Hetja Bæjara vinnur titil á níu leikja fresti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. ágúst 2020 11:30 Kingsley Coman fagnar sigurmarkinu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í gærkvöldi. EPA-EFE/JOSE SENA GOULAO Kingsley Coman var hetjan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í ár en hann skoraði eina mark leiksins í gærkvöldi í 1-0 sigri Bayern München á Paris Saint Germain. Coman var einnig kosin maður leiksins. Það bjuggust kannski flestir við því að stórstjörnurnar Robert Lewandowski, Kylian Mbappe eða Neymar myndu gera út um leikinn en þess í stað var það 24 ára Frakki með afar merkilega ferilskrá. Kingsley Coman varð í gær sá næstyngsti, á eftir Lionel Messi, til að vera kosinn besti leikmaður úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Messi var einu ári yngri. At 24 years and 71 days old, Kingsley Coman is the second-youngest player to be named Man of the Match in a Champions League final since the year 2000.Only a 23-year-old Lionel Messi in 2011 can beat him. #UCLFinal pic.twitter.com/6SDxOLO5G8— Squawka Football (@Squawka) August 23, 2020 Það var líka kaldhæðni örlaganna að það skyldi vera maðurinn frá París sem kom í veg fyrir að París eignast Meistaradeildarmeistara í fyrsta sinn. Paris Saint Germain hefur aldrei unnið Meistaradeildina en Kingsley Coman fæddist í París 1996 og var í áratug hjá félaginu. „Þetta er stórkostleg tilfinning. Ég finn til mikillar gleði en ég er líka smá leiður fyrir hönd Parísar. Ég finn aðeins til með þeim þó að ég sé hundrað prósent Bayern maður,“ sagði Kingsley Coman eftir leikinn. Not bad for a 24-year-old! pic.twitter.com/m8UdWnD5Jk— FootballFunnys (@FootballFunnnys) August 24, 2020 Kingsley Coman var í unglingaliði PSG frá 2004 til 2013 og hélt með Paris Saint Germain þegar hann var strákur. „Kannski komst hann loksins út úr skugga þeirra Franck Ribery og Arjen Robben. Kingsley hefur ótrúlega hæfileika og sýndi í kvöld að hann getur líka skorað mörk,“ sagði Hansi Flick, þjálfari Bayern, sem setti Kingsley Coman inn í liðið fyrir úrslitaleikinn. Kingsley Coman hefur þrátt fyrir ungan aldur átt ótrúlega sigursælan feril. Hann varð tvisvar franskur meistari sem kornungur leikmaður PSG, kom inn á sem varamaður í einum leik bæði 2012-13 og 2013-14 tímabilin. Coman hefur síðan getað kallað sig meistara síðan. Kingsley Coman has now won 20 major trophies, he's just turned 24 years old. He wins a trophy on average every 9 matches. pic.twitter.com/e3QAKcNJqp— SPORTbible (@sportbible) August 23, 2020 Kingsley Coman hefur verið landsmeistari á öllum sínum níu tímabilum í meistaraflokki. Hann fór frá París til Juventus þar sem hann varð tvisvar ítalskur meistari og eini sinni bikarmeistari. Coman kom síðan til Bayern München árið 2015 en hann var fyrst lánaður í tvö tímabil. Hann hefur orðið þýskur meistari fimm ár í röð, unnið tvennuna þrisvar og nú þrennuna í fyrsta sinn. Kingsley Coman hefur nú þegar unnið tuttugu stóra titla á ferlinum og til þess á ferlinum hefur hann unnið titil á níu leikja fresti sem er ótrúleg tölfræði. 24-year-old Kingsley Coman has won three trophies in a single season for the second time in his career:2013-14: with PSG 2019-20: with BayernAll he does is win. pic.twitter.com/3dqFvshnzo— Squawka Football (@Squawka) August 23, 2020 Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Sport Sundstjarna hættir óvænt 25 ára: „Allir draumarnir rættust“ Sport Fleiri fréttir Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Sjá meira
Kingsley Coman var hetjan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í ár en hann skoraði eina mark leiksins í gærkvöldi í 1-0 sigri Bayern München á Paris Saint Germain. Coman var einnig kosin maður leiksins. Það bjuggust kannski flestir við því að stórstjörnurnar Robert Lewandowski, Kylian Mbappe eða Neymar myndu gera út um leikinn en þess í stað var það 24 ára Frakki með afar merkilega ferilskrá. Kingsley Coman varð í gær sá næstyngsti, á eftir Lionel Messi, til að vera kosinn besti leikmaður úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Messi var einu ári yngri. At 24 years and 71 days old, Kingsley Coman is the second-youngest player to be named Man of the Match in a Champions League final since the year 2000.Only a 23-year-old Lionel Messi in 2011 can beat him. #UCLFinal pic.twitter.com/6SDxOLO5G8— Squawka Football (@Squawka) August 23, 2020 Það var líka kaldhæðni örlaganna að það skyldi vera maðurinn frá París sem kom í veg fyrir að París eignast Meistaradeildarmeistara í fyrsta sinn. Paris Saint Germain hefur aldrei unnið Meistaradeildina en Kingsley Coman fæddist í París 1996 og var í áratug hjá félaginu. „Þetta er stórkostleg tilfinning. Ég finn til mikillar gleði en ég er líka smá leiður fyrir hönd Parísar. Ég finn aðeins til með þeim þó að ég sé hundrað prósent Bayern maður,“ sagði Kingsley Coman eftir leikinn. Not bad for a 24-year-old! pic.twitter.com/m8UdWnD5Jk— FootballFunnys (@FootballFunnnys) August 24, 2020 Kingsley Coman var í unglingaliði PSG frá 2004 til 2013 og hélt með Paris Saint Germain þegar hann var strákur. „Kannski komst hann loksins út úr skugga þeirra Franck Ribery og Arjen Robben. Kingsley hefur ótrúlega hæfileika og sýndi í kvöld að hann getur líka skorað mörk,“ sagði Hansi Flick, þjálfari Bayern, sem setti Kingsley Coman inn í liðið fyrir úrslitaleikinn. Kingsley Coman hefur þrátt fyrir ungan aldur átt ótrúlega sigursælan feril. Hann varð tvisvar franskur meistari sem kornungur leikmaður PSG, kom inn á sem varamaður í einum leik bæði 2012-13 og 2013-14 tímabilin. Coman hefur síðan getað kallað sig meistara síðan. Kingsley Coman has now won 20 major trophies, he's just turned 24 years old. He wins a trophy on average every 9 matches. pic.twitter.com/e3QAKcNJqp— SPORTbible (@sportbible) August 23, 2020 Kingsley Coman hefur verið landsmeistari á öllum sínum níu tímabilum í meistaraflokki. Hann fór frá París til Juventus þar sem hann varð tvisvar ítalskur meistari og eini sinni bikarmeistari. Coman kom síðan til Bayern München árið 2015 en hann var fyrst lánaður í tvö tímabil. Hann hefur orðið þýskur meistari fimm ár í röð, unnið tvennuna þrisvar og nú þrennuna í fyrsta sinn. Kingsley Coman hefur nú þegar unnið tuttugu stóra titla á ferlinum og til þess á ferlinum hefur hann unnið titil á níu leikja fresti sem er ótrúleg tölfræði. 24-year-old Kingsley Coman has won three trophies in a single season for the second time in his career:2013-14: with PSG 2019-20: with BayernAll he does is win. pic.twitter.com/3dqFvshnzo— Squawka Football (@Squawka) August 23, 2020
Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Sport Sundstjarna hættir óvænt 25 ára: „Allir draumarnir rættust“ Sport Fleiri fréttir Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Sjá meira