Skoða stöðu hótelstarfsmanna sem eiga að vinna í Farsóttarhúsinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. mars 2020 16:30 Fosshótel Lind við Rauðarárstíg hefur verið leigt í heili lagi undir sóttkví ef þurfa þykir Vísir/Frikki Hótelstarfsmenn sem munu vinna í Farsóttarhúsinu á Rauðarárstíg er frjálst að hafna því að starfa þar að sögn yfirvalda. Stéttarfélaginu Eflingu hafa borist fyrirspurnir vegna málsins í dag og er unnið að því að kanna stöðu starfsmannanna. Greint var frá því um helgina að ákveðið hafi verið að nýta Fosshótelið Lind á Rauðarárstíg sem sóttkví fyrir þau sem mögulega smituð eru af kórónuveirunni og þurfa á sóttkví að halda. Á upplýsingafundi yfirvalda vegna kórónuveirunnar sem haldinn var í dag kom fram að húsið verði mannað ákveðnum fjölda hótelstarfsmanna, sjálfboðaliða frá Rauða krossinum og heilbrigðisstarfsfólks. Enn sem komið er er enginn í sóttkví í húsinu en hótelstarfsmennirnir fengu í morgun leiðbeiningar og þjálfun um það hvernig þeir eigi að bera sig að við störf í húsinu verði það tekið í notkun. Húsið er fyrst og fremst ætlað ferðamönnum sem kunna að þurfa að fara í sóttkví. Í þarfagreiningu vegna Farsóttarhússins segir að mikilvægt sé að þeir einstaklingar sem starfi innan farsóttarhúss þekki smitleiðir og einkenni sýkingar vegna kórónuveirunnar. Þá þurfa þeir einnig að þekkja og beita grundvallar varúð til að draga úr hætti á smiti. Efling með málið til skoðunar Hótelstarfsmenn á höfuðborgarsvæðinu eru flestir félagsmenn í Eflingu eða VR og í samtali við Vísi segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar að félaginu hafi borist fyrirspurnir frá félagsmönnum um hver sé staða þeirra hótelstarfsmanna sem munu koma til með að starfa í kringum þá sem eru í sóttkví. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar.Vísir/vilhelm „Við erum með þetta í athugun. Við tökum þetta mjög alvarlega. Það þarf að vera ljóst hver réttur félagsmanna er í svona aðstæðum sem geta ekki talist venjulegar. Þetta eru ekki venjulegar starfsaðstæður sem þarna er verið að bjóða þeim upp á. Það er álitamál hvort megi ætlast til þess að þeir vinni, hvort þetta falli undir kjarasamninginn þeirra,“ segir Viðar. Hann hafi rætt málið við framkvæmdastjóra VR og að verið sé að skoða hver sé réttur og staða þessarra starfsmanna. Alma Möller landlæknir var spurð út í stöðu starfsmanna á upplýsingafundinum í dag þar sem meðal annars var spurt hvort að hótelstarfsmennirnir gætu einfaldlega hafnað því að vinna í Farsóttarhúsinu, í ljósi þess að þar þyrftu þeir að starfa í kringum þá sem væru mögulega smitaðir. Vísaði hún spurningunni á samstarfskonu sína sem svaraði því að starfsmennirnir gætu hafnað því að vinna í Farsóttarhúsinu. Það sem þú gætir viljað lesa um kórónuveiruna Nýjast: Öll nýjustu tíðindi má finna á undirsíðu Vísis um kórónuveirunaHvernig smitast kórónuveiran? Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum COVID-19 smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti.Spurt og svarað um kórónuveiruna: Hvað er hún? Hvar greindist hún? Hvað er vitað? Hvernig á að forðast smit?Réttindi ferðalanga vegna kórónuveirunnar: Réttur ferðamanna til að fá það tjón bætt sem þeir kunna að verða fyrir í tengslum við ferðalög vegna veirunnar er ólíkur eftir aðstæðum, til dæmis eftir því hvort fólk er að ferðast á eigin vegum eða er á bókað í pakkaferð. Heilbrigðir sem lenda í sóttkví erlendis eru ótryggðir.Landsmenn eru minntir á mikilvægi handþvottar og sótthreinsunar. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Tengdar fréttir Aukafjármagn til þrifa vegna kórónuveirunnar Borgarráð hyggst leggja til fjármagn til aukinna þrifa í stofnunum borgarinnar vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid19-sjúkdómnum. 2. mars 2020 11:02 Hóteli á Rauðarárstíg breytt í sóttkví Ákveðið hefur verið að nýta hótel á Rauðarárstíg sem sóttkví fyrir þau sem mögulega smituð eru af kórónuveirunni. Gestum hótelsins var tilkynnt þetta í morgun og voru þeir fluttir á annað hótel í nágrenninu. Forstjóri Sjúkratrygginga segir ekkert smit hafa komið upp, aðeins sé um varúðarúrræði að ræða. 29. febrúar 2020 12:01 Hátt í 300 manns í sóttkví á Íslandi vegna kórónuveirunnar Annar Íslendingur hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta fékkst staðfest laust fyrir kl. 18:00 í dag. Einstaklingurinn er karlmaður á sextugsaldri og hafði hann verið á ferðalagi á Ítalíu en var utan skilgreinds hættusvæðis. Maðurinn er nú í heimasóttkví og er ekki mikið veikur. 1. mars 2020 18:43 Réttur ferðalanga vegna kórónuveirunnar ólíkur eftir aðstæðum Réttur ferðamanna til að fá það tjón bætt sem þeir kunna að verða fyrir í tengslum við ferðalög vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 er ólíkur eftir aðstæðum, til dæmis eftir því hvort fólk er að ferðast á eigin vegum eða á bókað í pakkaferð. 28. febrúar 2020 11:45 Biðla til heilbrigðisstarfsmanna að fara ekki utan í ferðalög Heilbrigðisyfirvöld biðla til heilbrigðisstarfsmanna og annarra sem starfa í framlínu á heilbrigðisstofnunum að fara ekki utan í ferðalög í bili, á meðan tilfellum vegna kórónuveirunnar fer fjölgandi hér á landi. 2. mars 2020 14:36 Þriðja kórónuveirusmitið hefur greinst á Íslandi Þetta er annað smitið sem staðfest hefur verið í dag. 1. mars 2020 20:55 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Hótelstarfsmenn sem munu vinna í Farsóttarhúsinu á Rauðarárstíg er frjálst að hafna því að starfa þar að sögn yfirvalda. Stéttarfélaginu Eflingu hafa borist fyrirspurnir vegna málsins í dag og er unnið að því að kanna stöðu starfsmannanna. Greint var frá því um helgina að ákveðið hafi verið að nýta Fosshótelið Lind á Rauðarárstíg sem sóttkví fyrir þau sem mögulega smituð eru af kórónuveirunni og þurfa á sóttkví að halda. Á upplýsingafundi yfirvalda vegna kórónuveirunnar sem haldinn var í dag kom fram að húsið verði mannað ákveðnum fjölda hótelstarfsmanna, sjálfboðaliða frá Rauða krossinum og heilbrigðisstarfsfólks. Enn sem komið er er enginn í sóttkví í húsinu en hótelstarfsmennirnir fengu í morgun leiðbeiningar og þjálfun um það hvernig þeir eigi að bera sig að við störf í húsinu verði það tekið í notkun. Húsið er fyrst og fremst ætlað ferðamönnum sem kunna að þurfa að fara í sóttkví. Í þarfagreiningu vegna Farsóttarhússins segir að mikilvægt sé að þeir einstaklingar sem starfi innan farsóttarhúss þekki smitleiðir og einkenni sýkingar vegna kórónuveirunnar. Þá þurfa þeir einnig að þekkja og beita grundvallar varúð til að draga úr hætti á smiti. Efling með málið til skoðunar Hótelstarfsmenn á höfuðborgarsvæðinu eru flestir félagsmenn í Eflingu eða VR og í samtali við Vísi segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar að félaginu hafi borist fyrirspurnir frá félagsmönnum um hver sé staða þeirra hótelstarfsmanna sem munu koma til með að starfa í kringum þá sem eru í sóttkví. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar.Vísir/vilhelm „Við erum með þetta í athugun. Við tökum þetta mjög alvarlega. Það þarf að vera ljóst hver réttur félagsmanna er í svona aðstæðum sem geta ekki talist venjulegar. Þetta eru ekki venjulegar starfsaðstæður sem þarna er verið að bjóða þeim upp á. Það er álitamál hvort megi ætlast til þess að þeir vinni, hvort þetta falli undir kjarasamninginn þeirra,“ segir Viðar. Hann hafi rætt málið við framkvæmdastjóra VR og að verið sé að skoða hver sé réttur og staða þessarra starfsmanna. Alma Möller landlæknir var spurð út í stöðu starfsmanna á upplýsingafundinum í dag þar sem meðal annars var spurt hvort að hótelstarfsmennirnir gætu einfaldlega hafnað því að vinna í Farsóttarhúsinu, í ljósi þess að þar þyrftu þeir að starfa í kringum þá sem væru mögulega smitaðir. Vísaði hún spurningunni á samstarfskonu sína sem svaraði því að starfsmennirnir gætu hafnað því að vinna í Farsóttarhúsinu. Það sem þú gætir viljað lesa um kórónuveiruna Nýjast: Öll nýjustu tíðindi má finna á undirsíðu Vísis um kórónuveirunaHvernig smitast kórónuveiran? Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum COVID-19 smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti.Spurt og svarað um kórónuveiruna: Hvað er hún? Hvar greindist hún? Hvað er vitað? Hvernig á að forðast smit?Réttindi ferðalanga vegna kórónuveirunnar: Réttur ferðamanna til að fá það tjón bætt sem þeir kunna að verða fyrir í tengslum við ferðalög vegna veirunnar er ólíkur eftir aðstæðum, til dæmis eftir því hvort fólk er að ferðast á eigin vegum eða er á bókað í pakkaferð. Heilbrigðir sem lenda í sóttkví erlendis eru ótryggðir.Landsmenn eru minntir á mikilvægi handþvottar og sótthreinsunar. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Tengdar fréttir Aukafjármagn til þrifa vegna kórónuveirunnar Borgarráð hyggst leggja til fjármagn til aukinna þrifa í stofnunum borgarinnar vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid19-sjúkdómnum. 2. mars 2020 11:02 Hóteli á Rauðarárstíg breytt í sóttkví Ákveðið hefur verið að nýta hótel á Rauðarárstíg sem sóttkví fyrir þau sem mögulega smituð eru af kórónuveirunni. Gestum hótelsins var tilkynnt þetta í morgun og voru þeir fluttir á annað hótel í nágrenninu. Forstjóri Sjúkratrygginga segir ekkert smit hafa komið upp, aðeins sé um varúðarúrræði að ræða. 29. febrúar 2020 12:01 Hátt í 300 manns í sóttkví á Íslandi vegna kórónuveirunnar Annar Íslendingur hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta fékkst staðfest laust fyrir kl. 18:00 í dag. Einstaklingurinn er karlmaður á sextugsaldri og hafði hann verið á ferðalagi á Ítalíu en var utan skilgreinds hættusvæðis. Maðurinn er nú í heimasóttkví og er ekki mikið veikur. 1. mars 2020 18:43 Réttur ferðalanga vegna kórónuveirunnar ólíkur eftir aðstæðum Réttur ferðamanna til að fá það tjón bætt sem þeir kunna að verða fyrir í tengslum við ferðalög vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 er ólíkur eftir aðstæðum, til dæmis eftir því hvort fólk er að ferðast á eigin vegum eða á bókað í pakkaferð. 28. febrúar 2020 11:45 Biðla til heilbrigðisstarfsmanna að fara ekki utan í ferðalög Heilbrigðisyfirvöld biðla til heilbrigðisstarfsmanna og annarra sem starfa í framlínu á heilbrigðisstofnunum að fara ekki utan í ferðalög í bili, á meðan tilfellum vegna kórónuveirunnar fer fjölgandi hér á landi. 2. mars 2020 14:36 Þriðja kórónuveirusmitið hefur greinst á Íslandi Þetta er annað smitið sem staðfest hefur verið í dag. 1. mars 2020 20:55 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Aukafjármagn til þrifa vegna kórónuveirunnar Borgarráð hyggst leggja til fjármagn til aukinna þrifa í stofnunum borgarinnar vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid19-sjúkdómnum. 2. mars 2020 11:02
Hóteli á Rauðarárstíg breytt í sóttkví Ákveðið hefur verið að nýta hótel á Rauðarárstíg sem sóttkví fyrir þau sem mögulega smituð eru af kórónuveirunni. Gestum hótelsins var tilkynnt þetta í morgun og voru þeir fluttir á annað hótel í nágrenninu. Forstjóri Sjúkratrygginga segir ekkert smit hafa komið upp, aðeins sé um varúðarúrræði að ræða. 29. febrúar 2020 12:01
Hátt í 300 manns í sóttkví á Íslandi vegna kórónuveirunnar Annar Íslendingur hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta fékkst staðfest laust fyrir kl. 18:00 í dag. Einstaklingurinn er karlmaður á sextugsaldri og hafði hann verið á ferðalagi á Ítalíu en var utan skilgreinds hættusvæðis. Maðurinn er nú í heimasóttkví og er ekki mikið veikur. 1. mars 2020 18:43
Réttur ferðalanga vegna kórónuveirunnar ólíkur eftir aðstæðum Réttur ferðamanna til að fá það tjón bætt sem þeir kunna að verða fyrir í tengslum við ferðalög vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 er ólíkur eftir aðstæðum, til dæmis eftir því hvort fólk er að ferðast á eigin vegum eða á bókað í pakkaferð. 28. febrúar 2020 11:45
Biðla til heilbrigðisstarfsmanna að fara ekki utan í ferðalög Heilbrigðisyfirvöld biðla til heilbrigðisstarfsmanna og annarra sem starfa í framlínu á heilbrigðisstofnunum að fara ekki utan í ferðalög í bili, á meðan tilfellum vegna kórónuveirunnar fer fjölgandi hér á landi. 2. mars 2020 14:36
Þriðja kórónuveirusmitið hefur greinst á Íslandi Þetta er annað smitið sem staðfest hefur verið í dag. 1. mars 2020 20:55