Fjögur mansalsmál á borð Bjarkarhlíðar í sumar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 29. ágúst 2020 20:22 Tilkynnt hefur verið um fjögur mál þar sem grunur er um mansal til Bjarkarhlíðar í sumar. Öll tengjast þau vinnnumansali og tvö þeirra jafnframt kynlífsmansali. Í byrjun júlí fékk Bjarkahlíð það hlutverk að halda úti framkvæmdarteymi um mansalsmál. Um er að ræða tilraunverkefni sem snýst um að einn aðili sé ábyrgur fyrir samhæfingu í viðbrögðum við mansalsmálum og að halda utan um tölfræði. „Við höfum séð frelsissviptingu atvinnurekanda þar sem manneskju er haldið á vinnustaðnum og kemst ekki í burtu,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastýra Bjarkarhlíðar.Stöð2 „Við höfum fengið núna í júlí tilkynningar um fjögur mál þar sem grunur er um að mansal. Þetta eru öll mál sem eru í ferli og eru í rannsókn og tengjast öll vinnumansali og tvö þeirra tengjast líka kynlífsmansali," segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri Bjarkarhlíðar. Tilkynningar um málin hafi komið frá almenningi, fólkinu sjálfu og verkalýðsfélögunum. Fólkið sem um ræðir sé á fertugsaldri og kemur frá mið Ameríku, Asíu og Afríku. „Það er svona ein af skilgreiningunum varðandi mansal að þetta sé skipulögð brotastarfsemi. Það sé einhver sem skipuleggi ferðir þessa fólks og það sé þannig svipt frelsi sínu og þannig komið í þessar aðstæður," segir Ragna sem vill ekki gefa upp hvar fólkið starfaði við þessar aðstæður. Heimildir fréttastofu herma að málin tengist veitingageiranum. „Við höfum séð frelsissviptingu atvinnurekanda þar sem manneskju er haldið á vinnustaðnum og kemst ekki í burtu og síðan erum við að sjá fólk vinna án þess að fá laun og fá þá húsaskjól og mat og þetta er náttúrulega allt brot á fólki,“ segir Ragna. Bjarkarhlíð hjálpi fólkinu við að komast í skjól ef á þarf að halda og veitir því stuðning. „Fólk í þessum aðstæðum er mjög brotið á sál og líkama og þarf að fá skjól og tíma til að átta sig og umönnun," segir Ragna. Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Sjá meira
Tilkynnt hefur verið um fjögur mál þar sem grunur er um mansal til Bjarkarhlíðar í sumar. Öll tengjast þau vinnnumansali og tvö þeirra jafnframt kynlífsmansali. Í byrjun júlí fékk Bjarkahlíð það hlutverk að halda úti framkvæmdarteymi um mansalsmál. Um er að ræða tilraunverkefni sem snýst um að einn aðili sé ábyrgur fyrir samhæfingu í viðbrögðum við mansalsmálum og að halda utan um tölfræði. „Við höfum séð frelsissviptingu atvinnurekanda þar sem manneskju er haldið á vinnustaðnum og kemst ekki í burtu,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastýra Bjarkarhlíðar.Stöð2 „Við höfum fengið núna í júlí tilkynningar um fjögur mál þar sem grunur er um að mansal. Þetta eru öll mál sem eru í ferli og eru í rannsókn og tengjast öll vinnumansali og tvö þeirra tengjast líka kynlífsmansali," segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri Bjarkarhlíðar. Tilkynningar um málin hafi komið frá almenningi, fólkinu sjálfu og verkalýðsfélögunum. Fólkið sem um ræðir sé á fertugsaldri og kemur frá mið Ameríku, Asíu og Afríku. „Það er svona ein af skilgreiningunum varðandi mansal að þetta sé skipulögð brotastarfsemi. Það sé einhver sem skipuleggi ferðir þessa fólks og það sé þannig svipt frelsi sínu og þannig komið í þessar aðstæður," segir Ragna sem vill ekki gefa upp hvar fólkið starfaði við þessar aðstæður. Heimildir fréttastofu herma að málin tengist veitingageiranum. „Við höfum séð frelsissviptingu atvinnurekanda þar sem manneskju er haldið á vinnustaðnum og kemst ekki í burtu og síðan erum við að sjá fólk vinna án þess að fá laun og fá þá húsaskjól og mat og þetta er náttúrulega allt brot á fólki,“ segir Ragna. Bjarkarhlíð hjálpi fólkinu við að komast í skjól ef á þarf að halda og veitir því stuðning. „Fólk í þessum aðstæðum er mjög brotið á sál og líkama og þarf að fá skjól og tíma til að átta sig og umönnun," segir Ragna.
Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Sjá meira