Grafalvarleg staða komin upp og íslensku félögin þurfa nú á KR-sigri að halda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. september 2020 11:00 KR-ingarnir Pablo Punyed og Atli Sigurjónsson fagna Íslandsmeistaratitli KR í fyrra. Vísir/Daníel Þór Pepsi Max Stúkan hefur miklar áhyggjur eftir dapurt gengi íslensku liðanna í Evrópukeppninni og það þurfa öll íslensk félög að halda með KR á móti Floru Tallin seinna í þessum mánuði. Ástæðan er að framtíðarsæti Íslands í Evrópukeppnum er í húfi. Slæmt gengi íslensku liðanna í Evrópukeppnum undanfarin ár gæti endað með miklu áfalli fyrir íslenska knattspyrnu. Guðmundur Benediktsson og sérfræðingar hans í Pepsi Max Stúkunni ræddu þessa stöðu sem er komin upp. „Þegar maður skoðar þennan UEFA lista þá kemur í ljós að við erum í veseni. Við erum bara hársbreidd frá því núna að missa eitt Evrópusæti,“ byrjaði Guðmundur Benediktsson umræðuna. „Það verður dýrt partý ef við missum eitt Evrópusæti,“ skaut Þorkell Máni Pétursson inn í en Guðmundur hélt svo áfram. „Við þurfum að treysta á það í raun og veru að KR verður að vinna Floria Tallin til þess að við höfum möguleika,“ sagði Guðmundur Benediktsson en lið frá Wales og Makedóníu sem eru að hóta því að taka sæti af Íslandi. „Ef þau vinna leikina sína og KR vinnur ekki þá erum við bara að fara að missa Evrópusæti. Það er sorglegt og rándýrt,“ sagði Guðmundur Benediktsson. Það myndi þýða að bara Íslandsmeistaratitill, annað sætið og bikarmeistaratitill gæfu þá sæti í Evrópukeppninni árið eftir. „Þá væru að fara 60 til 80 milljónir út úr íslenska boltanum ef það það gerist. Þetta er háalvarlegt mál,“ sagði Tómas Ingi Tómasson. Víkingur var eina liðið að mati Tómasar Inga sem stóð eitthvað í sínum andstæðingi í Evrópukeppninni í ár. „Við verðum að halda þessum fjórum sætum því það væru annars alltof miklir peningar sem við missum,“ sagði Tómas Ingi. Þorkell Máni Pétursson er á því að íslensku liðin hafi verið betri en þetta. „Við vorum að ná árangri. Stjarnan var að ná árangri og FH var að ná árangri. Þetta var betra hjá okkur og við þurfum frekar að spyrja okkur hvað sé búið að fara úrskeiðis. Einhvers staðar eru við búin að klikka,“ sagði Þorkell Máni Pétursson sem finnst slök Íslandsmót að undanförnu eiga sök í þessu máli. „Það þarf ekkert að hafa komið okkur á óvart að við höfum verið lélegir í Evrópukeppninni í fyrra því Íslandsmótið var ekkert spes,“ sagði Þorkell Máni og hann „Þetta er ekki boðlegt og þetta er í alvörunni niðurlægjandi. Auðvitað á KSÍ að spyrja sig þessara spurninga og félagsliðin líka. Þetta er grafalvarleg staða. Við erum að fara að missa Evrópusætið. Þetta verður ömurlegt að vera keppa bara um tvö sæti í efstu deild karla til að komast til Evrópu, sagði Þorkell Máni. Það má finna umfjöllunina hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Eitt af fjórum sætum íslensku liðanna í Evrópukeppninni er í hættu Pepsi Max-deild karla KR Pepsi Max stúkan Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
Pepsi Max Stúkan hefur miklar áhyggjur eftir dapurt gengi íslensku liðanna í Evrópukeppninni og það þurfa öll íslensk félög að halda með KR á móti Floru Tallin seinna í þessum mánuði. Ástæðan er að framtíðarsæti Íslands í Evrópukeppnum er í húfi. Slæmt gengi íslensku liðanna í Evrópukeppnum undanfarin ár gæti endað með miklu áfalli fyrir íslenska knattspyrnu. Guðmundur Benediktsson og sérfræðingar hans í Pepsi Max Stúkunni ræddu þessa stöðu sem er komin upp. „Þegar maður skoðar þennan UEFA lista þá kemur í ljós að við erum í veseni. Við erum bara hársbreidd frá því núna að missa eitt Evrópusæti,“ byrjaði Guðmundur Benediktsson umræðuna. „Það verður dýrt partý ef við missum eitt Evrópusæti,“ skaut Þorkell Máni Pétursson inn í en Guðmundur hélt svo áfram. „Við þurfum að treysta á það í raun og veru að KR verður að vinna Floria Tallin til þess að við höfum möguleika,“ sagði Guðmundur Benediktsson en lið frá Wales og Makedóníu sem eru að hóta því að taka sæti af Íslandi. „Ef þau vinna leikina sína og KR vinnur ekki þá erum við bara að fara að missa Evrópusæti. Það er sorglegt og rándýrt,“ sagði Guðmundur Benediktsson. Það myndi þýða að bara Íslandsmeistaratitill, annað sætið og bikarmeistaratitill gæfu þá sæti í Evrópukeppninni árið eftir. „Þá væru að fara 60 til 80 milljónir út úr íslenska boltanum ef það það gerist. Þetta er háalvarlegt mál,“ sagði Tómas Ingi Tómasson. Víkingur var eina liðið að mati Tómasar Inga sem stóð eitthvað í sínum andstæðingi í Evrópukeppninni í ár. „Við verðum að halda þessum fjórum sætum því það væru annars alltof miklir peningar sem við missum,“ sagði Tómas Ingi. Þorkell Máni Pétursson er á því að íslensku liðin hafi verið betri en þetta. „Við vorum að ná árangri. Stjarnan var að ná árangri og FH var að ná árangri. Þetta var betra hjá okkur og við þurfum frekar að spyrja okkur hvað sé búið að fara úrskeiðis. Einhvers staðar eru við búin að klikka,“ sagði Þorkell Máni Pétursson sem finnst slök Íslandsmót að undanförnu eiga sök í þessu máli. „Það þarf ekkert að hafa komið okkur á óvart að við höfum verið lélegir í Evrópukeppninni í fyrra því Íslandsmótið var ekkert spes,“ sagði Þorkell Máni og hann „Þetta er ekki boðlegt og þetta er í alvörunni niðurlægjandi. Auðvitað á KSÍ að spyrja sig þessara spurninga og félagsliðin líka. Þetta er grafalvarleg staða. Við erum að fara að missa Evrópusætið. Þetta verður ömurlegt að vera keppa bara um tvö sæti í efstu deild karla til að komast til Evrópu, sagði Þorkell Máni. Það má finna umfjöllunina hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Eitt af fjórum sætum íslensku liðanna í Evrópukeppninni er í hættu
Pepsi Max-deild karla KR Pepsi Max stúkan Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti