„Ofbeldið hafði óafturkræf áhrif á mig sem barn og unga konu“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. ágúst 2020 09:00 Sigríður Björnsdóttir sálfræðingur og verkefnastjóri hjá samtökunum Barnaheill. Vísir/Vilhelm Fjölgun hefur verið á tilkynningum um ofbeldi í faraldri kórónuveirunnar hér á landi, meðal annars vegna ofbeldis gegn börnum. Sigríður Björnsdóttir sálfræðingur, betur þekkt sem Sigga, hefur helgað líf sitt að fræða fólk um ofbeldi gegn börnum og hjálpa öðrum að vinna úr áföllum. Stjúpfaðir Siggu, sem bjó á heimilinu frá því hún var tveggja ára gömul, beitti hana kynferðiofbeldi árum saman. Hún segir mikilvægt að reyna allt til að fyrirbyggja ofbeldi gegn börnum og að hennar mati á samfélagið enn langt í land með að aðlaga kerfin að fólki sem þarfnast þess mest. Sigga stofnaði samtökin Blátt áfram árið 2004 ásamt systur sinni og hafa þær síðustu ár unnið mikilvægt starf hér á landi. „Tilgangur með stofnun samtakanna var meðal annars til að opna umræðuna um mikilvægi forvarna gegn kynferðisofbeldi. Forvarnir með þessa áherslu var nýtt af nálinni fyrir 15 árum. Við leituðum að efni og upplýsingum og fundum hvoru tveggja og fengum leyfi til að þýða það og staðfæra. Ég varð fyrir kynferðisofbeldi á mínu heimili frá 4 til 11 ára aldurs og trúi því að ef ég hefði til dæmis fengið fræðslu í skóla hefði ég leitað hjálpar fyrr á lífsleiðinni.“ Hömluðu tilveruna Hún segir að mikilvægt sé að vinna úr áföllum sem þessum með aðstoð fagaðila. „Ofbeldið hafði óafturkræf áhrif á mig sem barn og unga konu. Áhrifin eru alltaf til staðar en með stöðugri vinnu við að bæta eigin lífsgæði á ég betra líf í dag.“ Sigga vann úr eigin áföllum með því að leita sér hjálpar og viðurkenna afleiðingar og áhrif áfallanna á allt hennar líf. „Ég fann mér góðan ráðgjafa sem skildi áföll mín, hlustaði og hvatti mig áfram. Ég hafði þróað með mér óhjálplegar leiðir eða bjargráð sem voru farin að hamla mér í tilverunni. Það var erfiðast að horfast í augu við það að áhrif gerandans og afleiðingar þess voru enn til staðar. Þegar ég lærði betri og nýjar leiðir til að efla eigin sjálfsmynd hófst marktækt bataferli.“ Í dag er Sigga sátt við sjálfa sig og sér hvar þrautseigja og útsjónarsemi kom henni áfram á lífsleiðinni. „Afleiðingar kynferðisofbeldis eru langvarandi og hafa áhrif á lífsgæði fólks. Því fyrr sem fólk aðstoðar börn og ungmenni því betri og meiri verða lífsgæði þeirra síðar. Þegar ég horfi til baka sé ég hvar tækifæri voru til að leita mér hjálpar. En ég treysti ekki umhverfinu mínu til að taka við því. Sem betur fer hafði ég líka gott fólk í kringum mig. Ég reyndi að segja frá þessu um 11 ára en mér var ekki trúað. Ég reyndi því ekki aftur fyrr en á fullorðinsárum þegar ég fór til Stígamóta og fékk aðstoð þar með fyrstu skrefin.“ Sigríður stofnaði Blátt áfram samtökin ásamt systur sinni árið 2004.Vísir/Vilhelm Takmarkað fjármagn frá stjórnvöldum Þessa erfiðu lífsreynslu hefur hún nýtt til góðs, sem sálfræðingur og með störfunum fyrir Blátt áfram sem nú hefur sameinast samtökunum Barnaheill. „Þegar ég sá þörfina í samfélaginu var Blátt áfram stofnað. Árið 2004 sagði ég opinberlega frá þessum afar erfiða kafla í barnæsku minni. Ég trúði því og veit að það er hægt að bæta lífsgæði sín þegar horft er til framtíðar. Fyrir mig var mjög mikilvægt að læra um meðvirkni og hvernig hún birtist, viðbrögð líkama og huga við áföllum um leið og hvernig hægt er að auka lífsgæðin.“ Sigga segir að sameiningin sé vonandi heillaspor fyrir bæði samtökin. „Saman erum við væntanlega öflugri með góðan sérfræðihóp og verkefni sem styðja hvert annað sem vernd gegn öllu ofbeldi. Samtök eins og Barnaheill fá takmarkað fjármagn frá stjórnvöldum og til þess að geta haldið úti markvissu og árangursríku forvarnarstarfi þurfum við að leita allra leiða til að auka fé samtakanna. Með frjálsum framlögum og landssöfnun getum við bæði aukið umræðuna um mikilvægi forvarna og fleiri eru tilbúnir til að leggja okkur lið og styðja samtökin. Allur ágóði af landssöfnuninni og sölu ljósanna, sem eru í sölu til 6. september næstkomandi, fer í forvarnarfræðslu til fullorðinna. „Til að þau fái tæki til að auka líkurnar á því að koma í veg fyrir eða uppræta ofbeldi.“ Sigga var 25 ára gömul þegar hún ákvað fyrst að hún ætlaði að verða barnasálfræðingur. „Ég flutti til Bandaríkjanna til að hefja nám sem ég stundaði í 2 ár. En ég hætti náminu því fjölskyldan gekk fyrir. Síðan hóf ég nám á ný 2012 og starfa í dag sem sálfræðingur á EMDR stofunni.“ Geta skert lífsgæðin Sérhæfing Siggu er meðal annars meðferð við áföllum, áfallastreituröskun og fíknivanda. „Ráðgjöf fyrir aðstandendur barna sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Ráðgjöf og fræðsla um áhrif erfiðra lífsviðburða, eða ACE, á börn fyrir stofnanir og starfsfólk sem starfar með börnum og ungmennum. Ráðgjöf og fræðsla um forvarnir gegn kynferðisofbeldi fyrir stofnanir og starfsfólk sem starfar með börnum og ungmennum.“ Sem sálfræðingur á stofu er Sigga að aðstoða fólk við að vinna úr gömlum áföllum sem í dag eru kölluð flókin áföll og geta borið einkenni hugrofs. „Einnig áföll sem fólk hefur orðið fyrir í æsku sem hafa haft slæm áhrif á lífgæði fólks. Það getur tekið langan tíma að vinna úr áföllum í æsku. Fyrsta skrefið er að læra að þekkja afleiðingar streitu á heila. Síðan þurfum við að þekkja hvernig líkami og hugur varðveitir slæmar minningarnar. Þriðja skrefið er að átta sig á einkennum hugrofs og hvernig þau koma fram. Með auknum skilning á líðan sinni vegna áfalla í æsku er hægt að öðlast betri lífsgæði. Það er hægt með ýmsum aðferðum og með aðstoð sérfræðinga sem vinna með slíkar áfallameðferðir eins og til dæmis EMDR áfallameðferð.“ Sigga segir að tölfræðin sýni að ofbeldi í samfélögum eykst á tímum áfalla og efnahagsþrenginga.Vísir/Vilhelm Áfallamiðuð nálgun Sem verkefnastjóri Barnaheilla sinnir hún svo ráðgjöf til einstaklinga og stofnanna. „Þar annast ég einnig forvarnarfræðslu sem hefur verið mitt hugarfóstur frá upphafi. Þar fæ ég tækifæri til að auka áhuga fólks á forvörnum og ein ástæða þess að ég er enn að annast þetta er að ég sé árangurinn af starfi mínu. Stöðugt fleiri koma sem hafa til dæmis farið í gegnum háskólanám, kennarar og heilbrigðisstarfsfólk, og telur sig þurfa á meiri og betri þekkingu að halda í því að fyrirbyggja ofbeldi á börnum. Á Verndarar barna námskeiðum skapast yfirleitt góðar umræður um hvað kerfin vinna illa með þeim sem þurfa mest á liðsinni að halda. Ég hef séð margt breytast, sérstaklega síðustu tvö ár. En við eigum enn langt í land með að aðlaga kerfin að fólki sem þarfnast þess mest. Þá er ég að tala um réttarkerfið, skólakerfið og heilbrigðiskerfið fyrir börn, ungmenni og einstaklinga með fjölþættan vanda. Ég er farin að heyra rætt um snemmtæka íhlutun en vil að fleiri taki upp áfallamiðaða nálgun. Flest lendum við í einhverjum áföllum á lífsleiðinni. Hvernig við vinnum úr þeim fer eftir umhverfinu og stuðningsneti hvers og eins. Börn og ungmenni og foreldrar þurfa að hafa kost á að leita til og stóla á að fólkið sem vinnur í kerfunum hafi víðtæka þekkingu á áföllum og vanlíðan og afleiðingum á allt líf fólks. Það er því mikið í húfi við að halda áfram að vinna að forvörnum gegn ofbeldi.“ Flestir gerendur eiga fjölskyldur Sigga vinnur aðallega með þolendum ofbeldis og þá sérstaklega þolendum kynferðisofbeldis í æsku og skjólstæðingum með fíknivanda. „Í starfi mínu sem verkefnastjóri hjá Barnaheillum leiði ég hóp ásamt fleiri sálfræðingum fyrir aðstandendur og fjölskyldur barna sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi.“ Eins og kom fram í viðtali við unga íslenska konu í vikunni hér á Vísi, hafa ofbeldismál sem þessi líka djúp áhrif á fjölskyldur gerandans. „Það þurfa ekki allir að segja sögu sína opinberlega og sumir ættu alls ekki að gera það. Að fjalla opinberalega um líf sitt tekur á og getur verið mjög íþyngjandi fyrir fólk sem gjarnan les mikið í neikvæð viðbrögð. Stúlkan á hrós skilið fyrir að segja frá, og eflaust skiptir þetta máli fyrir bata hennar. Það er mikilvægt að fólki hafi í huga að flestir gerendur eiga fjölskyldur sem verða einnig fyrir áfalli, þegar upp kemst um kynferðisbrot gegn barni.“ Sigga vinnur í starfi sínu sem sálfræðingur einnig með aðstandendum geranda. „Flest börn sem verða fyrir ofbeldi upplifa það af hendi einhvers sem þau þekkja eða einhverjum sem er þeim nákominn. Með því að veita aðstandendum stuðning og liðsinni getum við hjálpað þeim við að takast á við það að hafa einhvern nákominn sem getur brotið gegn barni.“ Stundum tekur það mörg ár að mæta Sigga segir að áföll í æsku geti haft áhrif sem þróist í fjölþættan vanda. „Lágt og lélegt sjálfsmat og neikvætt viðhorf um sjálfan sig, aðra og umheiminn. Erfitt er fyrir einstakling að læra að treysta öðrum og það getur tekið langan tíma. Mikilvægt er að geta byrjað sem fyrst til að vinda ofan af streitu og vanlíðan. Einnig til að veita fólki upplýsingar um hvað eru eða geta verið afleiðingar af streitu sem hafa neikvæð áhrif á heilsu og líðan. Aftur á móti er stundum ekki endilega auðvelt að hefja sálfræðimeðferð og stöku sinnum tekur það mörg ár fyrir fólk að byrja ferlið.“ Sigga segir að umræðan sé alltaf að þróast áfram í rétta átt og að meiri fræðsla eigi sér stað í dag í grunnskólum um forvarnir. „Börnum er kennt að þekkja líkama sinn og einkastaði og að það sé mögulegt að segja frá ef þeim liggur eitthvað á hjarta.“ Vilja kalla fram viðbrögð Markmið með landssöfnuninni í ár, Hjálpumst að við að vernda börnin, er að vekja athygli á því að við getum öll hjálpast að. „Þetta er 11. landssöfnunin okkar, en sú fyrsta eftir að Blátt áfram sameinaðist Barnaheillum. Þegar fólk leggur okkur lið getum við haldið áfram að bjóða upp á mikilvæga forvarnarfræðslu til starfsfólks sem starfar fyrir og með börnum. Á vefsíðu félagsins erum við að bera upp ákveðnar spurningar sem við vitum að fólki geti fundist erfitt að svara, þegar kemur að forvörnum gegn kynferðisofbeldi. Svona spurningar eru settar fram til að kalla fram viðbrögð. Við erum til dæmis með spurninguna: „Hvernig getur þú komið í veg fyrir að kynferðisofbeldi eigi sér stað í þinni fjölskyldu?“ Við vitum öll að það er ekki hægt að tryggja eða koma í veg fyrir allt kynferðisofbeldi. Ábyrgðin á því að koma í veg fyrir ofbeldið er ekki sett á herðar barna. Við vitum hins vegar að með aukinni þekkingu og fræðslu má bregðast við erfiðum aðstæðum og stöðva ofbeldi. Á vefnum erum við líka með svör við þeim spurningum sem eru í gangi í fjölmiðlum þessa dagana og við vilja hvetja fólk til að skoða fræðsluefni okkar. Ef svo fólk vill gerast Verndarar barna bjóðum við upp á fjögurra klukkustunda námskeið sem er þjálfun í að fyrirbyggja, þekkja einkenni og bregðast rétt við grun um ofbeldi á börnum.“ Sigríður segir mikið í húfi við að halda áfram að vinna að forvörnum gegn ofbeldiVísir/Vilhelm Fullorðnir geta gert betur Hún vonar að aukin umræða og herferðir eins og þeirra, sýni hve algengt kynferðisofbeldi á börnum er. „Einnig að hver sem er getur lent í slíku. Það fer ekki eftir stétt eða stöðu, fjárhag eða búsetu hverjir lenda í þessu ofbeldi. Börn í viðkvæmum hópum eru reyndar líklegri til að lenda í slíku ofbeldi, en með góðri þekkingu geta fullorðnir gert betur til að koma í veg fyrir að barn verði fyrir slíku. Við vitum að ekki er hægt að koma í veg fyrir allt ofbeldi sem barn verður fyrir eða horfir upp á, en við getum aukið líkurnar á að það gerist síður þegar við erum upplýst.“ Það hefur sést aukning á tilkynningum um ofbeldi í þessum heimsfaraldri kórónuveirunnar. „Aukning og fjölgun á tilkynningum er vísbending um að fleiri láti sig málið varða og láti vita um vanrækslu og ofbeldi gegn börnum. Félagsleg einangrun er ekki góð og streita veldur fólki vanlíðan. Fjárhagsáhyggjur og atvinnumissir eykur álag á fjölskyldur í Kórónuveirufaraldrinum. Það má sjá í tölum frá Barnaverndarstofu að aukning er á tilkynningum frá nágrönnum og foreldrar sjálfir komnir í vanda og leita sér mögulega aðstoðar. Í upphafi faraldursins var mikið fjallað um heimilisofbeldi í fjölmiðlum og fólk hvatt til að leita sér aðstoðar. Öll umræða er mikilvæg í fjölmiðlum og þarf hún að vera fræðandi og leiðbeinandi fyrir fólk sem vill leita sér aðstoðar.“ Barnið á að fá að njóta vafans Sigga segir að tölfræðin sýni að ofbeldi í samfélögum eykst á tímum áfalla og efnahagsþrenginga, hér eins og víða annars staðar. Það er margt sem fólk getur gert til að hjálpa. „Þegar horft er upp á vanrækslu eða ofbeldi á barni er það hið eina í stöðunni að láta vita af því. Við getum látið barnavernd vita og sérfræðinga þar kanna grun hvort brotið hafi verið gegn barni. Barnið á að fá að njóta vafans. Með því að hafa samband við barnavernd eða Barnahús og fá ráð hvort þurfi að tilkynna ertu að taka stórt og mikilvægt skref fyrir barnið sem á í hlut. Samtökin Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa frá upphafi lagt áherslu á að vinna að mannréttindum barna á Íslandi. „Með Barnasáttmálann að leiðarljósi hafa helstu áherslur verið á að standa vörð um réttindi barna, baráttu gegn ofbeldi á börnum, heilbrigðismál og að efla áhrifamátt barna í íslensku samfélagi.“ Einkastaðirnir þeirra einkasvæði Sigga segir mjög mikilvægt að ræða þessi mál við börn og halda umræðunni um ofbeldi gegn börnum á lofti í samfélaginu. „Börn sem eru að verða fyrir ofbeldi vita yfirleitt á einhverjum tímapunkti að það sem er að gerast sé rangt og það er því mjög mikilvægt að þau fái að vita að það er aldrei þeim að kenna. Það er mikilvægt að geta sett hlutina í rétt samhengi og orða það fyrir börn miðað við aldur og þroska þeirra. Hér er ekki verið að setja ábyrgð á börnin heldur að þau hafi vitneskju um að að einkastaðirnir þeirra eru þeirra einkasvæði. Svo þarf að bæta í og auka umræðu eftir því sem barnið verður eldra. Við viljum ekki ganga út frá því að það sé ekki hægt að treysta fólki en það er ekki hægt að horfa framhjá hættum sem börn geta staðið frammi fyrir. Hver á að vernda börn ef fullorðnir vernda þau ekki fyrir þessum hættum, erum við að ætlast til þess að þau geri það sjálf?“ Á Íslandi eru 17% – 36% barna talin vera beitt kynferðisofbeldi eða áreitni fyrir 18 ára aldur. Landssöfnun Barnaheilla stendur til 6. september. Þetta er 11 ár söfnuninnar en hún er nú í fyrsta sinn á vegum Barnaheilla. Samtökin Blátt áfram sameinuðust Barnaheillum árið 2019 eftir að hafa verið með þessa söfnun í 10 ár. Herferðin í ár ber heitið Hjálpumst að við að vernda börn og rennur allur ágóði af sölunni á ljósinu í forvarnafræðslu Verndara barna. Nánari upplýsingar má finna HÉR. Helgarviðtal Ofbeldi gegn börnum Geðheilbrigði Tengdar fréttir Meirihluti barna sem verða fyrir kynferðisofbeldi þekkja gerandann Landssöfnun Barnaheilla fer fram um land allt dagana 24. ágúst til 6. September. Er þetta í fyrsta sinn sem söfnunin er á vegum Barnaheilla, en samtökin Blátt áfram sameinuðust Barnaheillum árið 2019. 24. ágúst 2020 13:30 „Pabbi minn er barnaníðingur“ „Hann er dauður fyrir mér,“ segir íslensk kona sem afneitaði föður sínum eftir að hann var kærður fyrir brot gegn barni fyrir nokkrum árum. Hún lét breyta nafni sínu í þjóðskrá til að þurfa ekki að bera hans nafn eða vera kennd við hann. 24. ágúst 2020 09:00 Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
Fjölgun hefur verið á tilkynningum um ofbeldi í faraldri kórónuveirunnar hér á landi, meðal annars vegna ofbeldis gegn börnum. Sigríður Björnsdóttir sálfræðingur, betur þekkt sem Sigga, hefur helgað líf sitt að fræða fólk um ofbeldi gegn börnum og hjálpa öðrum að vinna úr áföllum. Stjúpfaðir Siggu, sem bjó á heimilinu frá því hún var tveggja ára gömul, beitti hana kynferðiofbeldi árum saman. Hún segir mikilvægt að reyna allt til að fyrirbyggja ofbeldi gegn börnum og að hennar mati á samfélagið enn langt í land með að aðlaga kerfin að fólki sem þarfnast þess mest. Sigga stofnaði samtökin Blátt áfram árið 2004 ásamt systur sinni og hafa þær síðustu ár unnið mikilvægt starf hér á landi. „Tilgangur með stofnun samtakanna var meðal annars til að opna umræðuna um mikilvægi forvarna gegn kynferðisofbeldi. Forvarnir með þessa áherslu var nýtt af nálinni fyrir 15 árum. Við leituðum að efni og upplýsingum og fundum hvoru tveggja og fengum leyfi til að þýða það og staðfæra. Ég varð fyrir kynferðisofbeldi á mínu heimili frá 4 til 11 ára aldurs og trúi því að ef ég hefði til dæmis fengið fræðslu í skóla hefði ég leitað hjálpar fyrr á lífsleiðinni.“ Hömluðu tilveruna Hún segir að mikilvægt sé að vinna úr áföllum sem þessum með aðstoð fagaðila. „Ofbeldið hafði óafturkræf áhrif á mig sem barn og unga konu. Áhrifin eru alltaf til staðar en með stöðugri vinnu við að bæta eigin lífsgæði á ég betra líf í dag.“ Sigga vann úr eigin áföllum með því að leita sér hjálpar og viðurkenna afleiðingar og áhrif áfallanna á allt hennar líf. „Ég fann mér góðan ráðgjafa sem skildi áföll mín, hlustaði og hvatti mig áfram. Ég hafði þróað með mér óhjálplegar leiðir eða bjargráð sem voru farin að hamla mér í tilverunni. Það var erfiðast að horfast í augu við það að áhrif gerandans og afleiðingar þess voru enn til staðar. Þegar ég lærði betri og nýjar leiðir til að efla eigin sjálfsmynd hófst marktækt bataferli.“ Í dag er Sigga sátt við sjálfa sig og sér hvar þrautseigja og útsjónarsemi kom henni áfram á lífsleiðinni. „Afleiðingar kynferðisofbeldis eru langvarandi og hafa áhrif á lífsgæði fólks. Því fyrr sem fólk aðstoðar börn og ungmenni því betri og meiri verða lífsgæði þeirra síðar. Þegar ég horfi til baka sé ég hvar tækifæri voru til að leita mér hjálpar. En ég treysti ekki umhverfinu mínu til að taka við því. Sem betur fer hafði ég líka gott fólk í kringum mig. Ég reyndi að segja frá þessu um 11 ára en mér var ekki trúað. Ég reyndi því ekki aftur fyrr en á fullorðinsárum þegar ég fór til Stígamóta og fékk aðstoð þar með fyrstu skrefin.“ Sigríður stofnaði Blátt áfram samtökin ásamt systur sinni árið 2004.Vísir/Vilhelm Takmarkað fjármagn frá stjórnvöldum Þessa erfiðu lífsreynslu hefur hún nýtt til góðs, sem sálfræðingur og með störfunum fyrir Blátt áfram sem nú hefur sameinast samtökunum Barnaheill. „Þegar ég sá þörfina í samfélaginu var Blátt áfram stofnað. Árið 2004 sagði ég opinberlega frá þessum afar erfiða kafla í barnæsku minni. Ég trúði því og veit að það er hægt að bæta lífsgæði sín þegar horft er til framtíðar. Fyrir mig var mjög mikilvægt að læra um meðvirkni og hvernig hún birtist, viðbrögð líkama og huga við áföllum um leið og hvernig hægt er að auka lífsgæðin.“ Sigga segir að sameiningin sé vonandi heillaspor fyrir bæði samtökin. „Saman erum við væntanlega öflugri með góðan sérfræðihóp og verkefni sem styðja hvert annað sem vernd gegn öllu ofbeldi. Samtök eins og Barnaheill fá takmarkað fjármagn frá stjórnvöldum og til þess að geta haldið úti markvissu og árangursríku forvarnarstarfi þurfum við að leita allra leiða til að auka fé samtakanna. Með frjálsum framlögum og landssöfnun getum við bæði aukið umræðuna um mikilvægi forvarna og fleiri eru tilbúnir til að leggja okkur lið og styðja samtökin. Allur ágóði af landssöfnuninni og sölu ljósanna, sem eru í sölu til 6. september næstkomandi, fer í forvarnarfræðslu til fullorðinna. „Til að þau fái tæki til að auka líkurnar á því að koma í veg fyrir eða uppræta ofbeldi.“ Sigga var 25 ára gömul þegar hún ákvað fyrst að hún ætlaði að verða barnasálfræðingur. „Ég flutti til Bandaríkjanna til að hefja nám sem ég stundaði í 2 ár. En ég hætti náminu því fjölskyldan gekk fyrir. Síðan hóf ég nám á ný 2012 og starfa í dag sem sálfræðingur á EMDR stofunni.“ Geta skert lífsgæðin Sérhæfing Siggu er meðal annars meðferð við áföllum, áfallastreituröskun og fíknivanda. „Ráðgjöf fyrir aðstandendur barna sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Ráðgjöf og fræðsla um áhrif erfiðra lífsviðburða, eða ACE, á börn fyrir stofnanir og starfsfólk sem starfar með börnum og ungmennum. Ráðgjöf og fræðsla um forvarnir gegn kynferðisofbeldi fyrir stofnanir og starfsfólk sem starfar með börnum og ungmennum.“ Sem sálfræðingur á stofu er Sigga að aðstoða fólk við að vinna úr gömlum áföllum sem í dag eru kölluð flókin áföll og geta borið einkenni hugrofs. „Einnig áföll sem fólk hefur orðið fyrir í æsku sem hafa haft slæm áhrif á lífgæði fólks. Það getur tekið langan tíma að vinna úr áföllum í æsku. Fyrsta skrefið er að læra að þekkja afleiðingar streitu á heila. Síðan þurfum við að þekkja hvernig líkami og hugur varðveitir slæmar minningarnar. Þriðja skrefið er að átta sig á einkennum hugrofs og hvernig þau koma fram. Með auknum skilning á líðan sinni vegna áfalla í æsku er hægt að öðlast betri lífsgæði. Það er hægt með ýmsum aðferðum og með aðstoð sérfræðinga sem vinna með slíkar áfallameðferðir eins og til dæmis EMDR áfallameðferð.“ Sigga segir að tölfræðin sýni að ofbeldi í samfélögum eykst á tímum áfalla og efnahagsþrenginga.Vísir/Vilhelm Áfallamiðuð nálgun Sem verkefnastjóri Barnaheilla sinnir hún svo ráðgjöf til einstaklinga og stofnanna. „Þar annast ég einnig forvarnarfræðslu sem hefur verið mitt hugarfóstur frá upphafi. Þar fæ ég tækifæri til að auka áhuga fólks á forvörnum og ein ástæða þess að ég er enn að annast þetta er að ég sé árangurinn af starfi mínu. Stöðugt fleiri koma sem hafa til dæmis farið í gegnum háskólanám, kennarar og heilbrigðisstarfsfólk, og telur sig þurfa á meiri og betri þekkingu að halda í því að fyrirbyggja ofbeldi á börnum. Á Verndarar barna námskeiðum skapast yfirleitt góðar umræður um hvað kerfin vinna illa með þeim sem þurfa mest á liðsinni að halda. Ég hef séð margt breytast, sérstaklega síðustu tvö ár. En við eigum enn langt í land með að aðlaga kerfin að fólki sem þarfnast þess mest. Þá er ég að tala um réttarkerfið, skólakerfið og heilbrigðiskerfið fyrir börn, ungmenni og einstaklinga með fjölþættan vanda. Ég er farin að heyra rætt um snemmtæka íhlutun en vil að fleiri taki upp áfallamiðaða nálgun. Flest lendum við í einhverjum áföllum á lífsleiðinni. Hvernig við vinnum úr þeim fer eftir umhverfinu og stuðningsneti hvers og eins. Börn og ungmenni og foreldrar þurfa að hafa kost á að leita til og stóla á að fólkið sem vinnur í kerfunum hafi víðtæka þekkingu á áföllum og vanlíðan og afleiðingum á allt líf fólks. Það er því mikið í húfi við að halda áfram að vinna að forvörnum gegn ofbeldi.“ Flestir gerendur eiga fjölskyldur Sigga vinnur aðallega með þolendum ofbeldis og þá sérstaklega þolendum kynferðisofbeldis í æsku og skjólstæðingum með fíknivanda. „Í starfi mínu sem verkefnastjóri hjá Barnaheillum leiði ég hóp ásamt fleiri sálfræðingum fyrir aðstandendur og fjölskyldur barna sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi.“ Eins og kom fram í viðtali við unga íslenska konu í vikunni hér á Vísi, hafa ofbeldismál sem þessi líka djúp áhrif á fjölskyldur gerandans. „Það þurfa ekki allir að segja sögu sína opinberlega og sumir ættu alls ekki að gera það. Að fjalla opinberalega um líf sitt tekur á og getur verið mjög íþyngjandi fyrir fólk sem gjarnan les mikið í neikvæð viðbrögð. Stúlkan á hrós skilið fyrir að segja frá, og eflaust skiptir þetta máli fyrir bata hennar. Það er mikilvægt að fólki hafi í huga að flestir gerendur eiga fjölskyldur sem verða einnig fyrir áfalli, þegar upp kemst um kynferðisbrot gegn barni.“ Sigga vinnur í starfi sínu sem sálfræðingur einnig með aðstandendum geranda. „Flest börn sem verða fyrir ofbeldi upplifa það af hendi einhvers sem þau þekkja eða einhverjum sem er þeim nákominn. Með því að veita aðstandendum stuðning og liðsinni getum við hjálpað þeim við að takast á við það að hafa einhvern nákominn sem getur brotið gegn barni.“ Stundum tekur það mörg ár að mæta Sigga segir að áföll í æsku geti haft áhrif sem þróist í fjölþættan vanda. „Lágt og lélegt sjálfsmat og neikvætt viðhorf um sjálfan sig, aðra og umheiminn. Erfitt er fyrir einstakling að læra að treysta öðrum og það getur tekið langan tíma. Mikilvægt er að geta byrjað sem fyrst til að vinda ofan af streitu og vanlíðan. Einnig til að veita fólki upplýsingar um hvað eru eða geta verið afleiðingar af streitu sem hafa neikvæð áhrif á heilsu og líðan. Aftur á móti er stundum ekki endilega auðvelt að hefja sálfræðimeðferð og stöku sinnum tekur það mörg ár fyrir fólk að byrja ferlið.“ Sigga segir að umræðan sé alltaf að þróast áfram í rétta átt og að meiri fræðsla eigi sér stað í dag í grunnskólum um forvarnir. „Börnum er kennt að þekkja líkama sinn og einkastaði og að það sé mögulegt að segja frá ef þeim liggur eitthvað á hjarta.“ Vilja kalla fram viðbrögð Markmið með landssöfnuninni í ár, Hjálpumst að við að vernda börnin, er að vekja athygli á því að við getum öll hjálpast að. „Þetta er 11. landssöfnunin okkar, en sú fyrsta eftir að Blátt áfram sameinaðist Barnaheillum. Þegar fólk leggur okkur lið getum við haldið áfram að bjóða upp á mikilvæga forvarnarfræðslu til starfsfólks sem starfar fyrir og með börnum. Á vefsíðu félagsins erum við að bera upp ákveðnar spurningar sem við vitum að fólki geti fundist erfitt að svara, þegar kemur að forvörnum gegn kynferðisofbeldi. Svona spurningar eru settar fram til að kalla fram viðbrögð. Við erum til dæmis með spurninguna: „Hvernig getur þú komið í veg fyrir að kynferðisofbeldi eigi sér stað í þinni fjölskyldu?“ Við vitum öll að það er ekki hægt að tryggja eða koma í veg fyrir allt kynferðisofbeldi. Ábyrgðin á því að koma í veg fyrir ofbeldið er ekki sett á herðar barna. Við vitum hins vegar að með aukinni þekkingu og fræðslu má bregðast við erfiðum aðstæðum og stöðva ofbeldi. Á vefnum erum við líka með svör við þeim spurningum sem eru í gangi í fjölmiðlum þessa dagana og við vilja hvetja fólk til að skoða fræðsluefni okkar. Ef svo fólk vill gerast Verndarar barna bjóðum við upp á fjögurra klukkustunda námskeið sem er þjálfun í að fyrirbyggja, þekkja einkenni og bregðast rétt við grun um ofbeldi á börnum.“ Sigríður segir mikið í húfi við að halda áfram að vinna að forvörnum gegn ofbeldiVísir/Vilhelm Fullorðnir geta gert betur Hún vonar að aukin umræða og herferðir eins og þeirra, sýni hve algengt kynferðisofbeldi á börnum er. „Einnig að hver sem er getur lent í slíku. Það fer ekki eftir stétt eða stöðu, fjárhag eða búsetu hverjir lenda í þessu ofbeldi. Börn í viðkvæmum hópum eru reyndar líklegri til að lenda í slíku ofbeldi, en með góðri þekkingu geta fullorðnir gert betur til að koma í veg fyrir að barn verði fyrir slíku. Við vitum að ekki er hægt að koma í veg fyrir allt ofbeldi sem barn verður fyrir eða horfir upp á, en við getum aukið líkurnar á að það gerist síður þegar við erum upplýst.“ Það hefur sést aukning á tilkynningum um ofbeldi í þessum heimsfaraldri kórónuveirunnar. „Aukning og fjölgun á tilkynningum er vísbending um að fleiri láti sig málið varða og láti vita um vanrækslu og ofbeldi gegn börnum. Félagsleg einangrun er ekki góð og streita veldur fólki vanlíðan. Fjárhagsáhyggjur og atvinnumissir eykur álag á fjölskyldur í Kórónuveirufaraldrinum. Það má sjá í tölum frá Barnaverndarstofu að aukning er á tilkynningum frá nágrönnum og foreldrar sjálfir komnir í vanda og leita sér mögulega aðstoðar. Í upphafi faraldursins var mikið fjallað um heimilisofbeldi í fjölmiðlum og fólk hvatt til að leita sér aðstoðar. Öll umræða er mikilvæg í fjölmiðlum og þarf hún að vera fræðandi og leiðbeinandi fyrir fólk sem vill leita sér aðstoðar.“ Barnið á að fá að njóta vafans Sigga segir að tölfræðin sýni að ofbeldi í samfélögum eykst á tímum áfalla og efnahagsþrenginga, hér eins og víða annars staðar. Það er margt sem fólk getur gert til að hjálpa. „Þegar horft er upp á vanrækslu eða ofbeldi á barni er það hið eina í stöðunni að láta vita af því. Við getum látið barnavernd vita og sérfræðinga þar kanna grun hvort brotið hafi verið gegn barni. Barnið á að fá að njóta vafans. Með því að hafa samband við barnavernd eða Barnahús og fá ráð hvort þurfi að tilkynna ertu að taka stórt og mikilvægt skref fyrir barnið sem á í hlut. Samtökin Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa frá upphafi lagt áherslu á að vinna að mannréttindum barna á Íslandi. „Með Barnasáttmálann að leiðarljósi hafa helstu áherslur verið á að standa vörð um réttindi barna, baráttu gegn ofbeldi á börnum, heilbrigðismál og að efla áhrifamátt barna í íslensku samfélagi.“ Einkastaðirnir þeirra einkasvæði Sigga segir mjög mikilvægt að ræða þessi mál við börn og halda umræðunni um ofbeldi gegn börnum á lofti í samfélaginu. „Börn sem eru að verða fyrir ofbeldi vita yfirleitt á einhverjum tímapunkti að það sem er að gerast sé rangt og það er því mjög mikilvægt að þau fái að vita að það er aldrei þeim að kenna. Það er mikilvægt að geta sett hlutina í rétt samhengi og orða það fyrir börn miðað við aldur og þroska þeirra. Hér er ekki verið að setja ábyrgð á börnin heldur að þau hafi vitneskju um að að einkastaðirnir þeirra eru þeirra einkasvæði. Svo þarf að bæta í og auka umræðu eftir því sem barnið verður eldra. Við viljum ekki ganga út frá því að það sé ekki hægt að treysta fólki en það er ekki hægt að horfa framhjá hættum sem börn geta staðið frammi fyrir. Hver á að vernda börn ef fullorðnir vernda þau ekki fyrir þessum hættum, erum við að ætlast til þess að þau geri það sjálf?“ Á Íslandi eru 17% – 36% barna talin vera beitt kynferðisofbeldi eða áreitni fyrir 18 ára aldur. Landssöfnun Barnaheilla stendur til 6. september. Þetta er 11 ár söfnuninnar en hún er nú í fyrsta sinn á vegum Barnaheilla. Samtökin Blátt áfram sameinuðust Barnaheillum árið 2019 eftir að hafa verið með þessa söfnun í 10 ár. Herferðin í ár ber heitið Hjálpumst að við að vernda börn og rennur allur ágóði af sölunni á ljósinu í forvarnafræðslu Verndara barna. Nánari upplýsingar má finna HÉR.
Á Íslandi eru 17% – 36% barna talin vera beitt kynferðisofbeldi eða áreitni fyrir 18 ára aldur. Landssöfnun Barnaheilla stendur til 6. september. Þetta er 11 ár söfnuninnar en hún er nú í fyrsta sinn á vegum Barnaheilla. Samtökin Blátt áfram sameinuðust Barnaheillum árið 2019 eftir að hafa verið með þessa söfnun í 10 ár. Herferðin í ár ber heitið Hjálpumst að við að vernda börn og rennur allur ágóði af sölunni á ljósinu í forvarnafræðslu Verndara barna. Nánari upplýsingar má finna HÉR.
Helgarviðtal Ofbeldi gegn börnum Geðheilbrigði Tengdar fréttir Meirihluti barna sem verða fyrir kynferðisofbeldi þekkja gerandann Landssöfnun Barnaheilla fer fram um land allt dagana 24. ágúst til 6. September. Er þetta í fyrsta sinn sem söfnunin er á vegum Barnaheilla, en samtökin Blátt áfram sameinuðust Barnaheillum árið 2019. 24. ágúst 2020 13:30 „Pabbi minn er barnaníðingur“ „Hann er dauður fyrir mér,“ segir íslensk kona sem afneitaði föður sínum eftir að hann var kærður fyrir brot gegn barni fyrir nokkrum árum. Hún lét breyta nafni sínu í þjóðskrá til að þurfa ekki að bera hans nafn eða vera kennd við hann. 24. ágúst 2020 09:00 Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
Meirihluti barna sem verða fyrir kynferðisofbeldi þekkja gerandann Landssöfnun Barnaheilla fer fram um land allt dagana 24. ágúst til 6. September. Er þetta í fyrsta sinn sem söfnunin er á vegum Barnaheilla, en samtökin Blátt áfram sameinuðust Barnaheillum árið 2019. 24. ágúst 2020 13:30
„Pabbi minn er barnaníðingur“ „Hann er dauður fyrir mér,“ segir íslensk kona sem afneitaði föður sínum eftir að hann var kærður fyrir brot gegn barni fyrir nokkrum árum. Hún lét breyta nafni sínu í þjóðskrá til að þurfa ekki að bera hans nafn eða vera kennd við hann. 24. ágúst 2020 09:00