

Guðni Bergsson, núverandi formaður KSÍ, var fyrirliði íslenska landsliðsins, þegar Rúmenar mættu síðast í Laugardalinn fyrir að verða 24 árum síðan.
Í dag verður dregið í riðla í Þjóðadeildinni þar sem íslenska karlalandsliðið er áfram í hópi A-þjóða eftir að fjölgað var í A-deildinni.
Síðast markaskorari Rúmena í landsleik er nýbúinn að eignast íslenskan liðsfélaga í bandarísku MLS-deildinni.
Háar fjárhæðir eru í húfi fyrir íslenska knattspyrnu í EM-umspilinu sem karlalandsliðið er á leið í undir lok mánaðarins.
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er að eldast og mætir í umspilinu fyrir EM 2020 liði sem er að fá mjög sterka unga og spennandi kynslóð upp í A-landsliðið sitt. Reynslan er því heldur betur í liði með íslenska liðinu.
Einn af eftirminnilegustu „sigrum“ Íslendinga á Rúmenum var þegar kom í baráttunni um sæti í framlínu Chelsea liðsins á fyrsta áratug aldarinnar. Eiður Smári Guðjohnsen hélt þá sinni stöðu þótt að Chelsea eyddi miklum pening í rúmenskan framherja sem átti að taka við af íslenska landsliðsmanninum.
Hitadúkurinn yfir Laugardalsvellinum býr til fínustu voraðstæður fyrir grasið á vellinum þrátt fyrir að úti sé nístandi kuldi. Þetta sýndu starfsmenn Laugardagsvallar með hitamæli í gær.
Miðasala á leik Íslands og Rúmeníu í umspili undankeppni EM 2020 hefst í dag en aðeins útvaldir mega þó kaupa miða á leikinn í dag.
Þjálfari Rúmena endaði sextán ára leikmannaferilinn sinn hjá liði þeirra Aron Einars Gunnarssonar og Heimis Hallgrímssonar í Katar. Ísland mætir rúmenska landsliðinu í umspili um sæti á EM 2020 eftir 28 daga.
Rúmenska 21 árs landsliðið komst í undanúrslit á EM 2019 og tryggði sér um leið sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar. Þetta gæti orðið mjög stórt sumar fyrir rúmenska knattspyrnu ef þeir komast bæði á EM og á Ólympíuleika.
Aðeins tvisvar á síðustu 20 árum hefur verið alhvít jörð í Laugardal þann 26. mars. Með það að leiðarljósi ætti leikur Íslands og Rúmeníu í umspili um sæti á EM 2020 ekki að vera í hættu en veðurguðirnir eru eins og við öll vitum óútreiknanlegir.
Gylfi Þór Sigurðsson var nálægt því að enda langa bið eftir marki á Goodison Park í ensku úrvalsdeildinni en boltinn vildi ekki inn. Síðasta mark Gylfa kom í leik með íslenska landsliðinu 17. nóvember síðastliðinn.