Tvöfalt fleiri hringja í Hjálparsímann Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 15. mars 2020 13:56 Rauði krossinn hefur fjölgað sjálfboðaliðum úr tveimur í allt að tólf til að manna Hjálparsímann þessa dagana. Á tveimur vikum hefur símtölum í hjálparsímann 1717 fjölgað gífurlega. Í þessari viku voru símtölin tæplega fimm hundruð en fyrir tveimur vikum voru þau 250. „En vegna álags höfum við ekki náð að skrá öll símtölin niður þannig að þetta gæti verið hærri tala og við finnum að símtölunum fjölgar með hverjum degi,“ segir Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins. „Við finnum fyrir kvíða í fólki sem hringir inn og þetta eru allir aldurshópar, kannski svolítið meira af eldra fólki.“ Brynhildur segir hluta símtalanna koma til vegna álags á símanúmerið 1700. Margir séu með spurningar varðandi veiruna, sóttkví og ferðabann. Sjálfboðaliðar sem starfa við Hjálparsímann reyna að svara spurningum eftir bestu getu en að sjálfsögðu ekki spurningum sem varða heilsufar. „Fólk er áhyggjufullt og óöruggt. Margar spurningar sem við fengum í gær voru um hættusvæðin og fólk sem hefur verið að ferðast á þessum svæðum er í vafa hvort það eigi að fara í sóttkví eða ekki. Sumir þurfa bara að fá að tala við einhvern um þetta, velta þessu fyrir sér með öðrum og fá hughreystingu.“ Mikið álag frá ársbyrjun Venjulega eru tveir á vakt á Hjálparsímanum en síðustu daga eru 5-12 manns á vakt. Að mestu eru þetta sjálfboðaliðar en starfsmenn Rauða krossins hafa einnig verið færðir úr öðrum verkefnum til að manna símann. Frá því í ársbyrjun hefur símtölum fjölgað verulega miðað við sama tíma á síðasta ári. Það kemur ef til vill ekki á óvart miðað við það sem hefur gengið á; verkföll, vont veður og veira. Í febrúar hafði yfir 900 manns samband við Hjálparsímann, bæði í gegnum síma og netspjall. Flestir hafa samband vegna kvíða og þunglyndis. Þá fjölgaði samtölum vegna sjálfsvígs í febrúar. Á síðasta ári voru þau 53 en voru 70 í nýliðnum febrúarmánuði. Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsa Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Á tveimur vikum hefur símtölum í hjálparsímann 1717 fjölgað gífurlega. Í þessari viku voru símtölin tæplega fimm hundruð en fyrir tveimur vikum voru þau 250. „En vegna álags höfum við ekki náð að skrá öll símtölin niður þannig að þetta gæti verið hærri tala og við finnum að símtölunum fjölgar með hverjum degi,“ segir Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins. „Við finnum fyrir kvíða í fólki sem hringir inn og þetta eru allir aldurshópar, kannski svolítið meira af eldra fólki.“ Brynhildur segir hluta símtalanna koma til vegna álags á símanúmerið 1700. Margir séu með spurningar varðandi veiruna, sóttkví og ferðabann. Sjálfboðaliðar sem starfa við Hjálparsímann reyna að svara spurningum eftir bestu getu en að sjálfsögðu ekki spurningum sem varða heilsufar. „Fólk er áhyggjufullt og óöruggt. Margar spurningar sem við fengum í gær voru um hættusvæðin og fólk sem hefur verið að ferðast á þessum svæðum er í vafa hvort það eigi að fara í sóttkví eða ekki. Sumir þurfa bara að fá að tala við einhvern um þetta, velta þessu fyrir sér með öðrum og fá hughreystingu.“ Mikið álag frá ársbyrjun Venjulega eru tveir á vakt á Hjálparsímanum en síðustu daga eru 5-12 manns á vakt. Að mestu eru þetta sjálfboðaliðar en starfsmenn Rauða krossins hafa einnig verið færðir úr öðrum verkefnum til að manna símann. Frá því í ársbyrjun hefur símtölum fjölgað verulega miðað við sama tíma á síðasta ári. Það kemur ef til vill ekki á óvart miðað við það sem hefur gengið á; verkföll, vont veður og veira. Í febrúar hafði yfir 900 manns samband við Hjálparsímann, bæði í gegnum síma og netspjall. Flestir hafa samband vegna kvíða og þunglyndis. Þá fjölgaði samtölum vegna sjálfsvígs í febrúar. Á síðasta ári voru þau 53 en voru 70 í nýliðnum febrúarmánuði. Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsa Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira