Utanríkisráðherra segir Íslendinga hafa sofið í netöryggismálum Heimir Már Pétursson skrifar 3. september 2020 19:20 Öll fjarskipti Íslendinga fara um þrjá sæstrengi sem allir fara um danskt yfirráðasvæði. Danir hafa veitt Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna aðgang að sínum kerfum. Utanríkisráðherra segir Íslendinga hafa verið sofandi í netöryggismálum. En þingmaður Pírata vakti athygli á því á Alþingi í dag að Danir hefðu veitt Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna aðgang að sæstrengjum sem tengdust öllum netsamskiptum Íslendinga. Smári McCarthy þingmaður Pírata sagði í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag að þessar nýlegu upplýsingar um samantekin ráð tveggja vinaþjóða væru óþægilegar fréttir þar sem málið snerti Íslendinga beint. Smári McCarthy segir Bandaríkjamenn hafa sýnt að þeir séu tilbúnir til að hlera vini sína og Íslendingar ættu ekki að halda að þeir væru þar undanskildir.Vísir/Vilhelm „Öll fjarskipti Íslendinga fara í gegnum þrjá sæstrengi sem allir liggja í gegnum danskt yfirráðasvæði. Allir tölvupóstarnir, öll skjölin, allir fjarfundirnir, öll okkar fjarskipti fara um þessa þrjá sæstrengi,“ sagði Smári. Bandaríkjamenn hafi sýnt að þeir væru tilbúnir til að njósna um vini sína eins og kanslara Þýskalands. Utanríkisráðherra segir Íslendinga hafa sofið á verðinum í netöryggismálum. Auðvelt getur verið að hlera öll samskipti Íslendinga að mati Smára McCarthy.Getty/Christoph Burgstedt „Þannig að mér finnst eðlilegt að spyrja hæstvirtan utanríkisráðherra: Hefur hann rætt við dönsk eða bandarísk stjórnvöld um þessar tilteknu njósnir. Hafa bandarísk stjórnvöld farið fram á að fá að njósna hér á landi með beinum hætti eins og þau hafa gert í Danmörku. Og hefur hann leitast eftir upplýsingum um þessa áhættu og hvernig hægt sé að meta hana til að koma í veg fyrir hana,“ spurði Smári. „Þetta einstaka mál sem háttvirtur þingmaður nefnir hér er því miður ekkert einsdæmi. Maður þarf að fá betri upplýsigar hvað það varðar. Ég þarf ekki að taka fram að það hefur enginn komið til mín, hvorki frá því landi sem háttvirtur þingmaður nefndi eða öðrum, og beðið mig um að fá að njósna um Íslendinga. Þa hefur ekki dottið inn hjá mér,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Bandaríkjamenn hafa sýnt Íslandi mikinn áhug undanfarin misseri eins og heimsóknir Mike Pence varaforseta og Mike Pompeo uranríkisráðherra eru til staðfestingar um.Vísir/ Vilhelm Framundan væru fundir með utanríkisráðherrum Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna þar sem þessi mál verði rædd. Íslendingar hafi ekki verið nógu vakandi í þessum málaflokki sem ætti að vera í forgangi. „Og ég hef vakið athygli á því hvað eftir annað að þetta eru mikilvæg mál. Öryggismál eru ekki bara þessi hefðbundnu öryggismál sem við þekkjum síðustu áratugi. Heimurinn er að breytast. Tækninni hefur fleygt mjög fram og við erum að sjá ógnir sem við höfum ekki séð áður,“ sagði Guðlaugur Þór. Bandaríkin Danmörk Netöryggi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Utanríkisráðherra segir Íslendinga hafa verið sofandi í netöryggismálum. En þingmaður Pírata vakti athygli á því á Alþingi í dag að Danir hefðu veitt Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna aðgang að sæstrengjum sem tengdust öllum netsamskiptum Íslendinga. Smári McCarthy þingmaður Pírata sagði í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag að þessar nýlegu upplýsingar um samantekin ráð tveggja vinaþjóða væru óþægilegar fréttir þar sem málið snerti Íslendinga beint. Smári McCarthy segir Bandaríkjamenn hafa sýnt að þeir séu tilbúnir til að hlera vini sína og Íslendingar ættu ekki að halda að þeir væru þar undanskildir.Vísir/Vilhelm „Öll fjarskipti Íslendinga fara í gegnum þrjá sæstrengi sem allir liggja í gegnum danskt yfirráðasvæði. Allir tölvupóstarnir, öll skjölin, allir fjarfundirnir, öll okkar fjarskipti fara um þessa þrjá sæstrengi,“ sagði Smári. Bandaríkjamenn hafi sýnt að þeir væru tilbúnir til að njósna um vini sína eins og kanslara Þýskalands. Utanríkisráðherra segir Íslendinga hafa sofið á verðinum í netöryggismálum. Auðvelt getur verið að hlera öll samskipti Íslendinga að mati Smára McCarthy.Getty/Christoph Burgstedt „Þannig að mér finnst eðlilegt að spyrja hæstvirtan utanríkisráðherra: Hefur hann rætt við dönsk eða bandarísk stjórnvöld um þessar tilteknu njósnir. Hafa bandarísk stjórnvöld farið fram á að fá að njósna hér á landi með beinum hætti eins og þau hafa gert í Danmörku. Og hefur hann leitast eftir upplýsingum um þessa áhættu og hvernig hægt sé að meta hana til að koma í veg fyrir hana,“ spurði Smári. „Þetta einstaka mál sem háttvirtur þingmaður nefnir hér er því miður ekkert einsdæmi. Maður þarf að fá betri upplýsigar hvað það varðar. Ég þarf ekki að taka fram að það hefur enginn komið til mín, hvorki frá því landi sem háttvirtur þingmaður nefndi eða öðrum, og beðið mig um að fá að njósna um Íslendinga. Þa hefur ekki dottið inn hjá mér,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Bandaríkjamenn hafa sýnt Íslandi mikinn áhug undanfarin misseri eins og heimsóknir Mike Pence varaforseta og Mike Pompeo uranríkisráðherra eru til staðfestingar um.Vísir/ Vilhelm Framundan væru fundir með utanríkisráðherrum Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna þar sem þessi mál verði rædd. Íslendingar hafi ekki verið nógu vakandi í þessum málaflokki sem ætti að vera í forgangi. „Og ég hef vakið athygli á því hvað eftir annað að þetta eru mikilvæg mál. Öryggismál eru ekki bara þessi hefðbundnu öryggismál sem við þekkjum síðustu áratugi. Heimurinn er að breytast. Tækninni hefur fleygt mjög fram og við erum að sjá ógnir sem við höfum ekki séð áður,“ sagði Guðlaugur Þór.
Bandaríkin Danmörk Netöryggi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira