Þar með er West Ham annað úrvalsdeildarliðið til að taka ákvörðun um launaskerðingu en Southampton varð í gær fyrsta félagið til að stíga þetta skref. Má ætla að flest önnur lið deildarinnar feti í sömu fótspor áður en langt um líður.
David Moyes, stjóri West Ham, tekur á sig 30% launalækkun. Sama gildir um Karren Brady, varaformann West Ham og Andy Mollett, fjármálastjóra félagsins. Eigendur félagsins; þeir David Gold og David Sullivan hafa sett 30 milljónir punda inn í félagið í kjölfar áhrifa COVID-10. Ekki er tekið fram hversu mikið laun leikmanna skerðist.
Í tilkynningu West Ham segir að með þessum aðgerðum geti félagið tryggt að ekki þurfi að segja neinu starfsfólki upp og það geti haldið fullum launum.
West Ham United can confirm that a series of measures - led by the Board, first-team players and the manager - have today been agreed to ensure the Club can continue to support our staff, fans and local community through this difficult time. https://t.co/90kqvaETDN
— West Ham United (@ ) (@WestHam) April 10, 2020