Börn í þrælkunarvinnu fyrir Starbucks Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. mars 2020 08:39 Starbucks er ein þekktasta kaffihúsakeðja heims. Vísir/Getty Bandaríski kaffirisinn Starbucks er nú flæktur inn í barnaþrælkunarskandal eftir að rannsókn leiddi í ljós að börn undir 13 ára aldri væru látin vinna á býlum í Gvatemala til þess að sjá fyrirtækinu fyrir kaffibaunum. Breski fréttaskýringaþátturinn Dispatches á stöðinni Channel 4 náði myndefni af börnunum þar sem þau unnu 40 klukkustunda vinnuviku við aðstæður sem lýst er sem „stöngum“ af vefmiðli Guardian. Þar segir að börnin fái greitt það sem jafngildir einum latte-kaffibolla á dag. Baununum sem um ræðir er einnig dreift til Nespresso, sem er í eigu Nestlé. Þau sem komu að gerð þáttanna í Gvatemala segja börnin sum ekki hafa virst eldri en átta ára gömul. Þau hafi unnið átta tíma vinnudag, sex daga vikunnar, og fengið greitt eftir þyngd baunanna sem þeim tókst að afla hverju sinni. Börnin fengju að jafnaði greidd um 5 pund á dag, eða um 810 íslenskar krónur. Stundum hefðu launin fyrir daginn þó verið allt niður í 31 pens, eða um 50 krónur. Við gerð þáttanna heimsóttu fulltrúar Dispatches sjö býli sem tengd eru Nestlé, og fimm sem tengjast Starbucks. Öll áttu býlin það sameiginlegt að þar var stunduð barnaþrælkun. Mannréttindalögmaður sem skoðað hefur myndefni þáttagerðarfólksins segir ljóst að bæði fyrirtæki hafi brotið alþjóðlegar vinnumálareglugerðir sem settar hafa verið af Alþjóðavinnumálastofnun Sameinuðu þjóðanna. „Samkomulagið er afar skýrt með tilliti til þess að menntun barna á ekki að vera stofnað í hættu. Ef börn eru látin vinna 40 klukkustundir á viku, þá er ómögulegt að þau hljóti tilhlýðilega menntun á sama tíma,“ hefur Guardian eftir lögfræðingnum Oliver Holland. „Þetta eru allt óöruggar aðstæður fyrir börn, og í slíkum aðstæðum ættu börn einfaldlega ekki að vera að vinna.“Dispatchers þátturinn þar sem fjallað er um málið verður sýndur næsta mánudagskvöld í Bretlandi. Bandaríkin Gvatemala Mest lesið Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Bandaríski kaffirisinn Starbucks er nú flæktur inn í barnaþrælkunarskandal eftir að rannsókn leiddi í ljós að börn undir 13 ára aldri væru látin vinna á býlum í Gvatemala til þess að sjá fyrirtækinu fyrir kaffibaunum. Breski fréttaskýringaþátturinn Dispatches á stöðinni Channel 4 náði myndefni af börnunum þar sem þau unnu 40 klukkustunda vinnuviku við aðstæður sem lýst er sem „stöngum“ af vefmiðli Guardian. Þar segir að börnin fái greitt það sem jafngildir einum latte-kaffibolla á dag. Baununum sem um ræðir er einnig dreift til Nespresso, sem er í eigu Nestlé. Þau sem komu að gerð þáttanna í Gvatemala segja börnin sum ekki hafa virst eldri en átta ára gömul. Þau hafi unnið átta tíma vinnudag, sex daga vikunnar, og fengið greitt eftir þyngd baunanna sem þeim tókst að afla hverju sinni. Börnin fengju að jafnaði greidd um 5 pund á dag, eða um 810 íslenskar krónur. Stundum hefðu launin fyrir daginn þó verið allt niður í 31 pens, eða um 50 krónur. Við gerð þáttanna heimsóttu fulltrúar Dispatches sjö býli sem tengd eru Nestlé, og fimm sem tengjast Starbucks. Öll áttu býlin það sameiginlegt að þar var stunduð barnaþrælkun. Mannréttindalögmaður sem skoðað hefur myndefni þáttagerðarfólksins segir ljóst að bæði fyrirtæki hafi brotið alþjóðlegar vinnumálareglugerðir sem settar hafa verið af Alþjóðavinnumálastofnun Sameinuðu þjóðanna. „Samkomulagið er afar skýrt með tilliti til þess að menntun barna á ekki að vera stofnað í hættu. Ef börn eru látin vinna 40 klukkustundir á viku, þá er ómögulegt að þau hljóti tilhlýðilega menntun á sama tíma,“ hefur Guardian eftir lögfræðingnum Oliver Holland. „Þetta eru allt óöruggar aðstæður fyrir börn, og í slíkum aðstæðum ættu börn einfaldlega ekki að vera að vinna.“Dispatchers þátturinn þar sem fjallað er um málið verður sýndur næsta mánudagskvöld í Bretlandi.
Bandaríkin Gvatemala Mest lesið Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira