Segja SÍ hafa hafnað beiðni um neyðarfund í dag Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. september 2020 17:30 Krabbameinsfélagið. Vísir/vilhelm Krabbameinsfélag Íslands fór fram á neyðarfund með Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) í dag í kjölfar viðtals við fulltrúa SÍ í Kastljósi á fimmtudag. SÍ höfnuðu beiðni Krabbameinsfélagsins um neyðarfundinn. Þetta segir í tilkynningu sem Krabbameinsfélagið birti á vef sínum nú á sjötta tímanum. Þá telji félagið „grafalvarlegt“ ef heilbrigðisyfirvöld hafi búið yfir mikilvægum upplýsingum um starfsemi Leitarstöðvarinnar án þess að láta félagið vita. Í tilkynningunni segir jafnframt að Krabbameinsfélagið hafi óskað eftir því í gær að SÍ afhentu félaginu gögn sem vísað var til í Kastljósi. Á hádegi í dag hafi SÍ ekki orðið við beiðni um afhendingu gagnanna. „Því fór félagið í dag fram á neyðarfund með Sjúkratryggingum vegna þess vantrausts sem fram kom af hálfu fulltrúa Sjúkratrygginga á öryggi starfsemi Leitarstöðvarinnar. Sjúkratryggingar höfnuðu þeirri beiðni,“ segir í tilkynningu Krabbameinsfélagsins. Rætt var við Tryggva Björn Stefánsson, krabbameinsskurðlækni og fulltrúa SÍ í starfshópi um endurskoðun kröfulýsinga vegna skimana fyrir brjósta- og leghálskrabbameinum, í umræddum Kastljósþætti á fimmtudagskvöld. Þar kom m.a. fram að ekki hafi verið gæðakerfi í Leitarstöðinni sem uppfyllti viðmið Evróputilskipana. Krabbameinsfélagið ítrekar í yfirlýsingu sinni í dag að málflutningur Tryggva hafi komið þeim í opna skjöldu. Yfirlýsingar hans hafi ekki komið fram í tengslum við endurnýjun þjónustusamnings félagsins við Sjúkratryggingar um skimanir. „Krabbameinsfélagið telur grafalvarlegt ef heilbrigðisyfirvöld hafa búið yfir mikilvægum upplýsingum um starfsemi Leitarstöðvarinnar án þess að félaginu eða starfsfólki Leitarstöðvar hafi verið gert viðvart. Það skal ítrekað að Sjúkratryggingar hafa ekki gert neinar úttektir á framkvæmd þjónustusamningsins,“ segir í yfirlýsingu Krabbameinsfélagsins. Hana má nálgast í heild á vef félagsins. Vísir hefur leitað viðbragða hjá Maríu Heimisdóttur forstjóra Sjúkratrygginga Íslands vegna málsins. Málefni Krabbameinsfélagsins hafa komist í hámæli í vikunni eftir að greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að kona hefði greinst með ólæknandi krabbamein eftir að mistök voru gerð við greiningu á leghálssýnum hjá félaginu árið 2018. Fréttin hefur verið uppfærð. Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir varnarorð sín vegna Krabbameinsfélagsins rætast Fyrrverandi yfirlæknir hjá Krabbameinsfélaginu segir varnaðarorð sín til fjölda ára rætast í mistökum við skimanir hjá félaginu. Reksturinn sé háður sérhagsmunum og fjármagn flæði milli sviða sem bitni sárlega á lífi og heilsu kvenna. 4. september 2020 19:01 „Það er mjög ódýrt að ætla að taka starfsmann fyrir í þessu máli“ Sævar Þór Jónsson, lögmaður konu sem hyggur á skaðabótamál gegn Krabbameinsfélaginu vegna mistaka við sýnatöku, segir að umbjóðanda sínum þyki viðbrögð stjórnenda Krabbameinsfélagsins gagnrýnisverð. Það sé ekki sanngjarnt að varpa sökinni í heild á einn tiltekinn starfsmann í ljósi þess að ýmislegt bendi til þess að eftirliti hafi verið ábótavant. 4. september 2020 17:52 Harmar alvarleg og afdrifarík mistök Krabbameinsfélagsins „Ég harma þau og hugur minn er hjá þeim sem málið snertir á einhvern hátt og eiga um sárt að binda vegna þess,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. 4. september 2020 16:32 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Krabbameinsfélag Íslands fór fram á neyðarfund með Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) í dag í kjölfar viðtals við fulltrúa SÍ í Kastljósi á fimmtudag. SÍ höfnuðu beiðni Krabbameinsfélagsins um neyðarfundinn. Þetta segir í tilkynningu sem Krabbameinsfélagið birti á vef sínum nú á sjötta tímanum. Þá telji félagið „grafalvarlegt“ ef heilbrigðisyfirvöld hafi búið yfir mikilvægum upplýsingum um starfsemi Leitarstöðvarinnar án þess að láta félagið vita. Í tilkynningunni segir jafnframt að Krabbameinsfélagið hafi óskað eftir því í gær að SÍ afhentu félaginu gögn sem vísað var til í Kastljósi. Á hádegi í dag hafi SÍ ekki orðið við beiðni um afhendingu gagnanna. „Því fór félagið í dag fram á neyðarfund með Sjúkratryggingum vegna þess vantrausts sem fram kom af hálfu fulltrúa Sjúkratrygginga á öryggi starfsemi Leitarstöðvarinnar. Sjúkratryggingar höfnuðu þeirri beiðni,“ segir í tilkynningu Krabbameinsfélagsins. Rætt var við Tryggva Björn Stefánsson, krabbameinsskurðlækni og fulltrúa SÍ í starfshópi um endurskoðun kröfulýsinga vegna skimana fyrir brjósta- og leghálskrabbameinum, í umræddum Kastljósþætti á fimmtudagskvöld. Þar kom m.a. fram að ekki hafi verið gæðakerfi í Leitarstöðinni sem uppfyllti viðmið Evróputilskipana. Krabbameinsfélagið ítrekar í yfirlýsingu sinni í dag að málflutningur Tryggva hafi komið þeim í opna skjöldu. Yfirlýsingar hans hafi ekki komið fram í tengslum við endurnýjun þjónustusamnings félagsins við Sjúkratryggingar um skimanir. „Krabbameinsfélagið telur grafalvarlegt ef heilbrigðisyfirvöld hafa búið yfir mikilvægum upplýsingum um starfsemi Leitarstöðvarinnar án þess að félaginu eða starfsfólki Leitarstöðvar hafi verið gert viðvart. Það skal ítrekað að Sjúkratryggingar hafa ekki gert neinar úttektir á framkvæmd þjónustusamningsins,“ segir í yfirlýsingu Krabbameinsfélagsins. Hana má nálgast í heild á vef félagsins. Vísir hefur leitað viðbragða hjá Maríu Heimisdóttur forstjóra Sjúkratrygginga Íslands vegna málsins. Málefni Krabbameinsfélagsins hafa komist í hámæli í vikunni eftir að greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að kona hefði greinst með ólæknandi krabbamein eftir að mistök voru gerð við greiningu á leghálssýnum hjá félaginu árið 2018. Fréttin hefur verið uppfærð.
Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir varnarorð sín vegna Krabbameinsfélagsins rætast Fyrrverandi yfirlæknir hjá Krabbameinsfélaginu segir varnaðarorð sín til fjölda ára rætast í mistökum við skimanir hjá félaginu. Reksturinn sé háður sérhagsmunum og fjármagn flæði milli sviða sem bitni sárlega á lífi og heilsu kvenna. 4. september 2020 19:01 „Það er mjög ódýrt að ætla að taka starfsmann fyrir í þessu máli“ Sævar Þór Jónsson, lögmaður konu sem hyggur á skaðabótamál gegn Krabbameinsfélaginu vegna mistaka við sýnatöku, segir að umbjóðanda sínum þyki viðbrögð stjórnenda Krabbameinsfélagsins gagnrýnisverð. Það sé ekki sanngjarnt að varpa sökinni í heild á einn tiltekinn starfsmann í ljósi þess að ýmislegt bendi til þess að eftirliti hafi verið ábótavant. 4. september 2020 17:52 Harmar alvarleg og afdrifarík mistök Krabbameinsfélagsins „Ég harma þau og hugur minn er hjá þeim sem málið snertir á einhvern hátt og eiga um sárt að binda vegna þess,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. 4. september 2020 16:32 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Segir varnarorð sín vegna Krabbameinsfélagsins rætast Fyrrverandi yfirlæknir hjá Krabbameinsfélaginu segir varnaðarorð sín til fjölda ára rætast í mistökum við skimanir hjá félaginu. Reksturinn sé háður sérhagsmunum og fjármagn flæði milli sviða sem bitni sárlega á lífi og heilsu kvenna. 4. september 2020 19:01
„Það er mjög ódýrt að ætla að taka starfsmann fyrir í þessu máli“ Sævar Þór Jónsson, lögmaður konu sem hyggur á skaðabótamál gegn Krabbameinsfélaginu vegna mistaka við sýnatöku, segir að umbjóðanda sínum þyki viðbrögð stjórnenda Krabbameinsfélagsins gagnrýnisverð. Það sé ekki sanngjarnt að varpa sökinni í heild á einn tiltekinn starfsmann í ljósi þess að ýmislegt bendi til þess að eftirliti hafi verið ábótavant. 4. september 2020 17:52
Harmar alvarleg og afdrifarík mistök Krabbameinsfélagsins „Ég harma þau og hugur minn er hjá þeim sem málið snertir á einhvern hátt og eiga um sárt að binda vegna þess,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. 4. september 2020 16:32