Hamrén er ekki hræddur við að fá skell á móti Englandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2020 11:05 Erik Hamrén eftir sigur á Tyrkjum í fyrri leiknum á Laugardalsvellinum en það eru liklega bestu úrslit íslenska landsliðsins undir hans stjórn. Getty/Oliver Hardt Íslenska landsliðið verður án sterkra leikmanna á móti nánast fullmönnuðu ensku landsliði í Laugardalnum á morgun en landsliðsþjálfarinn óttast ekki að fá skell. Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, stýrði íslenska landsliðinu í fyrsta sinn fyrir tveimur árum þegar íslenska liðið spilaði í Þjóðadeildinni í fyrsta sinn. Sá leikur endaði með 6-0 skelli á móti Sviss og var það því algjör martraðarbyrjun fyrir Hamrén sem landsliðsþjálfara Íslands. Hamrén kveðst ekki vera smeykur við að tapa leiknum á morgun stórt eins og gerðist gegn Sviss í fyrsta leiknum í síðustu Þjóðadeild. Svíinn er brattur þrátt fyrir að sterka leikmenn vanti í íslenska liðið. Segir allt geta gerst í fótbolta. „Ég er ekki hræddur því þá ættir þú að vera að gera eitthvað annað. Við verðum samt að bera virðingu fyrir liðum eins og Englandi og Sviss. Þú getur náð góðum úrslitum á móti þessum þjóðum en það getur líka farið illa,“ sagði Erik Hamrén á blaðamannafundinum. „Ég get nefnt 8-2 sigur Bayern München á Barcelona sem dæmi. Þá vita allir að fótbolti getur verið skrítinn. Ég er ekki hræddur. Við lærðum mikið á þessum tapleik á móti Sviss og mér fannst við sýna það síðan það í hinum leikjunum í Þjóðadeildinni. Við unnum engan þeirra leikja en það sást á frammistöðu liðsins,“ sagði Hamrén. „Við höfum líka sýnt það í undankeppninni að við getum náð í góð úrslit þrátt fyrir að það vanti hjá okkur lykilmenn,“ sagði Hamrén. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Fleiri fréttir Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Sjá meira
Íslenska landsliðið verður án sterkra leikmanna á móti nánast fullmönnuðu ensku landsliði í Laugardalnum á morgun en landsliðsþjálfarinn óttast ekki að fá skell. Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, stýrði íslenska landsliðinu í fyrsta sinn fyrir tveimur árum þegar íslenska liðið spilaði í Þjóðadeildinni í fyrsta sinn. Sá leikur endaði með 6-0 skelli á móti Sviss og var það því algjör martraðarbyrjun fyrir Hamrén sem landsliðsþjálfara Íslands. Hamrén kveðst ekki vera smeykur við að tapa leiknum á morgun stórt eins og gerðist gegn Sviss í fyrsta leiknum í síðustu Þjóðadeild. Svíinn er brattur þrátt fyrir að sterka leikmenn vanti í íslenska liðið. Segir allt geta gerst í fótbolta. „Ég er ekki hræddur því þá ættir þú að vera að gera eitthvað annað. Við verðum samt að bera virðingu fyrir liðum eins og Englandi og Sviss. Þú getur náð góðum úrslitum á móti þessum þjóðum en það getur líka farið illa,“ sagði Erik Hamrén á blaðamannafundinum. „Ég get nefnt 8-2 sigur Bayern München á Barcelona sem dæmi. Þá vita allir að fótbolti getur verið skrítinn. Ég er ekki hræddur. Við lærðum mikið á þessum tapleik á móti Sviss og mér fannst við sýna það síðan það í hinum leikjunum í Þjóðadeildinni. Við unnum engan þeirra leikja en það sást á frammistöðu liðsins,“ sagði Hamrén. „Við höfum líka sýnt það í undankeppninni að við getum náð í góð úrslit þrátt fyrir að það vanti hjá okkur lykilmenn,“ sagði Hamrén.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Fleiri fréttir Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Sjá meira