Framlengja dvöl sína á Íslandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. ágúst 2020 15:30 Jadon Sancho og Tammy Abraham verða að öllum líkindum í landsliðshópi Southgate sem mætir til Íslands. Robin Jones/Getty Images Enska landsliðið í knattspyrnu spilar gegn því íslenska á Laugardalsvelli þann 5. september næstkomandi í fyrstu umferð Þjóðadeildarinnar. Í stað þess að fljúga strax heim á leið líkt og venja er mun liðið vera tvo daga til viðbótar á Íslandi. Er stefnt að því að nýta tímann til að undirbúa leikinn gegn Dönum sem er þremur dögum síðar á Parken í Kaupmannahöfn. Gareth Soutghate, landsliðseinvaldur Englands, hefur gefið það út að hann muni mæta með eins sterkt lið og mögulegt er í leikina tvö. Víðir Sigurðsson á íþróttadeild Morgunblaðsins greindi frá þessu fyrr í dag. Þar segir hann að samkvæmt heimildum mbl.is þá hafi enska knattspyrnusambandið bókað 65 herbergi á hóteli í Reykjavík frá föstudeginum 4. september til mánudagsins 7. september. Samkvæmt öruggum heimildum Vísis er um að ræða Radisson Blu Saga hótel við Hagatorg í vesturbæ Reykjavíkur. Mótherjar Íslands gista alla jafnan á Grand Hótel sem er í nokkurra mínútna göngufjarlægð frá Laugardalsvelli. Enska liðið ku hafa valið Radisson þar sem bæði fundar- og matsalur hótelsins eru hlið við hlið. Þá segir í frétt mbl.is að Englendingar finnist öruggara að vera hér á landi heldur en í Danmörku og forráðamenn landsliðsins séu ánægðir með þann aðbúnað sem er á Íslandi vegna kórónufaraldursins. Þjóðadeild UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, fer af stað þann 5. september og leikur Ísland í A-riðli ásamt Belgíu, Englandi og Danmörku. Leikur Íslands og Englands verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport líkt og allir leikir Íslands í keppninni. Sýnt verður beint frá öllum leikjum Íslands í Þjóðadeildinni á Stöð 2 Sport. Riðlakeppnin hefst 5. september og lýkur 18. nóvember á þessu ári. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Ísland - England (Laugardalsvöllur) - 5.9.2020 Belgía - Ísland (Óvíst) - 8.9.2020 Ísland - Danmörk (Laugardalsvöllur) - 11.10.2020 Ísland - Belgía (Laugardalsvölur) - 14.10.2020 Danmörk - Ísland (Parken) - 14.11.2020 England - Ísland (Wembley) - 18.11.2020 Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Southgate mætir með sterkt lið til Íslands Gareth Southgate ætlar að mæta með eins sterkt lið og mögulegt er gegn Íslandi í Þjóðadeildinni í næsta mánuði. 23. ágúst 2020 16:00 Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
Enska landsliðið í knattspyrnu spilar gegn því íslenska á Laugardalsvelli þann 5. september næstkomandi í fyrstu umferð Þjóðadeildarinnar. Í stað þess að fljúga strax heim á leið líkt og venja er mun liðið vera tvo daga til viðbótar á Íslandi. Er stefnt að því að nýta tímann til að undirbúa leikinn gegn Dönum sem er þremur dögum síðar á Parken í Kaupmannahöfn. Gareth Soutghate, landsliðseinvaldur Englands, hefur gefið það út að hann muni mæta með eins sterkt lið og mögulegt er í leikina tvö. Víðir Sigurðsson á íþróttadeild Morgunblaðsins greindi frá þessu fyrr í dag. Þar segir hann að samkvæmt heimildum mbl.is þá hafi enska knattspyrnusambandið bókað 65 herbergi á hóteli í Reykjavík frá föstudeginum 4. september til mánudagsins 7. september. Samkvæmt öruggum heimildum Vísis er um að ræða Radisson Blu Saga hótel við Hagatorg í vesturbæ Reykjavíkur. Mótherjar Íslands gista alla jafnan á Grand Hótel sem er í nokkurra mínútna göngufjarlægð frá Laugardalsvelli. Enska liðið ku hafa valið Radisson þar sem bæði fundar- og matsalur hótelsins eru hlið við hlið. Þá segir í frétt mbl.is að Englendingar finnist öruggara að vera hér á landi heldur en í Danmörku og forráðamenn landsliðsins séu ánægðir með þann aðbúnað sem er á Íslandi vegna kórónufaraldursins. Þjóðadeild UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, fer af stað þann 5. september og leikur Ísland í A-riðli ásamt Belgíu, Englandi og Danmörku. Leikur Íslands og Englands verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport líkt og allir leikir Íslands í keppninni. Sýnt verður beint frá öllum leikjum Íslands í Þjóðadeildinni á Stöð 2 Sport. Riðlakeppnin hefst 5. september og lýkur 18. nóvember á þessu ári. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Ísland - England (Laugardalsvöllur) - 5.9.2020 Belgía - Ísland (Óvíst) - 8.9.2020 Ísland - Danmörk (Laugardalsvöllur) - 11.10.2020 Ísland - Belgía (Laugardalsvölur) - 14.10.2020 Danmörk - Ísland (Parken) - 14.11.2020 England - Ísland (Wembley) - 18.11.2020
Sýnt verður beint frá öllum leikjum Íslands í Þjóðadeildinni á Stöð 2 Sport. Riðlakeppnin hefst 5. september og lýkur 18. nóvember á þessu ári. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Ísland - England (Laugardalsvöllur) - 5.9.2020 Belgía - Ísland (Óvíst) - 8.9.2020 Ísland - Danmörk (Laugardalsvöllur) - 11.10.2020 Ísland - Belgía (Laugardalsvölur) - 14.10.2020 Danmörk - Ísland (Parken) - 14.11.2020 England - Ísland (Wembley) - 18.11.2020
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Southgate mætir með sterkt lið til Íslands Gareth Southgate ætlar að mæta með eins sterkt lið og mögulegt er gegn Íslandi í Þjóðadeildinni í næsta mánuði. 23. ágúst 2020 16:00 Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
Southgate mætir með sterkt lið til Íslands Gareth Southgate ætlar að mæta með eins sterkt lið og mögulegt er gegn Íslandi í Þjóðadeildinni í næsta mánuði. 23. ágúst 2020 16:00