Appelsínugular veðurviðvaranir vegna norðanhríðar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. september 2020 07:19 Svona lítur viðvaranakort Veðurstofunnar út sem er í gildi núna. Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugular og gular viðvaranir fyrir stóran hluta landsins vegna lægðar sem er nú að grafa sig niður skammt úti fyrir austurströndinni. Lægðinni fylgir mikil ofankoma og hvassviðri. Klukkan átta í kvöld taka appelsínugular viðvaranir gildi á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi og gilda í rúman sólarhring eða til miðnættis annað kvöld. „Útlit er fyrir norðan hvassviðri, 15-20 m/s og talsverða úrkomu. Hiti verður nærri frostmarki og því líklegt að úrkoma falli sem slydda ofan 300 metra yfir sjávarmáls og sem snjókoma ofan 500 metra. Veðrið gæti skapað vandræði fyrir búfénað, einkum kindum til fjalla. Líklegt er að færð spillist á fjallvegum og ferðalangar á svæðinu ættu að huga vel að veðurspám,“ segir á vef Veðurstofunnar um þessar viðvaranir. Fyrsta gula viðvörunin tekur gildi klukkan fimm í dag á miðhálendinu. Hún gildir einnig til miðnættis annað kvöld. Klukkan sex í dag tekur gul viðvörun gildi á Suðausturlandi og varir til miðnættis annað kvöld, líkt og gul viðvörun sem tekur gildi á Austfjörðum klukkan átta í kvöld. Á Ströndum og Norðurlandi vestra er gul viðvörun í gildi frá klukkan ellefu í kvöld og til hádegis á morgun. Nánar má lesa um viðvaranirnar á vef Veðurstofunnar. Veðurhorfur á landinu: Vaxandi norðlæg átt, 10-18 m/s í dag, en stormur í vindstrengjum suðaustantil á landinu í kvöld. Þurrt að kalla á Suður- og Vesturlandi. Víða rigning í öðrum landshlutum og talsverð eða mikil rigning norðaustantil í kvöld með slyddu eða snjókomu í meira en 300-400 metra hæð yfir sjávarmáli. Hiti 4 til 13 stig í dag, hlýjast syðst. Kólnar í kvöld. Lægir vestast á landinu síðdegis á morgun og dregur úr vindi og úrkomu annars staðar annað kvöld. Á föstudag: Norðvestan 13-23 m/s, hvassast suðaustantil á landinu. Talsverð eða mikil rigning á norðaustanverðu landinu og slydda eða snjókoma til fjalla, en bjart sunnan- og vestanlands. Lægir vestast á landinu síðdegis og dregur úr vindi og úrkomu annars staðar um kvöldið. Hiti frá 2 stigum í innsveitum norðanlands, upp í 12 stig syðst á landinu. Á laugardag: Norðvestan 8-13 og skýjað á Austurlandi fyrir hádegi, en lægir síðan og léttir til. Annars suðvestlæg eða breytileg átt 3-8 og víða bjart veður, en skýjað og lítilsháttar væta með vesturströndinni. Hiti 7 til 12 stig, en 3 til 7 stig norðaustantil. Á sunnudag: Gengur í allhvassa eða hvassa sunnanátt með rigningu, talsverð úrkoma sunnan- og vestanlands. Hiti 8 til 15 stig. Á mánudag: Útlit fyrir stífa vestlæga átt með rigningu eða skúrum, en þurrt austanlands. Kólnar í veðri. Á þriðjudag: Breytileg átt og stöku skúrir í flestum landshlutum. Hiti 5 til 10 stig. Veður Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Sjá meira
Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugular og gular viðvaranir fyrir stóran hluta landsins vegna lægðar sem er nú að grafa sig niður skammt úti fyrir austurströndinni. Lægðinni fylgir mikil ofankoma og hvassviðri. Klukkan átta í kvöld taka appelsínugular viðvaranir gildi á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi og gilda í rúman sólarhring eða til miðnættis annað kvöld. „Útlit er fyrir norðan hvassviðri, 15-20 m/s og talsverða úrkomu. Hiti verður nærri frostmarki og því líklegt að úrkoma falli sem slydda ofan 300 metra yfir sjávarmáls og sem snjókoma ofan 500 metra. Veðrið gæti skapað vandræði fyrir búfénað, einkum kindum til fjalla. Líklegt er að færð spillist á fjallvegum og ferðalangar á svæðinu ættu að huga vel að veðurspám,“ segir á vef Veðurstofunnar um þessar viðvaranir. Fyrsta gula viðvörunin tekur gildi klukkan fimm í dag á miðhálendinu. Hún gildir einnig til miðnættis annað kvöld. Klukkan sex í dag tekur gul viðvörun gildi á Suðausturlandi og varir til miðnættis annað kvöld, líkt og gul viðvörun sem tekur gildi á Austfjörðum klukkan átta í kvöld. Á Ströndum og Norðurlandi vestra er gul viðvörun í gildi frá klukkan ellefu í kvöld og til hádegis á morgun. Nánar má lesa um viðvaranirnar á vef Veðurstofunnar. Veðurhorfur á landinu: Vaxandi norðlæg átt, 10-18 m/s í dag, en stormur í vindstrengjum suðaustantil á landinu í kvöld. Þurrt að kalla á Suður- og Vesturlandi. Víða rigning í öðrum landshlutum og talsverð eða mikil rigning norðaustantil í kvöld með slyddu eða snjókomu í meira en 300-400 metra hæð yfir sjávarmáli. Hiti 4 til 13 stig í dag, hlýjast syðst. Kólnar í kvöld. Lægir vestast á landinu síðdegis á morgun og dregur úr vindi og úrkomu annars staðar annað kvöld. Á föstudag: Norðvestan 13-23 m/s, hvassast suðaustantil á landinu. Talsverð eða mikil rigning á norðaustanverðu landinu og slydda eða snjókoma til fjalla, en bjart sunnan- og vestanlands. Lægir vestast á landinu síðdegis og dregur úr vindi og úrkomu annars staðar um kvöldið. Hiti frá 2 stigum í innsveitum norðanlands, upp í 12 stig syðst á landinu. Á laugardag: Norðvestan 8-13 og skýjað á Austurlandi fyrir hádegi, en lægir síðan og léttir til. Annars suðvestlæg eða breytileg átt 3-8 og víða bjart veður, en skýjað og lítilsháttar væta með vesturströndinni. Hiti 7 til 12 stig, en 3 til 7 stig norðaustantil. Á sunnudag: Gengur í allhvassa eða hvassa sunnanátt með rigningu, talsverð úrkoma sunnan- og vestanlands. Hiti 8 til 15 stig. Á mánudag: Útlit fyrir stífa vestlæga átt með rigningu eða skúrum, en þurrt austanlands. Kólnar í veðri. Á þriðjudag: Breytileg átt og stöku skúrir í flestum landshlutum. Hiti 5 til 10 stig.
Veður Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Sjá meira