard expecting Liverpool reaction in FA Cup. By @tumcarayolhttps://t.co/LK6nkTGPBr— Guardian sport (@guardian_sport) March 3, 2020 „Liverpool hefur bara gengið í gegnum í röð úrslita eins og við hin liðin erum að lenda í. Þeir hafa hingað til verið í sérflokki á þessu tímabil. Það er ótrúlegt afrek hjá Jürgen Klopp og öllu liðinu. Núna eru þeir aftur orðnir örlítið venjulegir,“ sagði Lampard. Pressan er á Lampard. Chelsea náði aðeins jafntefli á móti Bournemouth eftir að hafa steinlegið 3-0 á heimavelli á móti Bayern í Meistaradeildinni í leiknum á undan. Chelsea liðið hefur nú ekki unnið í síðustu sex deildarleikjum sínum og hefur um leið hleypt öðrum liðum inn í baráttuna um síðasta Meistaradeildarsætið. Lampard veit hins vegar að Chelsea hefur stalið vel í Liverpool í tveimur leikjum liðanna á leiktíðinni. Liverpool þurfti vítaspyrnukeppni til að vinna Chelsea í Ofurbikar Evrópu og vann síðan nauman 2-1 sigur á Stamford Bridge í september. Leikur Chelsea og Liverpool í sextán liða úrslitum ensku bikarkeppninnar hefst klukkan 19.45 í kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Enski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Fleiri fréttir Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Sjá meira