Blóðug slagsmál á Olísstöðinni á Sigló Jakob Bjarnar skrifar 2. september 2020 16:52 Þegar lögreglu bar að garði var mesti atgangurinn búinn. Slagsmálahundunum var fylgt til skips en þar með var ekki sagan öll. Eldri Siglfirðingur, sem lagði leið sína í verslun Olís við höfnina á Siglufirði þar sem hann ætlaði að kaupa sér lottómiða, varð frá að hverfa. Inni í búðinni voru blóðug slagsmál. Fullorðnir karlmenn, sex talsins, létu hnefana tala. Svakalegur atgangur Þetta var seinnipart sunnudags. Vísir hefur rætt við nokkur vitni, sem vilja ekki láta nafns síns getið, en þeim ber saman um að atgangurinn hafi verið svakalegur. Lögreglunni var gert viðvart en hún kom seint og illa, eins og einn viðmælandi Vísis orðar það, og var þá tekið að sljákka í slagsmálahundunum. En lögreglan greip inn í og þar með var það búið. Bensínstöð Olís er starfrækt við höfnina á Siglufirði en á bensínstöðinni er þvottaplan og loftdæla. Þar er einnig hægt að fá sér ýmsan skyndibita, nammi og ís úr vél og voru þó nokkrir viðstaddir og horfðu upp á ósköpin. Jóhannes Sigfússon er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra. Hann segir að á sunnudaginn korter yfir fjögur hafi tilkynning borist lögreglunni um átök sem eigi sér stað inná afgreiðslu Olís á Siglufirði. Óróaseggjunum fylgt til skips „Lögreglumenn sem fengu tilkynninguna og voru á vakt voru við störf á Dalvík.“ Umdæmið er víðfeðmt, tveir lögreglumenn eru að störfum hverju sinni á Tröllaskaganum. „Þeir snöruðu sér yfir á Siglufjörð, hringdu reyndar á undan sér og kölluðu út tvo lögreglumenn sem voru í fríi á Siglufirði.“ Siglufjörður er alla jafna friðsæll bær en á sunnudaginn létu menn hnefana tala, á Olísstöðinni. Gömlum manni var svo brugðið að hann þurfti frá að hverfa og fór seinna eftir lottómiðanum sínum.Visir/Jói K Að sögn Jóhannesar var talsvert af fólki á staðnum en engin átök. Jóhannes gluggar í dagbók lögreglu. Og segir að uppúr kafinu hafi komið að þarna voru sjómenn af erlendu bergi brotnir, skipverjar á skipi sem þarna var í höfn. „Nokkrir ölvaðir eða í annarlegu ástandi og hafði komið til handalögmála á milli þeirra. Það var nú sest rykið þegar lögreglan kom. Lendingin varð sú að þeim er fylgt til skips flestum og talað við ráðamenn um borð. Það endar svo þannig að allir þeir sem áttu hlut að máli fóru til skips aftur.“ Einn skipverja svaf úr sér í fangaklefa á Akureyri En, þar með er ekki sagan öll. Einn af þeim sem ekki var búinn að jafna sig lét ófriðlega um borð. Skipsstjórnendur kölluðu lögreglu til sem endaði með því að óróaseggurinn var fjarlægður og látinn sofa úr sér í fangaklefa á Akureyri. Jóhannes segir að ekkert liggi glögglega fyrir um tildrög og ástæður enda spila tungumálaörðuleikar þar inn í, erfitt er að fá greinargóðar lýsingar. „Þetta var einhver kýtíngur, byrjaði þannig eins og oft vill verða, stigmagnast og sem endaði með einhverjum hnefahöggum. Lögregla þurfti ekki að beita neinu valdi nema við handtöku á manninum í skipinu. Enginn sem þurfti að leita aðhlynningar hjá heilbrigðisstarfsfólki svo við vitum,“ segir Jóhannes. Lögreglumál Fjallabyggð Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Árásarmaðurinn keyrði um tuttugu húsaraðir eftir stígnum Erlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Eldri Siglfirðingur, sem lagði leið sína í verslun Olís við höfnina á Siglufirði þar sem hann ætlaði að kaupa sér lottómiða, varð frá að hverfa. Inni í búðinni voru blóðug slagsmál. Fullorðnir karlmenn, sex talsins, létu hnefana tala. Svakalegur atgangur Þetta var seinnipart sunnudags. Vísir hefur rætt við nokkur vitni, sem vilja ekki láta nafns síns getið, en þeim ber saman um að atgangurinn hafi verið svakalegur. Lögreglunni var gert viðvart en hún kom seint og illa, eins og einn viðmælandi Vísis orðar það, og var þá tekið að sljákka í slagsmálahundunum. En lögreglan greip inn í og þar með var það búið. Bensínstöð Olís er starfrækt við höfnina á Siglufirði en á bensínstöðinni er þvottaplan og loftdæla. Þar er einnig hægt að fá sér ýmsan skyndibita, nammi og ís úr vél og voru þó nokkrir viðstaddir og horfðu upp á ósköpin. Jóhannes Sigfússon er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra. Hann segir að á sunnudaginn korter yfir fjögur hafi tilkynning borist lögreglunni um átök sem eigi sér stað inná afgreiðslu Olís á Siglufirði. Óróaseggjunum fylgt til skips „Lögreglumenn sem fengu tilkynninguna og voru á vakt voru við störf á Dalvík.“ Umdæmið er víðfeðmt, tveir lögreglumenn eru að störfum hverju sinni á Tröllaskaganum. „Þeir snöruðu sér yfir á Siglufjörð, hringdu reyndar á undan sér og kölluðu út tvo lögreglumenn sem voru í fríi á Siglufirði.“ Siglufjörður er alla jafna friðsæll bær en á sunnudaginn létu menn hnefana tala, á Olísstöðinni. Gömlum manni var svo brugðið að hann þurfti frá að hverfa og fór seinna eftir lottómiðanum sínum.Visir/Jói K Að sögn Jóhannesar var talsvert af fólki á staðnum en engin átök. Jóhannes gluggar í dagbók lögreglu. Og segir að uppúr kafinu hafi komið að þarna voru sjómenn af erlendu bergi brotnir, skipverjar á skipi sem þarna var í höfn. „Nokkrir ölvaðir eða í annarlegu ástandi og hafði komið til handalögmála á milli þeirra. Það var nú sest rykið þegar lögreglan kom. Lendingin varð sú að þeim er fylgt til skips flestum og talað við ráðamenn um borð. Það endar svo þannig að allir þeir sem áttu hlut að máli fóru til skips aftur.“ Einn skipverja svaf úr sér í fangaklefa á Akureyri En, þar með er ekki sagan öll. Einn af þeim sem ekki var búinn að jafna sig lét ófriðlega um borð. Skipsstjórnendur kölluðu lögreglu til sem endaði með því að óróaseggurinn var fjarlægður og látinn sofa úr sér í fangaklefa á Akureyri. Jóhannes segir að ekkert liggi glögglega fyrir um tildrög og ástæður enda spila tungumálaörðuleikar þar inn í, erfitt er að fá greinargóðar lýsingar. „Þetta var einhver kýtíngur, byrjaði þannig eins og oft vill verða, stigmagnast og sem endaði með einhverjum hnefahöggum. Lögregla þurfti ekki að beita neinu valdi nema við handtöku á manninum í skipinu. Enginn sem þurfti að leita aðhlynningar hjá heilbrigðisstarfsfólki svo við vitum,“ segir Jóhannes.
Lögreglumál Fjallabyggð Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Árásarmaðurinn keyrði um tuttugu húsaraðir eftir stígnum Erlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira