Ungmenni vilja svansvottaðar byggingar í Árborg Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. ágúst 2020 17:20 Egill Örnuson Hermannsson, sem á sæti í ungmennaráði Sveitarfélagsins Árborgar og fer fyrir málinu um svansvottunina. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Ungmennaráð Árborgar hefur lagt það til við bæjarstjórn Árborgar að allar byggingar, sem byggðar eru á vegum sveitarfélagsins séu svansvottaðar en svansvottun er opinbert norrænt umhverfismerki. Bæjarstjórn Árborgar hefur samþykkt að vísað erindi ungmennaráðs til fræðslunefndar, eigna- og veitunefndar og umhverfisnefndar til skoðunar. Ungmennaráð vill að allar byggingar, sem byggðar eru á vegum Árborgar séu Svansvottaðar og segir að góð byrjun væri nýr grunnskóli sem er verið að byggja á Selfossi. „Þeir sem sækja um vottunina þurfa að sýna fram á að varan sé umhverfisvæn allt frá framleiðslu og þar til henni er fargað. Þetta er vottun sem norræna ráðherranefndin kom á fót 1989 og Umhverfisstofnun sér um þetta hér á Íslandi,“ segir Egill Örnuson Hermannsson, sem á sæti í ungmennaráði Árborgar. En hvað kemur til að ungmennaráð Árborgar er að spá í þessi mál? „Við brennum mikið fyrir umhverfismálum og ungt fólk nú til dagsins. Innblásturinn fyrir þetta var að ráðið komast að því að nýr skóli í Kópavogi, nýr Kársnesskóli átti að vera byggður af hefðbundnum hætti, þar að segja steinsteypu og svo kom sú hugmynd upp á borðið hjá þeim að húsið yrði frekar byggt úr timbureiningum og skólinn yrði þá allur svansvottaður. Þá ætluðum við nú ekki að vera númer tvö í Árborg, við ætluðum bara að vera best og þá að byggja okkar eigin skóla Svansvottaðan,“ segir Egill. Um 10 þúsund manns búa í Sveitarfélaginu Árborg í dag en hér er loftmynd af Selfossi, sem er alltaf að þenjast meira og meira út. Ungmennaráð leggur til að allar byggingar sveitarfélagsins í framtíðinni verði svansvottaðar.Mats Wibe Lund Egill segir að nýr miðbær, sem er verið að byggja á Selfossi af einkaaðilum sé svansvottaður og því ætti Árborg að fara létt með það að svansvotta sínar byggingar, sem verða byggðar í framtíðinni. En hvernig hefur bæjarstjórn Árborgar tekið bókun ungmennaráðsins? „Þau tóku ágætlega í það á síðsta fundi bæjarstjórnar, þau samþykktu samhljóða að setja málið í nefndir og ætla svo að skoða hvað þetta þýðir fyrir sveitarfélagið,“ segir Egill. Árborg Umhverfismál Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Ungmennaráð Árborgar hefur lagt það til við bæjarstjórn Árborgar að allar byggingar, sem byggðar eru á vegum sveitarfélagsins séu svansvottaðar en svansvottun er opinbert norrænt umhverfismerki. Bæjarstjórn Árborgar hefur samþykkt að vísað erindi ungmennaráðs til fræðslunefndar, eigna- og veitunefndar og umhverfisnefndar til skoðunar. Ungmennaráð vill að allar byggingar, sem byggðar eru á vegum Árborgar séu Svansvottaðar og segir að góð byrjun væri nýr grunnskóli sem er verið að byggja á Selfossi. „Þeir sem sækja um vottunina þurfa að sýna fram á að varan sé umhverfisvæn allt frá framleiðslu og þar til henni er fargað. Þetta er vottun sem norræna ráðherranefndin kom á fót 1989 og Umhverfisstofnun sér um þetta hér á Íslandi,“ segir Egill Örnuson Hermannsson, sem á sæti í ungmennaráði Árborgar. En hvað kemur til að ungmennaráð Árborgar er að spá í þessi mál? „Við brennum mikið fyrir umhverfismálum og ungt fólk nú til dagsins. Innblásturinn fyrir þetta var að ráðið komast að því að nýr skóli í Kópavogi, nýr Kársnesskóli átti að vera byggður af hefðbundnum hætti, þar að segja steinsteypu og svo kom sú hugmynd upp á borðið hjá þeim að húsið yrði frekar byggt úr timbureiningum og skólinn yrði þá allur svansvottaður. Þá ætluðum við nú ekki að vera númer tvö í Árborg, við ætluðum bara að vera best og þá að byggja okkar eigin skóla Svansvottaðan,“ segir Egill. Um 10 þúsund manns búa í Sveitarfélaginu Árborg í dag en hér er loftmynd af Selfossi, sem er alltaf að þenjast meira og meira út. Ungmennaráð leggur til að allar byggingar sveitarfélagsins í framtíðinni verði svansvottaðar.Mats Wibe Lund Egill segir að nýr miðbær, sem er verið að byggja á Selfossi af einkaaðilum sé svansvottaður og því ætti Árborg að fara létt með það að svansvotta sínar byggingar, sem verða byggðar í framtíðinni. En hvernig hefur bæjarstjórn Árborgar tekið bókun ungmennaráðsins? „Þau tóku ágætlega í það á síðsta fundi bæjarstjórnar, þau samþykktu samhljóða að setja málið í nefndir og ætla svo að skoða hvað þetta þýðir fyrir sveitarfélagið,“ segir Egill.
Árborg Umhverfismál Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira