Alræmdur „félagi Duch“ látinn Atli Ísleifsson og Kjartan Kjartansson skrifa 2. september 2020 07:14 Duch var fangelsisstjóri í hinu alræmda Tuol Sleng fangelsi. AP Einn af æðstu yfirmönnum ógnarstjórnar rauðu kmeranna í Kambódíu sem ríkti á áttunda áratug síðustu aldar er látinn. Hann varð 77 ára. Félagi Duch, eins og hann var alltaf kallaður, lést í fangelsi í höfuðborginni Phnom Penh þar sem hann afplánaði lífstíðardóm eftir að hafa verið sakfelldur fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu fyrir sérstökum dómstól sem Sameinuðu þjóðirnar áttu þátt í að koma á fót árið 2012. Maðurinn hét Kaing Guek Eav réttu nafni og var fangelsisstjóri í Tuol Sleng fangelsinu þar sem þúsundir voru myrt eða pyntuð á valdatíma kmeranna, frá árinu 1975 til 1979. Áætlað er að stjórn þeirra hafi myrt um 1,7 milljónir manna, um fjórðung landsmanna á þeim tíma. Rauðu kmerarnir aðhylltust afbrigði af kommúnisma og stjórnuðu Kambódíu með harðri hendi frá 1975 til 1979. Þeir frömdu þjóðarmorð á landsmönnum með aftökum, hungursneyð og skorti á heilbrigðisþjónustu sem var liður í ofsafenginni hugmyndafræði þeirra um að umbreyta Kambódíu í landbúnaðarsamfélag, tæma borgirnar og neyða landsmenn til að yrkja landið. Myrtu börn fanga svo þau gætu ekki hefnt foreldra sinna Leynifangelsið sem Duch stýrði gekk undir dulnefninu S-21. Þangað sendu rauðu kmerarnir karla, konur og börn sem þeir töldu óvini ríkisins eða óhlýðnuðust skipunum. Fáir fanganna lifðu vistina af. Við réttarhöldin viðurkenndi Duch sjálfur að „allir þeir sem voru handteknir og sendir í S-21 voru þegar taldir af“. Lýsti Duch í smáatriðum hvernig fangar voru pyntaðir í fangelsinu við réttarhöldin yfir honum. Hann var einn fárra fyrrverandi kmera sem gengust að hluta til við gjörðum sínum. Pyntingarmeistarar fangelsisins börðu og hýddu fangana, rifu af þeim táneglur, gáfu þeim rafstuð og beittu vatnspyntingum. Fangaverðirnir í S-21 urðu einnig fórnarlömb ógnarstjórnarinnar. Þeir voru drepnir fyrir minnstu mistök samkvæmt vitnisburði fangelsisstjórans. Duch neitaði ásökunum um að hann hefði persónulega tekið þátt í pyntingum eða aftökum. Dómarar í máli hans sögðu hann þó hafa persónulega samþykkt allar aftökur sem fóru fram og hann hafi oft verið viðstaddur pyntingar eða jafnvel tekið þátt í þeim. Hann lýsti sig aftur á móti ábyrgan á morðum á börnum fanga sem voru myrt til að tryggja að þau myndu ekki hefna foreldra sinna síðar meir. Móðir og dóttir virða fyrir sér myndir af föngum í alræmda leynifangelsinu S-21. Fangelsið er nú safn um þjóðarmorð rauðu kmeranna.AP/Heng Sinith Pyntingarnar og morðin í S-21 voru vanalega tekin upp og ljósmynduð. Þúsundir gagna og filmna voru notuð sem sönnunargögn um ódæði rauðu kmeranna síðar meir. Duch var handtekinn árið 1999, um tveimur áratugum eftir að hann flúði til norðvesturhluta Kambódíu. Youk Chhang, forstöðumaður Skjalasafns Kambódíu, sem hefur safnað saman gögnum um voðaverk rauðu kmeranna, sagði við AP-fréttastofuna að dauði Duch væri áminning um að minnast fórnarlambanna og að erfitt væri fyrir réttlætið að ná fram að ganga í Kambódíu. Pol Pot, leiðtogi rauðu kmeranna, lést í haldi fyrrum félaga sinna árið 1998. Þá voru þeir orðnir vanmáttugur skæraliðahópur í frumskógi Kambódíu. Fréttin var uppfærð. Kambódía Andlát Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Einn af æðstu yfirmönnum ógnarstjórnar rauðu kmeranna í Kambódíu sem ríkti á áttunda áratug síðustu aldar er látinn. Hann varð 77 ára. Félagi Duch, eins og hann var alltaf kallaður, lést í fangelsi í höfuðborginni Phnom Penh þar sem hann afplánaði lífstíðardóm eftir að hafa verið sakfelldur fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu fyrir sérstökum dómstól sem Sameinuðu þjóðirnar áttu þátt í að koma á fót árið 2012. Maðurinn hét Kaing Guek Eav réttu nafni og var fangelsisstjóri í Tuol Sleng fangelsinu þar sem þúsundir voru myrt eða pyntuð á valdatíma kmeranna, frá árinu 1975 til 1979. Áætlað er að stjórn þeirra hafi myrt um 1,7 milljónir manna, um fjórðung landsmanna á þeim tíma. Rauðu kmerarnir aðhylltust afbrigði af kommúnisma og stjórnuðu Kambódíu með harðri hendi frá 1975 til 1979. Þeir frömdu þjóðarmorð á landsmönnum með aftökum, hungursneyð og skorti á heilbrigðisþjónustu sem var liður í ofsafenginni hugmyndafræði þeirra um að umbreyta Kambódíu í landbúnaðarsamfélag, tæma borgirnar og neyða landsmenn til að yrkja landið. Myrtu börn fanga svo þau gætu ekki hefnt foreldra sinna Leynifangelsið sem Duch stýrði gekk undir dulnefninu S-21. Þangað sendu rauðu kmerarnir karla, konur og börn sem þeir töldu óvini ríkisins eða óhlýðnuðust skipunum. Fáir fanganna lifðu vistina af. Við réttarhöldin viðurkenndi Duch sjálfur að „allir þeir sem voru handteknir og sendir í S-21 voru þegar taldir af“. Lýsti Duch í smáatriðum hvernig fangar voru pyntaðir í fangelsinu við réttarhöldin yfir honum. Hann var einn fárra fyrrverandi kmera sem gengust að hluta til við gjörðum sínum. Pyntingarmeistarar fangelsisins börðu og hýddu fangana, rifu af þeim táneglur, gáfu þeim rafstuð og beittu vatnspyntingum. Fangaverðirnir í S-21 urðu einnig fórnarlömb ógnarstjórnarinnar. Þeir voru drepnir fyrir minnstu mistök samkvæmt vitnisburði fangelsisstjórans. Duch neitaði ásökunum um að hann hefði persónulega tekið þátt í pyntingum eða aftökum. Dómarar í máli hans sögðu hann þó hafa persónulega samþykkt allar aftökur sem fóru fram og hann hafi oft verið viðstaddur pyntingar eða jafnvel tekið þátt í þeim. Hann lýsti sig aftur á móti ábyrgan á morðum á börnum fanga sem voru myrt til að tryggja að þau myndu ekki hefna foreldra sinna síðar meir. Móðir og dóttir virða fyrir sér myndir af föngum í alræmda leynifangelsinu S-21. Fangelsið er nú safn um þjóðarmorð rauðu kmeranna.AP/Heng Sinith Pyntingarnar og morðin í S-21 voru vanalega tekin upp og ljósmynduð. Þúsundir gagna og filmna voru notuð sem sönnunargögn um ódæði rauðu kmeranna síðar meir. Duch var handtekinn árið 1999, um tveimur áratugum eftir að hann flúði til norðvesturhluta Kambódíu. Youk Chhang, forstöðumaður Skjalasafns Kambódíu, sem hefur safnað saman gögnum um voðaverk rauðu kmeranna, sagði við AP-fréttastofuna að dauði Duch væri áminning um að minnast fórnarlambanna og að erfitt væri fyrir réttlætið að ná fram að ganga í Kambódíu. Pol Pot, leiðtogi rauðu kmeranna, lést í haldi fyrrum félaga sinna árið 1998. Þá voru þeir orðnir vanmáttugur skæraliðahópur í frumskógi Kambódíu. Fréttin var uppfærð.
Kambódía Andlát Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira