„Þau verða rólegri og gráta minna“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. september 2020 15:11 Þó að barn fæðist með keisara eða þurfi að vera í kassa á vökudeild, er alveg hægt að byrja húð við húð aðferðina síðar og það er alls ekki of seint, samkvæmt Hafdísi ljósmóður. MYND/ÞORLEIFUR KAMBAN „Það þykir nú sjálfsagt að báðir foreldrar fái barnið sitt „skin to skin“ eins fljótt og mögulegt er,“ segir Hafdís Rúnarsdóttir ljósmóðir. Hún hefur starfað sem ljósmóðir í 20 ár og segir að viðhorfið hafi breyst mikið í faginu. Nú sé sett í forgang að leyfa foreldrum að hefja mikilvæga tengslamyndun eftir að barnið kemur í heiminn. Hafdís Rúnarsdóttir ljósmóðirKviknar/Aldís Pálsdóttir Með húð við húð á hún við að ekkert sé á milli foreldranna og barnsins, eins og fatnaður, bleyja, handklæði, teppi eða annað. Hafdís segir að fjöldi rannsókna hafi sýnt fram á kosti þessa. „Þetta stabíliserar hjarta og lungu hjá barninu, gerir þeim auðveldara með að anda og kemur reglu á hjartsláttinn.“ Hafdís segir að þetta auðveldi börnunum líka að halda hita og komi jafnvægi á blóðsykur þeirra. „Þau verða rólegri og gráta minna, þau bara gráta yfirleitt ekki í skin to skin.“ Hafdís var gestur Andreu Eyland í þættinum Tengslin í hlaðvarpinu Kviknar. Þar ræddu þar um tengslamyndun eftir að barn kemur í heiminn og fyrstu mánuðina í lífi þess, þá sérstaklega hvað varðar snertingu húðar foreldranna við húð barnsins. Í þættinum ræðir Andrea líka við Önnu Maríu Jónsdóttur geðlækni, meðal annars um mikilvægi þess að byrja forvarnir einstaklinga strax á meðgöngu og jafnvel fyrr, en ekki á unglings árum eins og áður var talið. Áföll einstaklinga í æsku geti haft áhrif á foreldrahlutverk þeirra seinna á lífsleiðinni. Hægt er að hlusta á þáttinn Tengslin í spilaranum hér fyrir neðan. Kviknar Geðheilbrigði Börn og uppeldi Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
„Það þykir nú sjálfsagt að báðir foreldrar fái barnið sitt „skin to skin“ eins fljótt og mögulegt er,“ segir Hafdís Rúnarsdóttir ljósmóðir. Hún hefur starfað sem ljósmóðir í 20 ár og segir að viðhorfið hafi breyst mikið í faginu. Nú sé sett í forgang að leyfa foreldrum að hefja mikilvæga tengslamyndun eftir að barnið kemur í heiminn. Hafdís Rúnarsdóttir ljósmóðirKviknar/Aldís Pálsdóttir Með húð við húð á hún við að ekkert sé á milli foreldranna og barnsins, eins og fatnaður, bleyja, handklæði, teppi eða annað. Hafdís segir að fjöldi rannsókna hafi sýnt fram á kosti þessa. „Þetta stabíliserar hjarta og lungu hjá barninu, gerir þeim auðveldara með að anda og kemur reglu á hjartsláttinn.“ Hafdís segir að þetta auðveldi börnunum líka að halda hita og komi jafnvægi á blóðsykur þeirra. „Þau verða rólegri og gráta minna, þau bara gráta yfirleitt ekki í skin to skin.“ Hafdís var gestur Andreu Eyland í þættinum Tengslin í hlaðvarpinu Kviknar. Þar ræddu þar um tengslamyndun eftir að barn kemur í heiminn og fyrstu mánuðina í lífi þess, þá sérstaklega hvað varðar snertingu húðar foreldranna við húð barnsins. Í þættinum ræðir Andrea líka við Önnu Maríu Jónsdóttur geðlækni, meðal annars um mikilvægi þess að byrja forvarnir einstaklinga strax á meðgöngu og jafnvel fyrr, en ekki á unglings árum eins og áður var talið. Áföll einstaklinga í æsku geti haft áhrif á foreldrahlutverk þeirra seinna á lífsleiðinni. Hægt er að hlusta á þáttinn Tengslin í spilaranum hér fyrir neðan.
Kviknar Geðheilbrigði Börn og uppeldi Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira