„Ólöglegt, siðferðilega rangt og ómannúðlegt“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. september 2020 20:29 Fjölskyldan hefur verið á Íslandi síðan sumarið 2018. Flytja á sex manna barnafjölskyldu frá Eygyptalandi, sem dvalið hefur á Íslandi í meira en tvö ár, úr landi í næstu viku. Fyrirhugaður flutningur hefur tekið mikið á börnin sem tala nú góða íslensku og hafa aðlagast vel. Lögmaður fjölskyldunnar segir meðferð stjórnvalda á fjölskyldunni ólöglega, siðferðilega ranga og ómannúðlega. Doaa og Ibrahim, komu til Íslands sumarið 2018, ásamt fjórum börnum sínum og sóttu um alþjóðlega vernd. Börnin eru tveggja, fimm, níu og tólf ára. Þau segjast hafa orðið fyrir ofsóknum í Egyptalandi vegna þátttöku Ibrahim í stjórnmálastarfi. „Við komum hingað til að finna öryggi fyrir okkur og börnin,“ segir Doaa Mohamed Eldeib. Útlendingastofnun synjaði þeim um vernd í lok júlí í fyrra og var sú ákvörðun staðfest af kærunefnd útlendingamála rúmum 15 mánuðum síðar. Fjölskyldan naut því ekki góðs af reglugerð sem dómsmálaráðherra setti í lok síðasta árs en samkvæmt henni er unnt að veita dvalarleyfi af mannúðarástæðum ef málsmeðferð hefur varað lengur en í 16 mánuði. Stofnunin mat það svo að fjölskyldan væri örugg í Egyptalandi. „Við erum algjörlega ósammála því. Þau óttast það mjög að vera send aftur til Egyptalands og að þau verði bæði handtekin, og geti ekki hugsað um sín börn þar sem þau verði í fangelsi,“ segir Magnús Davíð Norðdahl. Áttu upphaflega að fara í febrúar Til stóð að fjölskyldunni yrði vísað úr landi í febrúar en þau eru enn á Íslandi. „Hvort það hafi eitthvað með Covid að gera það kann að vera en í öllu falli þá hafa liðið nokkrir mánuðir núna þar sem þeim hefur ekki verið vísað úr landi en það er ekki á ábyrgð fjölskyldunnar,“ segir Magnús. Nú stendur til að vísa þeim úr landi 16. september en þá hafa það dvalið hér í rúma 25 mánuði. „Á þeim tíma hafa þau auðvitað náð að aðlagast, krakkarnir ganga í skóla og leikskóla og þrjú elstu tala íslensku. Þetta er að mínum dómi ólöglegt, siðferðilega rangt og ómannúðlegt,“ segir Magnús. Fyrirhugaður flutningur úr landi hefur tekið mikið á börnin. „Kerfisbundið ofbeldi“ „Börnin mín eru mjög hrædd við þessa dagsetningu,“ segir Doaa. Þá hefur hún miklar áhyggjur af menntun barna sinna. „Við óttumst það því kannski komast þau ekkert í skóla.“ Magnús segist síðustu ár ítrekað hafa komið að málum barnafjölskyldna á flótta sem hafi aðlagast hér á landi í lengri tíma, en svo átt að flytja nauðung úr landi. „Það er mín skoðun að þetta sé einfaldlega kerfisbundið ofbeldi gagnvart barnafjölskyldum á flótta og það er skömm að þessu.“ Hælisleitendur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Flytja á sex manna barnafjölskyldu frá Eygyptalandi, sem dvalið hefur á Íslandi í meira en tvö ár, úr landi í næstu viku. Fyrirhugaður flutningur hefur tekið mikið á börnin sem tala nú góða íslensku og hafa aðlagast vel. Lögmaður fjölskyldunnar segir meðferð stjórnvalda á fjölskyldunni ólöglega, siðferðilega ranga og ómannúðlega. Doaa og Ibrahim, komu til Íslands sumarið 2018, ásamt fjórum börnum sínum og sóttu um alþjóðlega vernd. Börnin eru tveggja, fimm, níu og tólf ára. Þau segjast hafa orðið fyrir ofsóknum í Egyptalandi vegna þátttöku Ibrahim í stjórnmálastarfi. „Við komum hingað til að finna öryggi fyrir okkur og börnin,“ segir Doaa Mohamed Eldeib. Útlendingastofnun synjaði þeim um vernd í lok júlí í fyrra og var sú ákvörðun staðfest af kærunefnd útlendingamála rúmum 15 mánuðum síðar. Fjölskyldan naut því ekki góðs af reglugerð sem dómsmálaráðherra setti í lok síðasta árs en samkvæmt henni er unnt að veita dvalarleyfi af mannúðarástæðum ef málsmeðferð hefur varað lengur en í 16 mánuði. Stofnunin mat það svo að fjölskyldan væri örugg í Egyptalandi. „Við erum algjörlega ósammála því. Þau óttast það mjög að vera send aftur til Egyptalands og að þau verði bæði handtekin, og geti ekki hugsað um sín börn þar sem þau verði í fangelsi,“ segir Magnús Davíð Norðdahl. Áttu upphaflega að fara í febrúar Til stóð að fjölskyldunni yrði vísað úr landi í febrúar en þau eru enn á Íslandi. „Hvort það hafi eitthvað með Covid að gera það kann að vera en í öllu falli þá hafa liðið nokkrir mánuðir núna þar sem þeim hefur ekki verið vísað úr landi en það er ekki á ábyrgð fjölskyldunnar,“ segir Magnús. Nú stendur til að vísa þeim úr landi 16. september en þá hafa það dvalið hér í rúma 25 mánuði. „Á þeim tíma hafa þau auðvitað náð að aðlagast, krakkarnir ganga í skóla og leikskóla og þrjú elstu tala íslensku. Þetta er að mínum dómi ólöglegt, siðferðilega rangt og ómannúðlegt,“ segir Magnús. Fyrirhugaður flutningur úr landi hefur tekið mikið á börnin. „Kerfisbundið ofbeldi“ „Börnin mín eru mjög hrædd við þessa dagsetningu,“ segir Doaa. Þá hefur hún miklar áhyggjur af menntun barna sinna. „Við óttumst það því kannski komast þau ekkert í skóla.“ Magnús segist síðustu ár ítrekað hafa komið að málum barnafjölskyldna á flótta sem hafi aðlagast hér á landi í lengri tíma, en svo átt að flytja nauðung úr landi. „Það er mín skoðun að þetta sé einfaldlega kerfisbundið ofbeldi gagnvart barnafjölskyldum á flótta og það er skömm að þessu.“
Hælisleitendur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira