Leyfðu áhorfendur en ekki hólf: Sáum að fólk steig bara undir og yfir borða Sindri Sverrisson skrifar 31. ágúst 2020 12:59 Engir áhorfendur máttu mæta á íþróttaleiki í tvær vikur eftir að keppni í íþróttum hófst að nýju 14. ágúst. Þessir áhorfendur komu sér fyrir utan girðingar á leik Gróttu og Breiðabliks. Nú mega 100 manns vera í sömu stúku. VÍSIR/HAG Í kjölfar þess að ný auglýsing heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna kórónuveirufaraldursins tók gildi á föstudag, gátu áhorfendur snúið aftur á íþróttaleiki um helgina. Sóttvarnalæknir lagði reyndar til í minnisblaði til ráðherra þann 21. ágúst að áhorfendur yrðu bannaðir fram til 10. september. Eftir birtingu auglýsingarinnar, fyrirspurnir frá ÍSÍ og íþróttafélögum, og erindi KSÍ til heilbrigðisráðuneytis, var niðurstaðan þó sú að leyfa áhorfendur með ströngum skilyrðum. Því mega frá og með nýliðinni helgi 100 fullorðnir vera í hverri stúku á íþróttaleikjum, eða að hámarki 200 fullorðnir áhorfendur á leikjum þar sem tvær aðskildar stúkur eru til staðar. „Okkur höfðu borist erindi varðandi þetta mál og þessi rök reifuð um að 100 manna samkomur væru leyfðar annars staðar,“ segir Guðrún Aspelund, yfirlæknir á sóttvarnasviði. „Við töldum rétt að byrja án áhorfenda þegar íþróttirnar fóru aftur af stað [14. ágúst, eftir tveggja vikna bann], og sjá hvernig hlutirnir myndu ganga. Þetta var svo endurskoðað núna þegar nýjasta auglýsingin kom út, með ákveðna sanngirni í huga í sambandi við aðrar samkomur. Það var svo ákveðið að leyfa 100 áhorfendur, en ekki þó þessa hólfaskiptingu sem var áður, og ákveðið að leyfa það strax,“ segir Guðrún. Vildu sjá hvernig til tækist við að koma íþróttum aftur af stað Talsverður fjöldi fólks kemur saman á hverjum íþróttaleik þó að áhorfendur séu ekki á svæðinu. Þess vegna var ekki talið rétt að leyfa áhorfendur strax 14. ágúst. „Það var okkar sjónarmið í upphafi. Að leyfa íþróttir án áhorfenda og sjá hvernig það gengi. Sjá hvernig gengi að koma öllum þessum sóttvarnareglum sérsambandanna í gang, og hvernig félögunum tækist að fylgja þeim. Við áttum góða samvinnu við ÍSÍ um reglurnar. Við höfum miðað við auglýsingarnar og þess vegna var þessi dagsetning fyrir breytinguna. Við hefðum svo sem getað verið ströng með þetta en það voru komnar beiðnir um að leyfa áhorfendur með ákveðnum takmörkunum,“ segir Guðrún. Hvert sérsamband hefur þurft að setja sér strangar sóttvarnareglur til að geta byrjað að keppa að nýju.VÍSIR/VILHELM Sáum að fólk steig bara undir og yfir borða Þegar áhorfendur voru leyfðir á leikjum fyrr í sumar máttu íþróttafélög skipta sínum áhorfendasvæðum upp og leyfa hámarksfjölda í hverju „hólfi“. Ekki tókst nægilega vel upp við það að mati sóttvarnasviðs: „Það sem stóð helst í okkur var að með þessari hólfaskiptingu þá myndaðist svolítið mikill fjöldi, þrátt fyrir að það væri hámark á hve margir mættu koma saman. Það varð úr að ekki væri ástæða lengur til að leyfa ekki áhorfendur, ef að aðeins kæmi saman sami fjöldi og er almennt leyfður á samkomum. Við unnum þetta fljótt með ÍSÍ daginn sem auglýsingin kom út,“ segir Guðrún, en það virtist koma ýmsum í knattspyrnuhreyfingunni í opna skjöldu að hólfaskiptingin hefði ekki tekist sem skyldi: „Það voru ákveðnar efasemdir um það að þetta væri að virka almennilega. Það voru myndir af því og um þetta var fjallað í fjölmiðlum, og við sáum að það voru notaðir borðar til að skilja hólf að en fólk steig bara undir og yfir þá. Það þyrftu þá að vera betri skilrúm til að fólk gæti virt þetta. Í stað þess að 100 manns kæmu saman væri þetta því fljótt að vera 300-400 manna samkoma, og í því fólust áhyggjur okkar. Að ef eitthvað kæmi upp á væri töluverður fjöldi í hættu. Ég man ekki betur en að það hafi verið umræða um þetta á sínum tíma, og það var ástæða fyrir því að Þórólfur sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson skrifuðu sérstakt minnisblað sem var birt, um hólfaskiptingar. Það var gert til að árétta hvað þessi hólfaskipting þýddi, og þetta var einnig til umræðu á upplýsingafundum. Þetta kom því alveg fram, þó að það hafi ekki verið sent eitthvað sérstakt bréf um það,“ segir Guðrún. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Olís-deild karla Olís-deild kvenna Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íþróttir Tengdar fréttir Áhorfendur aftur heimilaðir á íþróttaviðburðum Sóttvarnaryfirvöld hafa veitt heimild fyrir áhorfendum á íþróttaviðburðum með ákveðnum skilyrðum. Skilyrðin eru að 2 metra reglan gildi milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum og að ekki séu nema 100 manns að hámarki í stúku/stæð. 29. ágúst 2020 11:26 KSÍ fékk engar ábendingar um brotalamir varðandi áhorfendur Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, vonast til þess að heilbrigðisyfirvöld leyfi sem fyrst áhorfendum að snúa aftur á fótboltaleiki og kallar eftir samræmi í samkomutakmörkunum. 28. ágúst 2020 11:15 Segir hólfaskiptingu á íþróttaleikjum ekki hafa dugað nógu vel Þrátt fyrir að hundrað manns megi koma saman á sportbar til að horfa á fótboltaleik má sami fjöldi fólks ekki mæta til að horfa á fótboltaleik með berum augum á Íslandi í dag. 27. ágúst 2020 16:00 Verða af miklum tekjum vegna áhorfendabanns: „Höfum miklar áhyggjur af rekstrinum ef þetta er komið til að vera“ Áhorfendabannið kemur illa við félögin á Íslandi. Margir af stærstu leikjum fótboltasumarsins eru framundan. 14. ágúst 2020 19:00 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira
Í kjölfar þess að ný auglýsing heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna kórónuveirufaraldursins tók gildi á föstudag, gátu áhorfendur snúið aftur á íþróttaleiki um helgina. Sóttvarnalæknir lagði reyndar til í minnisblaði til ráðherra þann 21. ágúst að áhorfendur yrðu bannaðir fram til 10. september. Eftir birtingu auglýsingarinnar, fyrirspurnir frá ÍSÍ og íþróttafélögum, og erindi KSÍ til heilbrigðisráðuneytis, var niðurstaðan þó sú að leyfa áhorfendur með ströngum skilyrðum. Því mega frá og með nýliðinni helgi 100 fullorðnir vera í hverri stúku á íþróttaleikjum, eða að hámarki 200 fullorðnir áhorfendur á leikjum þar sem tvær aðskildar stúkur eru til staðar. „Okkur höfðu borist erindi varðandi þetta mál og þessi rök reifuð um að 100 manna samkomur væru leyfðar annars staðar,“ segir Guðrún Aspelund, yfirlæknir á sóttvarnasviði. „Við töldum rétt að byrja án áhorfenda þegar íþróttirnar fóru aftur af stað [14. ágúst, eftir tveggja vikna bann], og sjá hvernig hlutirnir myndu ganga. Þetta var svo endurskoðað núna þegar nýjasta auglýsingin kom út, með ákveðna sanngirni í huga í sambandi við aðrar samkomur. Það var svo ákveðið að leyfa 100 áhorfendur, en ekki þó þessa hólfaskiptingu sem var áður, og ákveðið að leyfa það strax,“ segir Guðrún. Vildu sjá hvernig til tækist við að koma íþróttum aftur af stað Talsverður fjöldi fólks kemur saman á hverjum íþróttaleik þó að áhorfendur séu ekki á svæðinu. Þess vegna var ekki talið rétt að leyfa áhorfendur strax 14. ágúst. „Það var okkar sjónarmið í upphafi. Að leyfa íþróttir án áhorfenda og sjá hvernig það gengi. Sjá hvernig gengi að koma öllum þessum sóttvarnareglum sérsambandanna í gang, og hvernig félögunum tækist að fylgja þeim. Við áttum góða samvinnu við ÍSÍ um reglurnar. Við höfum miðað við auglýsingarnar og þess vegna var þessi dagsetning fyrir breytinguna. Við hefðum svo sem getað verið ströng með þetta en það voru komnar beiðnir um að leyfa áhorfendur með ákveðnum takmörkunum,“ segir Guðrún. Hvert sérsamband hefur þurft að setja sér strangar sóttvarnareglur til að geta byrjað að keppa að nýju.VÍSIR/VILHELM Sáum að fólk steig bara undir og yfir borða Þegar áhorfendur voru leyfðir á leikjum fyrr í sumar máttu íþróttafélög skipta sínum áhorfendasvæðum upp og leyfa hámarksfjölda í hverju „hólfi“. Ekki tókst nægilega vel upp við það að mati sóttvarnasviðs: „Það sem stóð helst í okkur var að með þessari hólfaskiptingu þá myndaðist svolítið mikill fjöldi, þrátt fyrir að það væri hámark á hve margir mættu koma saman. Það varð úr að ekki væri ástæða lengur til að leyfa ekki áhorfendur, ef að aðeins kæmi saman sami fjöldi og er almennt leyfður á samkomum. Við unnum þetta fljótt með ÍSÍ daginn sem auglýsingin kom út,“ segir Guðrún, en það virtist koma ýmsum í knattspyrnuhreyfingunni í opna skjöldu að hólfaskiptingin hefði ekki tekist sem skyldi: „Það voru ákveðnar efasemdir um það að þetta væri að virka almennilega. Það voru myndir af því og um þetta var fjallað í fjölmiðlum, og við sáum að það voru notaðir borðar til að skilja hólf að en fólk steig bara undir og yfir þá. Það þyrftu þá að vera betri skilrúm til að fólk gæti virt þetta. Í stað þess að 100 manns kæmu saman væri þetta því fljótt að vera 300-400 manna samkoma, og í því fólust áhyggjur okkar. Að ef eitthvað kæmi upp á væri töluverður fjöldi í hættu. Ég man ekki betur en að það hafi verið umræða um þetta á sínum tíma, og það var ástæða fyrir því að Þórólfur sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson skrifuðu sérstakt minnisblað sem var birt, um hólfaskiptingar. Það var gert til að árétta hvað þessi hólfaskipting þýddi, og þetta var einnig til umræðu á upplýsingafundum. Þetta kom því alveg fram, þó að það hafi ekki verið sent eitthvað sérstakt bréf um það,“ segir Guðrún.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Olís-deild karla Olís-deild kvenna Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íþróttir Tengdar fréttir Áhorfendur aftur heimilaðir á íþróttaviðburðum Sóttvarnaryfirvöld hafa veitt heimild fyrir áhorfendum á íþróttaviðburðum með ákveðnum skilyrðum. Skilyrðin eru að 2 metra reglan gildi milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum og að ekki séu nema 100 manns að hámarki í stúku/stæð. 29. ágúst 2020 11:26 KSÍ fékk engar ábendingar um brotalamir varðandi áhorfendur Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, vonast til þess að heilbrigðisyfirvöld leyfi sem fyrst áhorfendum að snúa aftur á fótboltaleiki og kallar eftir samræmi í samkomutakmörkunum. 28. ágúst 2020 11:15 Segir hólfaskiptingu á íþróttaleikjum ekki hafa dugað nógu vel Þrátt fyrir að hundrað manns megi koma saman á sportbar til að horfa á fótboltaleik má sami fjöldi fólks ekki mæta til að horfa á fótboltaleik með berum augum á Íslandi í dag. 27. ágúst 2020 16:00 Verða af miklum tekjum vegna áhorfendabanns: „Höfum miklar áhyggjur af rekstrinum ef þetta er komið til að vera“ Áhorfendabannið kemur illa við félögin á Íslandi. Margir af stærstu leikjum fótboltasumarsins eru framundan. 14. ágúst 2020 19:00 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira
Áhorfendur aftur heimilaðir á íþróttaviðburðum Sóttvarnaryfirvöld hafa veitt heimild fyrir áhorfendum á íþróttaviðburðum með ákveðnum skilyrðum. Skilyrðin eru að 2 metra reglan gildi milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum og að ekki séu nema 100 manns að hámarki í stúku/stæð. 29. ágúst 2020 11:26
KSÍ fékk engar ábendingar um brotalamir varðandi áhorfendur Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, vonast til þess að heilbrigðisyfirvöld leyfi sem fyrst áhorfendum að snúa aftur á fótboltaleiki og kallar eftir samræmi í samkomutakmörkunum. 28. ágúst 2020 11:15
Segir hólfaskiptingu á íþróttaleikjum ekki hafa dugað nógu vel Þrátt fyrir að hundrað manns megi koma saman á sportbar til að horfa á fótboltaleik má sami fjöldi fólks ekki mæta til að horfa á fótboltaleik með berum augum á Íslandi í dag. 27. ágúst 2020 16:00
Verða af miklum tekjum vegna áhorfendabanns: „Höfum miklar áhyggjur af rekstrinum ef þetta er komið til að vera“ Áhorfendabannið kemur illa við félögin á Íslandi. Margir af stærstu leikjum fótboltasumarsins eru framundan. 14. ágúst 2020 19:00