Fæðuöryggi þjóðarinnar aldrei eins mikilvægt Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. apríl 2020 12:15 Trausti Hjálmarsson, sem er formaður Félags sauðfjárbænda í Árnessýslu og sauðfjárbóndi á bænum Austurhlíð í Biskupstungum í Bláskógabyggð með fjölskyldu sinni. Úr einkasafni. Bændur landsins leggja áherslu á að fæðuöryggi þjóðarinnar hafi aldrei verið eins mikilvægt og núna og því sé aldrei mikilvægara en að auka matvælaframleiðslu landsins í stað þess að flytja endalaust vörur inn í landið. Í kjölfar kórónuveirufaraldursins hefur daglegt líf heimsbyggðarinnar breyst og víða eru vaxandi áhyggjur af fæðuöryggi jarðarbúa og vaxandi ótti er við matarskort. Á Íslandi eru þessar áhyggjur ekki eins miklar og víða annars staðar en menn vilja þó hafa vaðið fyrir neðan sig og leggja áherslu á fæðuöryggi þjóðarinnar með íslenskri framleiðslu, sem sé aldrei mikilvægara en núna.. „Við bændur erum búnir að vera meðvitaðir um það í langan tíma að við þurfum að vera til taks bæðir fyrir okkar sveitir, samfélag og Íslendinga alla og framleiða gæða matvöru. Það er sama hvort það er lambakjöt, nautakjöt, kjúklingur, svín, grænmeti og mjólk, eða hvað það heitir. Ég finn bara mikinn meðbyr núna með íslenski framleiðslu og við þurfum bara að halda vel á því og vera bara stoltir af okkar framleiðslu, Íslendingar allir og njóta hennar“, segir Trausti Hjálmarsson, formaður Félags sauðfjárbænda í Árnessýslu Garðyrkjubændur hafa mikinn hug á því að bæta í sína framleiðslu enda mikil eftirspurn eftir íslensku grænmeti.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Þannig að bændur berja sér á brjóst? Já, auðvitað gerum við það, við erum náttúrulega stoltir bændur og eigum að vera það og megum vera það og eigum ekkert að skammast okkar fyrir það að vera flottir íslenskir duglegir bændur“, bætir Trausti við. Trausti er sauðfjárbóndi á bænum Austurhlíð, sem er við Gullna hringinn rétt hjá Úthlíð í Biskupstungum fyrir þá sem þekkja til. „Þetta eru náttúrulega mjög skrýtnir tíma. Þú gerir þér grein fyrir því að ég bý mínu sauðfjárbúi við Gullna hringinn upp í Biskupstungum. Þar voru að fara fram hjá mínum afleggjara svona tvö til þrjú þúsund bílar á dag en núna sér maður engan á ferli“. Um 30 þúsund tonn af kjöti eru framleidd á Íslendi á ári en bændur eru tilbúnir að bæta vel í sína ræktun og framleiða enn meira kjöt verði eftirspurnin það mikil. Myndin var tekin í sláturíð hjá SS á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson.„Auðvitað er þetta gjörbreytt aðstaða og andrúmsloft sem við búum við. Nú er hver og einn að hugsa um sig og vonandi ber okkur öllum gæfa til þess að hugsa vel um sjálf okkur og hvert annað og við komum bara öll standandi upprétt út úr þessu, þá meina ég öll íslenska þjóðin, ekki bara bændur, auðvitað ætla bændur að horfa björtum augum til framtíðar og berja sér á brjóst og halda áfram“, segir Trausti. Bláskógabyggð Landbúnaður Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Sjá meira
Bændur landsins leggja áherslu á að fæðuöryggi þjóðarinnar hafi aldrei verið eins mikilvægt og núna og því sé aldrei mikilvægara en að auka matvælaframleiðslu landsins í stað þess að flytja endalaust vörur inn í landið. Í kjölfar kórónuveirufaraldursins hefur daglegt líf heimsbyggðarinnar breyst og víða eru vaxandi áhyggjur af fæðuöryggi jarðarbúa og vaxandi ótti er við matarskort. Á Íslandi eru þessar áhyggjur ekki eins miklar og víða annars staðar en menn vilja þó hafa vaðið fyrir neðan sig og leggja áherslu á fæðuöryggi þjóðarinnar með íslenskri framleiðslu, sem sé aldrei mikilvægara en núna.. „Við bændur erum búnir að vera meðvitaðir um það í langan tíma að við þurfum að vera til taks bæðir fyrir okkar sveitir, samfélag og Íslendinga alla og framleiða gæða matvöru. Það er sama hvort það er lambakjöt, nautakjöt, kjúklingur, svín, grænmeti og mjólk, eða hvað það heitir. Ég finn bara mikinn meðbyr núna með íslenski framleiðslu og við þurfum bara að halda vel á því og vera bara stoltir af okkar framleiðslu, Íslendingar allir og njóta hennar“, segir Trausti Hjálmarsson, formaður Félags sauðfjárbænda í Árnessýslu Garðyrkjubændur hafa mikinn hug á því að bæta í sína framleiðslu enda mikil eftirspurn eftir íslensku grænmeti.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Þannig að bændur berja sér á brjóst? Já, auðvitað gerum við það, við erum náttúrulega stoltir bændur og eigum að vera það og megum vera það og eigum ekkert að skammast okkar fyrir það að vera flottir íslenskir duglegir bændur“, bætir Trausti við. Trausti er sauðfjárbóndi á bænum Austurhlíð, sem er við Gullna hringinn rétt hjá Úthlíð í Biskupstungum fyrir þá sem þekkja til. „Þetta eru náttúrulega mjög skrýtnir tíma. Þú gerir þér grein fyrir því að ég bý mínu sauðfjárbúi við Gullna hringinn upp í Biskupstungum. Þar voru að fara fram hjá mínum afleggjara svona tvö til þrjú þúsund bílar á dag en núna sér maður engan á ferli“. Um 30 þúsund tonn af kjöti eru framleidd á Íslendi á ári en bændur eru tilbúnir að bæta vel í sína ræktun og framleiða enn meira kjöt verði eftirspurnin það mikil. Myndin var tekin í sláturíð hjá SS á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson.„Auðvitað er þetta gjörbreytt aðstaða og andrúmsloft sem við búum við. Nú er hver og einn að hugsa um sig og vonandi ber okkur öllum gæfa til þess að hugsa vel um sjálf okkur og hvert annað og við komum bara öll standandi upprétt út úr þessu, þá meina ég öll íslenska þjóðin, ekki bara bændur, auðvitað ætla bændur að horfa björtum augum til framtíðar og berja sér á brjóst og halda áfram“, segir Trausti.
Bláskógabyggð Landbúnaður Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Sjá meira