Southgate valdi Maguire í hópinn sem kemur til Íslands Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. ágúst 2020 13:40 Maguire kemur með Kane og Rashford til Íslands. Mike Hewitt/Getty Images Gareth Southgate er búinn að velja enska landsliðshópinn sem kemur til Íslands og mætir íslenska landsliðinu í Þjóðadeildinni. Allar helstu stjörnur liðsins eru í hópnum og skiptir litlu þó margir leikmenn hafi verið að ljúka tímabilinu með félagsliði sínu fyrir aðeins örfáum dögum. Það er ljóst að Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, ætlar sér alls ekki að tapa gegn Íslandi og Danmörku í Þjóðadeildinni. Búið er að opinbera hvaða leikmenn hann hefur valið í komandi verkefni. England's latest squad is in! Thoughts? pic.twitter.com/YoTDPz2C0b— Match of the Day (@BBCMOTD) August 25, 2020 Allar helstu stjörnur Englands eru í hópnum nema þær sem ekki gáfu kost á sér vegna meiðsla. Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, er í hópnum en hann óvíst var með þátttöku hans eftir að hann var handtekinn á grísku eyjunni Mykonos nýverið. Það skiptir Southgate litlu þó leikmenn séu tiltölulega nýfarnir í sumarfrí en ásamt Maguire eru þeir Marcus Rashford og Mason Greenwood, framherjar Man United, einnig í hópnum. Þá eru Raheem Sterling, Kyle Walker og Phil Foden, leikmenn Manchester City, í hópnum. Athygli vekur að Jack Grealish er ekki í hópnum en ekki er talið að hann sé að glíma við meiðsli. Þeir Jordan Henderson, Alex Oxlade-Chamberlain [leikmenn Liverpool], Ben Chilwell og James Maddison [leikmenn Leicester City] eru hins vegar allir fjarverandi vegna meiðsla. Forvitnilegt verður að sjá hvaða markvörður byrjar leikinn gegn Íslandi en talið er að sæti Jordan Pickford í byrjunarliði Englands sé í hættu. Leikur Íslands og Englands í Þjóðadeildinni fer fram á laugardaginn kemur, 5. september, klukkan 16:00 og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport sem og allir leikir Íslands í keppninni. Sýnt verður beint frá öllum leikjum Íslands í Þjóðadeildinni á Stöð 2 Sport. Riðlakeppnin hefst 5. september og lýkur 18. nóvember á þessu ári. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Ísland - England (Laugardalsvöllur) - 5.9.2020 Belgía - Ísland (Óvíst) - 8.9.2020 Ísland - Danmörk (Laugardalsvöllur) - 11.10.2020 Ísland - Belgía (Laugardalsvölur) - 14.10.2020 Danmörk - Ísland (Parken) - 14.11.2020 England - Ísland (Wembley) - 18.11.2020 Fótbolti Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Gæti orðið fjölmiðlasirkus á Íslandi ef Southgate velur Harry Maguire í hópinn Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga, mun gera það opinbert í dag hvaða leikmenn verða í enska landsliðinu sem mætir til Íslands 4. september næstkomandi. 25. ágúst 2020 08:00 Southgate mætir með sterkt lið til Íslands Gareth Southgate ætlar að mæta með eins sterkt lið og mögulegt er gegn Íslandi í Þjóðadeildinni í næsta mánuði. 23. ágúst 2020 16:00 Maguire heldur fram sakleysi sínu Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, heldur fram sakleysi sínu en hann var handtekinn á grísku eyjunni Mykonos í síðustu viku. 22. ágúst 2020 14:30 Harry Maguire handtekinn í Grikklandi Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, er í sumarfríi í Grikklandi en það gengur ekki áfallalaust fyrir sig. 21. ágúst 2020 10:00 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Sjá meira
Gareth Southgate er búinn að velja enska landsliðshópinn sem kemur til Íslands og mætir íslenska landsliðinu í Þjóðadeildinni. Allar helstu stjörnur liðsins eru í hópnum og skiptir litlu þó margir leikmenn hafi verið að ljúka tímabilinu með félagsliði sínu fyrir aðeins örfáum dögum. Það er ljóst að Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, ætlar sér alls ekki að tapa gegn Íslandi og Danmörku í Þjóðadeildinni. Búið er að opinbera hvaða leikmenn hann hefur valið í komandi verkefni. England's latest squad is in! Thoughts? pic.twitter.com/YoTDPz2C0b— Match of the Day (@BBCMOTD) August 25, 2020 Allar helstu stjörnur Englands eru í hópnum nema þær sem ekki gáfu kost á sér vegna meiðsla. Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, er í hópnum en hann óvíst var með þátttöku hans eftir að hann var handtekinn á grísku eyjunni Mykonos nýverið. Það skiptir Southgate litlu þó leikmenn séu tiltölulega nýfarnir í sumarfrí en ásamt Maguire eru þeir Marcus Rashford og Mason Greenwood, framherjar Man United, einnig í hópnum. Þá eru Raheem Sterling, Kyle Walker og Phil Foden, leikmenn Manchester City, í hópnum. Athygli vekur að Jack Grealish er ekki í hópnum en ekki er talið að hann sé að glíma við meiðsli. Þeir Jordan Henderson, Alex Oxlade-Chamberlain [leikmenn Liverpool], Ben Chilwell og James Maddison [leikmenn Leicester City] eru hins vegar allir fjarverandi vegna meiðsla. Forvitnilegt verður að sjá hvaða markvörður byrjar leikinn gegn Íslandi en talið er að sæti Jordan Pickford í byrjunarliði Englands sé í hættu. Leikur Íslands og Englands í Þjóðadeildinni fer fram á laugardaginn kemur, 5. september, klukkan 16:00 og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport sem og allir leikir Íslands í keppninni. Sýnt verður beint frá öllum leikjum Íslands í Þjóðadeildinni á Stöð 2 Sport. Riðlakeppnin hefst 5. september og lýkur 18. nóvember á þessu ári. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Ísland - England (Laugardalsvöllur) - 5.9.2020 Belgía - Ísland (Óvíst) - 8.9.2020 Ísland - Danmörk (Laugardalsvöllur) - 11.10.2020 Ísland - Belgía (Laugardalsvölur) - 14.10.2020 Danmörk - Ísland (Parken) - 14.11.2020 England - Ísland (Wembley) - 18.11.2020
Sýnt verður beint frá öllum leikjum Íslands í Þjóðadeildinni á Stöð 2 Sport. Riðlakeppnin hefst 5. september og lýkur 18. nóvember á þessu ári. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Ísland - England (Laugardalsvöllur) - 5.9.2020 Belgía - Ísland (Óvíst) - 8.9.2020 Ísland - Danmörk (Laugardalsvöllur) - 11.10.2020 Ísland - Belgía (Laugardalsvölur) - 14.10.2020 Danmörk - Ísland (Parken) - 14.11.2020 England - Ísland (Wembley) - 18.11.2020
Fótbolti Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Gæti orðið fjölmiðlasirkus á Íslandi ef Southgate velur Harry Maguire í hópinn Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga, mun gera það opinbert í dag hvaða leikmenn verða í enska landsliðinu sem mætir til Íslands 4. september næstkomandi. 25. ágúst 2020 08:00 Southgate mætir með sterkt lið til Íslands Gareth Southgate ætlar að mæta með eins sterkt lið og mögulegt er gegn Íslandi í Þjóðadeildinni í næsta mánuði. 23. ágúst 2020 16:00 Maguire heldur fram sakleysi sínu Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, heldur fram sakleysi sínu en hann var handtekinn á grísku eyjunni Mykonos í síðustu viku. 22. ágúst 2020 14:30 Harry Maguire handtekinn í Grikklandi Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, er í sumarfríi í Grikklandi en það gengur ekki áfallalaust fyrir sig. 21. ágúst 2020 10:00 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Sjá meira
Gæti orðið fjölmiðlasirkus á Íslandi ef Southgate velur Harry Maguire í hópinn Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga, mun gera það opinbert í dag hvaða leikmenn verða í enska landsliðinu sem mætir til Íslands 4. september næstkomandi. 25. ágúst 2020 08:00
Southgate mætir með sterkt lið til Íslands Gareth Southgate ætlar að mæta með eins sterkt lið og mögulegt er gegn Íslandi í Þjóðadeildinni í næsta mánuði. 23. ágúst 2020 16:00
Maguire heldur fram sakleysi sínu Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, heldur fram sakleysi sínu en hann var handtekinn á grísku eyjunni Mykonos í síðustu viku. 22. ágúst 2020 14:30
Harry Maguire handtekinn í Grikklandi Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, er í sumarfríi í Grikklandi en það gengur ekki áfallalaust fyrir sig. 21. ágúst 2020 10:00