Fátækt íslenskra barna Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar 23. ágúst 2020 16:00 Samkvæmt skýrslu sem UNICEF gaf út í janúar 2016 eru 9.1% eða rúmlega 6 þúsund íslensk börn í fátækt í dag. Í annarri skýrslu sem félagsfræðingurinn Kolbeinn Stefánsson gaf út í kjölfarið kom fram að á milli 10-15% íslenskra barna líði fátækt. Skýrsla UNICEF er því hófleg í samanburði en báðar skýrslur sýna fram á skelfilega stöðu barna á Íslandi. Mig langar að segja nokkur orð um samhengið við stöðu fátæktar íslenskra barna eins og það lítur út fyrir mér. Á mynd má sjá mynd af ríkisstjórninni. Ég er einn stofnenda Félags fósturbarna. Í sumar var haft samband við okkur frá Landssambandi ungmennafélaga þar sem okkur var boðið að sækja um aðild að sambandinu. Landssambandið hefur það markmið að standa vörð um hagsmuni ungs fólks á Íslandi. Bréfið var undirritað af formanni sambandsins, Uni nokkurri Hildardóttur. Aðsend Una sú er einnig varaþingmaður Vinstri grænna og tók sjálf þátt í atkvæðagreiðslu síðasta haust þar sem hún og aðrir í ríkisstjórninni höfnuðu tillögu um að hækka kjör öryrkja og eldri borgara. Fátækt þessara hópa heldur því áfram m.a. á vegum formanns ungmennasambandsins sem hefur það markmið að "standa vörð" um hagsmuni fólks. Þegar ég leitaði til Unu, sem einnig er formaður mannréttinda- og lýðræðisráðs Mosfellsbæjar vegna annars ótengds máls, máls Erlings Smith sem þó nokkur umfjöllun hefur verið í fjölmiðlum undanfarið ár, biðu mín engin svör. Staðan er semsé sú að fátækt á Íslandi, þ.m.t. fátækt barna, er haldin uppi af pólitískri ákvörðun Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins. Eina ástæðan fyrir því að staðan er svona er af því að við alþýðan leyfum þessum eiginhagsmunaaðilum að stjórna ferðinni í þessum málum á Íslandi. Þeirra slagorð er að fátækt alþýðunnar sé nauðsynleg svo að spillt valdastéttin geti grætt meira og styrkt valdastöðu sína gagnvart alþýðunni í krafti peninganna. Markmið Félags fósturbarna er að bæta stöðu fósturbarna á Íslandi. Að mínu mati er stór partur af hagsmunastöðu fósturbarna, núverandi og uppkomnum, tengdur fjárhagslegu öryggi okkar til þeirrar velferðar og tækifæra sem við eigum skilið, á unga aldri jafnt sem á fullorðinsárum okkar eftir fóstur. Með það og annað ofantalið í huga mun ég leggja fram formlega vantrauststillögu á Uni Hildardóttur sem formann Landssambands ungmennafélaga. Hún hefur brugðist trausti landsmanna og ber því að vekja úr formennsku mikilvægra innviða kerfisins sem viðkemur hagsmunum barna. Ekki er ásættanlegt að vera leiðandi í sköpun vandamálanna sem maður er ráðinn til að leysa. Síðast en ekki síst vill ég biðja þig, kæri lesandi, um að styrkja okkar félag sem er að hefja formleg störf og auglýsingaherferð til að kynna sig nú í byrjun september, þar sem lögð verður áhersla á að heyra frá sem flestu fólki með reynslu af fósturkerfinu sem börn. Félagið er óhagnaðardrifið og vanfjármagnað og er háð styrkjum úr samfélaginu til þess að sinna störfum sínum til markmiða sinna. Meðal verkefna verður samvinna við önnur félög á borð við Félag fósturforeldra, Sálfræðingafélag Íslands, UNICEF og fl. Sigur okkar felst í breiðri samstöðu okkar. Í samfélaginu liggur fjöldi fólks með gnístandi sársaukareynslu úr fósturkerfinu sem hefur ekki fengið bót meina sinna og á sér enga talsmenn. Það ætti að vera markmið okkar allra í íslensku samfélagi að lina sársauka náungans, taka utan um þessa einstaklinga og veita þeim þá virðingu, ást og réttindi sem þeir eiga svo sannarlega skilið. Enginn er betur til þess fallinn að gera bragarbót á sínu samfélagi en sá sem situr neðst í ólýðræðislegu valdaskipulagi þess, hinn venjulegi, fátæki, reynsluhokni og valdalausi alþýðuborgari. Það ert þú og ég. Stöndum saman til sigurs. Upplýsingar um styrktarreikning félagsins má finna á fosturborn.is/styrkir. Höfundur er stjórnarformaður Félags fósturbarna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Fjölskyldumál Félagsmál Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt skýrslu sem UNICEF gaf út í janúar 2016 eru 9.1% eða rúmlega 6 þúsund íslensk börn í fátækt í dag. Í annarri skýrslu sem félagsfræðingurinn Kolbeinn Stefánsson gaf út í kjölfarið kom fram að á milli 10-15% íslenskra barna líði fátækt. Skýrsla UNICEF er því hófleg í samanburði en báðar skýrslur sýna fram á skelfilega stöðu barna á Íslandi. Mig langar að segja nokkur orð um samhengið við stöðu fátæktar íslenskra barna eins og það lítur út fyrir mér. Á mynd má sjá mynd af ríkisstjórninni. Ég er einn stofnenda Félags fósturbarna. Í sumar var haft samband við okkur frá Landssambandi ungmennafélaga þar sem okkur var boðið að sækja um aðild að sambandinu. Landssambandið hefur það markmið að standa vörð um hagsmuni ungs fólks á Íslandi. Bréfið var undirritað af formanni sambandsins, Uni nokkurri Hildardóttur. Aðsend Una sú er einnig varaþingmaður Vinstri grænna og tók sjálf þátt í atkvæðagreiðslu síðasta haust þar sem hún og aðrir í ríkisstjórninni höfnuðu tillögu um að hækka kjör öryrkja og eldri borgara. Fátækt þessara hópa heldur því áfram m.a. á vegum formanns ungmennasambandsins sem hefur það markmið að "standa vörð" um hagsmuni fólks. Þegar ég leitaði til Unu, sem einnig er formaður mannréttinda- og lýðræðisráðs Mosfellsbæjar vegna annars ótengds máls, máls Erlings Smith sem þó nokkur umfjöllun hefur verið í fjölmiðlum undanfarið ár, biðu mín engin svör. Staðan er semsé sú að fátækt á Íslandi, þ.m.t. fátækt barna, er haldin uppi af pólitískri ákvörðun Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins. Eina ástæðan fyrir því að staðan er svona er af því að við alþýðan leyfum þessum eiginhagsmunaaðilum að stjórna ferðinni í þessum málum á Íslandi. Þeirra slagorð er að fátækt alþýðunnar sé nauðsynleg svo að spillt valdastéttin geti grætt meira og styrkt valdastöðu sína gagnvart alþýðunni í krafti peninganna. Markmið Félags fósturbarna er að bæta stöðu fósturbarna á Íslandi. Að mínu mati er stór partur af hagsmunastöðu fósturbarna, núverandi og uppkomnum, tengdur fjárhagslegu öryggi okkar til þeirrar velferðar og tækifæra sem við eigum skilið, á unga aldri jafnt sem á fullorðinsárum okkar eftir fóstur. Með það og annað ofantalið í huga mun ég leggja fram formlega vantrauststillögu á Uni Hildardóttur sem formann Landssambands ungmennafélaga. Hún hefur brugðist trausti landsmanna og ber því að vekja úr formennsku mikilvægra innviða kerfisins sem viðkemur hagsmunum barna. Ekki er ásættanlegt að vera leiðandi í sköpun vandamálanna sem maður er ráðinn til að leysa. Síðast en ekki síst vill ég biðja þig, kæri lesandi, um að styrkja okkar félag sem er að hefja formleg störf og auglýsingaherferð til að kynna sig nú í byrjun september, þar sem lögð verður áhersla á að heyra frá sem flestu fólki með reynslu af fósturkerfinu sem börn. Félagið er óhagnaðardrifið og vanfjármagnað og er háð styrkjum úr samfélaginu til þess að sinna störfum sínum til markmiða sinna. Meðal verkefna verður samvinna við önnur félög á borð við Félag fósturforeldra, Sálfræðingafélag Íslands, UNICEF og fl. Sigur okkar felst í breiðri samstöðu okkar. Í samfélaginu liggur fjöldi fólks með gnístandi sársaukareynslu úr fósturkerfinu sem hefur ekki fengið bót meina sinna og á sér enga talsmenn. Það ætti að vera markmið okkar allra í íslensku samfélagi að lina sársauka náungans, taka utan um þessa einstaklinga og veita þeim þá virðingu, ást og réttindi sem þeir eiga svo sannarlega skilið. Enginn er betur til þess fallinn að gera bragarbót á sínu samfélagi en sá sem situr neðst í ólýðræðislegu valdaskipulagi þess, hinn venjulegi, fátæki, reynsluhokni og valdalausi alþýðuborgari. Það ert þú og ég. Stöndum saman til sigurs. Upplýsingar um styrktarreikning félagsins má finna á fosturborn.is/styrkir. Höfundur er stjórnarformaður Félags fósturbarna.
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar