Samherji kærir ellefu starfsmenn RÚV til siðanefndar vegna ummæla á samfélagsmiðlum Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. september 2020 11:01 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. Vísir/vilhelm Samherji hefur kært ellefu frétta- og dagskrárgerðarmenn Ríkisútvarpsins fyrir siðanefnd vegna ummæla þeirra um málefni Samherja á samfélagsmiðlum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samherja. Kveikur, fréttaskýringaþáttur Ríkisútvarpsins, tók starfsemi Samherja í Namibíu til umfjöllunar í nóvember 2019. Í kæru til siðanefndar Ríkisútvarpsins, sem Samherji birtir á vef sínum í dag, heldur fyrirtækið því fram að ellefu starfsmenn Ríkisútvarpsins hafi „um langa hríð“ tekið opinberlega afstöðu til hins svokallaða Namibíumáls Samherja, sem og annarra mála er varða fyrirtækið. Kæran nú snýr að færslum umræddra starfsmanna á samfélagsmiðlum á tímabilinu nóvember 2019 til ágúst 2020. Telur Samherji að með færslunum hafi starfsmennirnir gerst brotlegir við siðareglur Ríkisútvarpsins, einkum reglu er hljóðar svo: Starfsfólk, sem sinnir umfjöllun um fréttir, fréttatengt efni og dagskrárgerð tekur ekki opinberlega afstöðu í umræðu um pólitísk málefni eða umdeild mál í þjóðfélagsumræðunni, þ. á m. á samfélagsmiðlum. Segja um „samantekin ráð“ að ræða Starfsmennirnir ellefu sem Samherji kærir fyrir siðanefnd eru Aðalsteinn Kjartansson og Helgi Seljan, fréttamenn sem báðir unnu að umfjöllun Kveiks um Samherja, Þóra Arnórsdóttir ritstjóri Kveiks, Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri, dagskrárgerðarmennirnir Sigmar Guðmundsson og Snærós Sindradóttir og fréttamennirnir Freyr Gígja Gunnarsson, Lára Ómarsdóttir, Stígur Helgason, Sunna Valgerðardóttir og Tryggvi Aðalbjörnsson. Helgi Seljan og Aðalsteinn Kjartansson fréttamenn unnu að umfjöllun Kveiks um málefni Samherja í Namibíu. Þeir eru á meðal starfsmannanna ellefu sem Samherji kærir nú fyrir siðanefnd RÚV.VÍSIR/VILHELM Færslur starfsmannanna sem Samherji telur brot á siðareglum Ríkisútvarpsins eru útlistaðar í kærunni, sem nálgast má hér. Færslurnar taka til ýmissa vendinga í máli Samherja og samskipta fyrirtækisins við starfsmenn Ríkisútvarpsins. Þannig er í mörgum tilvikum um að ræða viðbrögð starfsmannanna við myndbandi sem Samherji birti nú í ágúst, þar sem fyrirtækið beinir spjótum sínum sérstaklega að Helga Seljan. Í yfirlýsingu Samherja um málið leiðir Samherji að því líkum að um „samantekin ráð“ starfsmannanna hafi verið að ræða þar sem margar af færslunum hafi verið birtar „því sem næst samtímis“. Haft er eftir Þorsteini Má Baldvinssyni forstjóra Samherja í tilkynningu fyrirtækisins að hjá Ríkisútvarpinu virðist „hópur manna“ hafa haft „samantekin ráð um að skaða orðspor Samherja“. Af þessu sé augljóst að Samherji eigi „engan möguleika á því að fá hlutlausa umfjöllun hjá Ríkisútvarpinu“. Ekki hefur náðst í Stefán Eiríksson útvarpsstjóra vegna málsins í dag. Fjölmiðlar Samherjaskjölin Tengdar fréttir „Málflutningur Samherja er óheiðarleg afvegaleiðing“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir málflutning Samherja vera til þess fallinn að búa til vafa um staðreyndir og grafa undir faglegri umfjöllun og lögmætum rannsóknum. 25. ágúst 2020 21:43 Skjalið umdeilda fannst hjá Verðlagsstofu skiptaverðs Umdeilt skjal, sem vísað var í í Kastljósþætti Ríkisútvarpsins sem sýndur var þann 27. mars 2012, fannst nýlega í fórum Verðlagsstofu skiptaverðs, sem áður hafði haldið því fram að skjalið væri ekki til. 25. ágúst 2020 14:58 Helgi segir ásakanir Samherja um falsanir gagna alrangar Fjölmiðlamaðurinn Helgi Seljan segir að ásakanir sem fram koma í vefþætti Samherja um að hann hafi falsað gögn til þess að styðja við fréttaflutning sinn séu alrangar. 11. ágúst 2020 13:14 Ríkisútvarpið kemur Helga Seljan til varnar Ríkisútvarpið hafnar þeim ásökunum sem á miðilinn og fréttamann hans, Helga Seljan, eru bornar í myndbandi Samherja. 11. ágúst 2020 12:47 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Erlent Fleiri fréttir Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Fimm ára refsing eftir misheppnað smygl á amfetamíni í barnakoju Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Sjá meira
Samherji hefur kært ellefu frétta- og dagskrárgerðarmenn Ríkisútvarpsins fyrir siðanefnd vegna ummæla þeirra um málefni Samherja á samfélagsmiðlum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samherja. Kveikur, fréttaskýringaþáttur Ríkisútvarpsins, tók starfsemi Samherja í Namibíu til umfjöllunar í nóvember 2019. Í kæru til siðanefndar Ríkisútvarpsins, sem Samherji birtir á vef sínum í dag, heldur fyrirtækið því fram að ellefu starfsmenn Ríkisútvarpsins hafi „um langa hríð“ tekið opinberlega afstöðu til hins svokallaða Namibíumáls Samherja, sem og annarra mála er varða fyrirtækið. Kæran nú snýr að færslum umræddra starfsmanna á samfélagsmiðlum á tímabilinu nóvember 2019 til ágúst 2020. Telur Samherji að með færslunum hafi starfsmennirnir gerst brotlegir við siðareglur Ríkisútvarpsins, einkum reglu er hljóðar svo: Starfsfólk, sem sinnir umfjöllun um fréttir, fréttatengt efni og dagskrárgerð tekur ekki opinberlega afstöðu í umræðu um pólitísk málefni eða umdeild mál í þjóðfélagsumræðunni, þ. á m. á samfélagsmiðlum. Segja um „samantekin ráð“ að ræða Starfsmennirnir ellefu sem Samherji kærir fyrir siðanefnd eru Aðalsteinn Kjartansson og Helgi Seljan, fréttamenn sem báðir unnu að umfjöllun Kveiks um Samherja, Þóra Arnórsdóttir ritstjóri Kveiks, Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri, dagskrárgerðarmennirnir Sigmar Guðmundsson og Snærós Sindradóttir og fréttamennirnir Freyr Gígja Gunnarsson, Lára Ómarsdóttir, Stígur Helgason, Sunna Valgerðardóttir og Tryggvi Aðalbjörnsson. Helgi Seljan og Aðalsteinn Kjartansson fréttamenn unnu að umfjöllun Kveiks um málefni Samherja í Namibíu. Þeir eru á meðal starfsmannanna ellefu sem Samherji kærir nú fyrir siðanefnd RÚV.VÍSIR/VILHELM Færslur starfsmannanna sem Samherji telur brot á siðareglum Ríkisútvarpsins eru útlistaðar í kærunni, sem nálgast má hér. Færslurnar taka til ýmissa vendinga í máli Samherja og samskipta fyrirtækisins við starfsmenn Ríkisútvarpsins. Þannig er í mörgum tilvikum um að ræða viðbrögð starfsmannanna við myndbandi sem Samherji birti nú í ágúst, þar sem fyrirtækið beinir spjótum sínum sérstaklega að Helga Seljan. Í yfirlýsingu Samherja um málið leiðir Samherji að því líkum að um „samantekin ráð“ starfsmannanna hafi verið að ræða þar sem margar af færslunum hafi verið birtar „því sem næst samtímis“. Haft er eftir Þorsteini Má Baldvinssyni forstjóra Samherja í tilkynningu fyrirtækisins að hjá Ríkisútvarpinu virðist „hópur manna“ hafa haft „samantekin ráð um að skaða orðspor Samherja“. Af þessu sé augljóst að Samherji eigi „engan möguleika á því að fá hlutlausa umfjöllun hjá Ríkisútvarpinu“. Ekki hefur náðst í Stefán Eiríksson útvarpsstjóra vegna málsins í dag.
Fjölmiðlar Samherjaskjölin Tengdar fréttir „Málflutningur Samherja er óheiðarleg afvegaleiðing“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir málflutning Samherja vera til þess fallinn að búa til vafa um staðreyndir og grafa undir faglegri umfjöllun og lögmætum rannsóknum. 25. ágúst 2020 21:43 Skjalið umdeilda fannst hjá Verðlagsstofu skiptaverðs Umdeilt skjal, sem vísað var í í Kastljósþætti Ríkisútvarpsins sem sýndur var þann 27. mars 2012, fannst nýlega í fórum Verðlagsstofu skiptaverðs, sem áður hafði haldið því fram að skjalið væri ekki til. 25. ágúst 2020 14:58 Helgi segir ásakanir Samherja um falsanir gagna alrangar Fjölmiðlamaðurinn Helgi Seljan segir að ásakanir sem fram koma í vefþætti Samherja um að hann hafi falsað gögn til þess að styðja við fréttaflutning sinn séu alrangar. 11. ágúst 2020 13:14 Ríkisútvarpið kemur Helga Seljan til varnar Ríkisútvarpið hafnar þeim ásökunum sem á miðilinn og fréttamann hans, Helga Seljan, eru bornar í myndbandi Samherja. 11. ágúst 2020 12:47 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Erlent Fleiri fréttir Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Fimm ára refsing eftir misheppnað smygl á amfetamíni í barnakoju Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Sjá meira
„Málflutningur Samherja er óheiðarleg afvegaleiðing“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir málflutning Samherja vera til þess fallinn að búa til vafa um staðreyndir og grafa undir faglegri umfjöllun og lögmætum rannsóknum. 25. ágúst 2020 21:43
Skjalið umdeilda fannst hjá Verðlagsstofu skiptaverðs Umdeilt skjal, sem vísað var í í Kastljósþætti Ríkisútvarpsins sem sýndur var þann 27. mars 2012, fannst nýlega í fórum Verðlagsstofu skiptaverðs, sem áður hafði haldið því fram að skjalið væri ekki til. 25. ágúst 2020 14:58
Helgi segir ásakanir Samherja um falsanir gagna alrangar Fjölmiðlamaðurinn Helgi Seljan segir að ásakanir sem fram koma í vefþætti Samherja um að hann hafi falsað gögn til þess að styðja við fréttaflutning sinn séu alrangar. 11. ágúst 2020 13:14
Ríkisútvarpið kemur Helga Seljan til varnar Ríkisútvarpið hafnar þeim ásökunum sem á miðilinn og fréttamann hans, Helga Seljan, eru bornar í myndbandi Samherja. 11. ágúst 2020 12:47