Eiga erfitt með að fá nógu marga sprittstanda Eiður Þór Árnason skrifar 1. mars 2020 23:49 Viðskiptavinir Costco eru vel sprittaðir þessa daganna. Vísir/Þórir Mikið hefur gengið á í íslensku samfélagi eftir að fyrsta kórónuveirusmitið greindist hér á föstudag og hafa Íslendingar eflaust sjaldan verið duglegri að sótthreinsa sig í bak og fyrir af ótta við að sýkjast af veirunni alræmdu. Hinar ýmsu verslanir virðast ætla að leggja sitt af mörkum til þess að hamla frekari útbreiðslu hennar. Til að mynda hafa glöggir viðskiptavinir Costco í Kauptúni tekið eftir því að starfsmenn verslunarinnar eru nú byrjaðir að spritta handföng á innkaupakerrum. Einnig er fólki boðið að sótthreinsa á sér hendurnar við innganginn. Íslenskar verslunarkeðjur ætla ekki að láta sitt eftir liggja í þessum efnum en erfitt hefur reynst fyrir stjórnendur þeirra að verða sér úti um rétta búnaðinn. Bætt við á við og dreif Stjórnendur Haga hafa hvatt starfsfólk sitt í verslunum Bónuss og Hagkaups til þess að sótthreinsa oft og reglulega vissa álagsfleti í verslunum, svo sem færibönd, sjálfsafgreiðslukassa, innkaupakörfur og innkaupakerrur. „Einnig hefur sótthreinsistöndum verið bætt við á víð og dreif um verslanir sem viðskiptavinir eru hvattir til að nota en staðreyndin er sú að það reynist erfitt að fá þessa standa frá birgjum og eru heilbrigðisstofnanir í forgangi hvað þá varðar,“ segir Særún Ósk Pálmadóttir, samskiptastjóri Haga í skriflegu svari til fréttastofu. Unnið er að því að bæta við sprittskömmturum í allar verslanir Hagkaups, bæði við grænmetisdeildina og inngang, að sögn Særúnar. Í verslunum Bónuss hefur einnig verið bætt við þá sótthreinsistanda sem fyrir voru. Þá hefur plakötum frá Landlækni verið dreift um verslanir og inn á kaffistofur starfsmanna. Lítið magn til Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, segir að verslunarkeðjan hafi reynt að fá snertilausa sprittstanda og sprittbox í verslanir sínar en að lítið magn virðist vera til hjá heildverslunum hér á landi. „Það stendur þó vonandi til bóta eftir helgi og verður því komið strax fyrir í verslunum. Annars hvetjum við starfsmenn og viðskiptavini til að fara að þeim tilmælum sem Landlæknir hefur gefið út.“ Forsvarsmenn Costco vildu ekki tjá sig um málið að svo stöddu þegar eftir því var leitað í gær. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Verslun Tengdar fréttir Stjörnumaður í sóttkví Einn þeirra um 300 Íslendinga sem eru í sóttkví er leikmaður Stjörnunnar í Pepsi Max-deild karla í fótbolta. 1. mars 2020 23:02 Segir borgina geta komið í veg fyrir smithættu með því að bjóða ekki þjónustuna Undanþágunefnd Eflingar féllst ekki á að veita undanþágu frá verkfallsaðgerðum á skóla- og frístundarsviði Reykjavíkurborgar til að tryggja þrif í grunnskólum. Þetta staðfestir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, í samtali við Vísi. 1. mars 2020 19:15 Útdeilingu messuvíns og obláta breytt vegna kórónuveirunnar Prestum Þjóðkirkjunnar hafa borist þau tilmæli frá Agnesi M. Sigurðardóttur að fólk drekki ekki af sama bikar þegar sakramentinu er útdeilt við guðsþjónustu. 1. mars 2020 11:01 Þriðja kórónuveirusmitið hefur greinst á Íslandi Þetta er annað smitið sem staðfest hefur verið í dag. 1. mars 2020 20:55 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Sjá meira
Mikið hefur gengið á í íslensku samfélagi eftir að fyrsta kórónuveirusmitið greindist hér á föstudag og hafa Íslendingar eflaust sjaldan verið duglegri að sótthreinsa sig í bak og fyrir af ótta við að sýkjast af veirunni alræmdu. Hinar ýmsu verslanir virðast ætla að leggja sitt af mörkum til þess að hamla frekari útbreiðslu hennar. Til að mynda hafa glöggir viðskiptavinir Costco í Kauptúni tekið eftir því að starfsmenn verslunarinnar eru nú byrjaðir að spritta handföng á innkaupakerrum. Einnig er fólki boðið að sótthreinsa á sér hendurnar við innganginn. Íslenskar verslunarkeðjur ætla ekki að láta sitt eftir liggja í þessum efnum en erfitt hefur reynst fyrir stjórnendur þeirra að verða sér úti um rétta búnaðinn. Bætt við á við og dreif Stjórnendur Haga hafa hvatt starfsfólk sitt í verslunum Bónuss og Hagkaups til þess að sótthreinsa oft og reglulega vissa álagsfleti í verslunum, svo sem færibönd, sjálfsafgreiðslukassa, innkaupakörfur og innkaupakerrur. „Einnig hefur sótthreinsistöndum verið bætt við á víð og dreif um verslanir sem viðskiptavinir eru hvattir til að nota en staðreyndin er sú að það reynist erfitt að fá þessa standa frá birgjum og eru heilbrigðisstofnanir í forgangi hvað þá varðar,“ segir Særún Ósk Pálmadóttir, samskiptastjóri Haga í skriflegu svari til fréttastofu. Unnið er að því að bæta við sprittskömmturum í allar verslanir Hagkaups, bæði við grænmetisdeildina og inngang, að sögn Særúnar. Í verslunum Bónuss hefur einnig verið bætt við þá sótthreinsistanda sem fyrir voru. Þá hefur plakötum frá Landlækni verið dreift um verslanir og inn á kaffistofur starfsmanna. Lítið magn til Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, segir að verslunarkeðjan hafi reynt að fá snertilausa sprittstanda og sprittbox í verslanir sínar en að lítið magn virðist vera til hjá heildverslunum hér á landi. „Það stendur þó vonandi til bóta eftir helgi og verður því komið strax fyrir í verslunum. Annars hvetjum við starfsmenn og viðskiptavini til að fara að þeim tilmælum sem Landlæknir hefur gefið út.“ Forsvarsmenn Costco vildu ekki tjá sig um málið að svo stöddu þegar eftir því var leitað í gær.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Verslun Tengdar fréttir Stjörnumaður í sóttkví Einn þeirra um 300 Íslendinga sem eru í sóttkví er leikmaður Stjörnunnar í Pepsi Max-deild karla í fótbolta. 1. mars 2020 23:02 Segir borgina geta komið í veg fyrir smithættu með því að bjóða ekki þjónustuna Undanþágunefnd Eflingar féllst ekki á að veita undanþágu frá verkfallsaðgerðum á skóla- og frístundarsviði Reykjavíkurborgar til að tryggja þrif í grunnskólum. Þetta staðfestir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, í samtali við Vísi. 1. mars 2020 19:15 Útdeilingu messuvíns og obláta breytt vegna kórónuveirunnar Prestum Þjóðkirkjunnar hafa borist þau tilmæli frá Agnesi M. Sigurðardóttur að fólk drekki ekki af sama bikar þegar sakramentinu er útdeilt við guðsþjónustu. 1. mars 2020 11:01 Þriðja kórónuveirusmitið hefur greinst á Íslandi Þetta er annað smitið sem staðfest hefur verið í dag. 1. mars 2020 20:55 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Sjá meira
Stjörnumaður í sóttkví Einn þeirra um 300 Íslendinga sem eru í sóttkví er leikmaður Stjörnunnar í Pepsi Max-deild karla í fótbolta. 1. mars 2020 23:02
Segir borgina geta komið í veg fyrir smithættu með því að bjóða ekki þjónustuna Undanþágunefnd Eflingar féllst ekki á að veita undanþágu frá verkfallsaðgerðum á skóla- og frístundarsviði Reykjavíkurborgar til að tryggja þrif í grunnskólum. Þetta staðfestir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, í samtali við Vísi. 1. mars 2020 19:15
Útdeilingu messuvíns og obláta breytt vegna kórónuveirunnar Prestum Þjóðkirkjunnar hafa borist þau tilmæli frá Agnesi M. Sigurðardóttur að fólk drekki ekki af sama bikar þegar sakramentinu er útdeilt við guðsþjónustu. 1. mars 2020 11:01
Þriðja kórónuveirusmitið hefur greinst á Íslandi Þetta er annað smitið sem staðfest hefur verið í dag. 1. mars 2020 20:55